Innlent

Vara við aukinni hættu á krapa­flóðum

Árni Sæberg skrifar
Krapaflóð í Grímsnesi á dögunum.
Krapaflóð í Grímsnesi á dögunum. Veðurstofa Íslands/Árni Benedikt Árnason

Veðurstofan varar við aukinni hættu á krapaflóðum á sunnanverðu landinu á morgun vegna óveðurs. Vitað er til þess að tvö slík hafi fallið á dögunum.

Appelsínugular viðvaranir hafa nú verið gefnar út vegna stormsins sem spáð er á morgun en gular viðvaranir voru upprunalega gefnar út í morgun. Viðvaranir hafa nú verið gefnar út fyrir alla landshluta. Veðurstofan spáir allt að þrjátíu metrum á sekúndu á sunna- og vestanverðu landinu.

„Enn er töluverður snjór í giljum og má búast við aukinni hættu á krapaflóðum á meðan úrkoman og afrennsli skilar sér niður gil og lækjarfavegi,“ segir í tilkynningu Veðurstofu Íslands.

í Grímsnesi féll krapaflóð í sumarbústaðabyggð þann 6. mars og einnig í Bláskógabyggð þann 10. mars eftir ákafa rigningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×