Petr Čech: „Við vitum ekki svörin við sjálf“ Atli Arason skrifar 13. mars 2022 15:00 Petr Čech ásamt John Terry á úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í Abu Dhabi í febrúar. Čech hefur verið tæknilegur raðgjafi félagsins síðan 2019. Getty Images Petr Čech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea og fyrrum leikmaður liðsins, var í viðtali við Sky Sport fyrir leik liðsins gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni. Čech var mikið spurður út í óvissu skýið sem gnæfir yfir Chelsea þessa dagana en hann sagðist sjálfur vera að leita af svörum. „Fyrst og fremst vil ég segja að hugur okkar eru hjá fórnarlömbum í stríðinu í Úkraínu. Við vonumst til þess að þjáningum þar ljúki sem fyrst,“ sagði Petr Čech. „Hvað varðar fótboltafélagið Chelsea þá hefur þetta verið mjög erfiður tími. Við erum að fá mikið af spurningum sem við vitum ekki svörin við sjálf. Við erum þó staðráðin í að vinna að þeim hlutum sem við getum haft áhrif á eins æfingar og undirbúningur fyrir fótboltaleiki. Við verðum að halda áfram að reyna að gera okkar besta á vellinum.“ Breska ríkisstjórnin hefur bannað eiganda félagsins, Roman Abramovich, að koma til Englands og fryst allar eignir hans, þ.m.t. Chelsea. Enska úrvalsdeildin gekk svo skrefinu lengra í gær með því að banna aðkomu Abramovich að deildinni. „Þetta er ekki í okkar höndum heldur annara. Við þurfum að bíða eftir samtölum annars staðar til að sjá hvernig við getum starfað út tímabilið. Þetta er augljóslega erfið staða,“ bætti Čech við. Barclays bankinn hefur meðal annars lokað á reikninga í eigu félagsins. Það er óvíst hvort starfsfólk félagsins fái yfirhöfuð greidd laun á næstunni en Čech gat ekki svarað því hvort svo yrði. „Ég vona það. Við vonum að starfsfólkið sem vinnur fyrir félagið fái borgað og geti haldið áfram að lifa sínu eðlilega lífi. Það er samt erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu þar sem ég veit ekki svörin sjálfur. Staðan breytist á hverjum degi.“ Samningar hjá Antonio Rüdiger, Andreas Christensen og César Azpilicueta renna út eftir yfirstandandi leiktímabil. Óvíst er hvort félagið getur endurnýjað þá samninga í tæka tíð. „Það er annað sem við vitum ekki svörin við en það eru samræður í gangi á öllum stöðum. við þurfum fyrst að fá svör við því hvað við sem félag getum gert til að halda starfseminni gangandi. Við þurfum að fá að vita hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir okkur. Við þurfum að taka einn dag í einu,“ svaraði Čech aðspurður út í samningstöðu þessara leikmanna. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, gerði liðið að Evrópu- og heimsmeisturum. Ljóst er að hart verður barist um starfskrafta hans ef allt fer á versta veg fyrir Chelsea. „Thomas er með samning til 2024. Okkur hefur verið sagt að samningurinn verði virtur en við vonumst til að halda honum eins lengi og hægt er, hann hefur verið frábær fyrir félagið. Þetta gæti samt allt breyst á morgun þar sem staðan er að breytast svo hratt frá degi til dags,“ sagði Petr Čech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
„Fyrst og fremst vil ég segja að hugur okkar eru hjá fórnarlömbum í stríðinu í Úkraínu. Við vonumst til þess að þjáningum þar ljúki sem fyrst,“ sagði Petr Čech. „Hvað varðar fótboltafélagið Chelsea þá hefur þetta verið mjög erfiður tími. Við erum að fá mikið af spurningum sem við vitum ekki svörin við sjálf. Við erum þó staðráðin í að vinna að þeim hlutum sem við getum haft áhrif á eins æfingar og undirbúningur fyrir fótboltaleiki. Við verðum að halda áfram að reyna að gera okkar besta á vellinum.“ Breska ríkisstjórnin hefur bannað eiganda félagsins, Roman Abramovich, að koma til Englands og fryst allar eignir hans, þ.m.t. Chelsea. Enska úrvalsdeildin gekk svo skrefinu lengra í gær með því að banna aðkomu Abramovich að deildinni. „Þetta er ekki í okkar höndum heldur annara. Við þurfum að bíða eftir samtölum annars staðar til að sjá hvernig við getum starfað út tímabilið. Þetta er augljóslega erfið staða,“ bætti Čech við. Barclays bankinn hefur meðal annars lokað á reikninga í eigu félagsins. Það er óvíst hvort starfsfólk félagsins fái yfirhöfuð greidd laun á næstunni en Čech gat ekki svarað því hvort svo yrði. „Ég vona það. Við vonum að starfsfólkið sem vinnur fyrir félagið fái borgað og geti haldið áfram að lifa sínu eðlilega lífi. Það er samt erfitt fyrir mig að svara þessari spurningu þar sem ég veit ekki svörin sjálfur. Staðan breytist á hverjum degi.“ Samningar hjá Antonio Rüdiger, Andreas Christensen og César Azpilicueta renna út eftir yfirstandandi leiktímabil. Óvíst er hvort félagið getur endurnýjað þá samninga í tæka tíð. „Það er annað sem við vitum ekki svörin við en það eru samræður í gangi á öllum stöðum. við þurfum fyrst að fá svör við því hvað við sem félag getum gert til að halda starfseminni gangandi. Við þurfum að fá að vita hvaða möguleikar eru í stöðinni fyrir okkur. Við þurfum að taka einn dag í einu,“ svaraði Čech aðspurður út í samningstöðu þessara leikmanna. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, gerði liðið að Evrópu- og heimsmeisturum. Ljóst er að hart verður barist um starfskrafta hans ef allt fer á versta veg fyrir Chelsea. „Thomas er með samning til 2024. Okkur hefur verið sagt að samningurinn verði virtur en við vonumst til að halda honum eins lengi og hægt er, hann hefur verið frábær fyrir félagið. Þetta gæti samt allt breyst á morgun þar sem staðan er að breytast svo hratt frá degi til dags,“ sagði Petr Čech, tæknilegur ráðgjafi Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Handbolti Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Handbolti Fleiri fréttir Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira