Mikkel Hansen lengur í sumarfríinu sínu í ár til að fá skattaafslátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 11:10 Mikkel Hansen fær lengra sumarfrí í ár og græðir líka á því pening. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany / POOL Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen fær vel borgað frá nýja félaginu sínu í Danmörku en það gerir honum líka greiða þegar kemur að því að kemur að því að gera upp við dönsk yfirvöld. Einn besti handboltamaður heims síðasta áratuginn er á leiðinni heim til Danmerkur. Mikkel Hansen hefur samið við Álaborgarliðið og kemur þangað frá Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá árinu 2012. Danskir fjölmiðlar fjalla um það að Álaborgarliðið ætli að aðstoða hann að fá skattafslátt af launum sínum. Það má lesa um það hér. Mikkel mætir því ekki í vinnuna næsta haust fyrr en 21. ágúst eða næstum því tveimur mánuðum síðar en liðsfélagar hans í Aalborg Handball. Ástæðan er að þá verða liðin meira en tíu ár síðan hann yfirgaf Danmörku og gerðist leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain. Skatteordning koster Mikkel Hansen sæsonoptakt i Aalborg https://t.co/jjrgwKPJ2N— HaandboldNyt (@HaandboldNyt) March 12, 2022 Það verða nákvæmlega liðin tíu ár og einn dagur og hann nær því lágmörkum fyrir ákveðin skattaafslátt hjá danska ríkinu fyrir þá sem hafa verið í tíu ár í burtu og eru með að lágmarki sjötíu þúsund danskar krónur í mánaðarlaun. Hansen þarf því bara að borga 27 prósent af launum sínum í skatt auk þess að borga í lífeyrissjóð og stéttarfélag. Þessi skattaregla hefur meðal annars hjálpað Dönum að fá til sín erlenda leikmenn í fótboltaliðin. Mikkel Hansen verður mikill liðsstyrkur fyrir Álaborgarliðið en hann hefur þrisvar verið kosinn besti handboltamaður heims og hefur verið besti leikmaðurinn á bæði HM og Ólympíuleikum auk þess að komast fjórum sinnum í úrvalsliðið á EM. Hann hefur unnið níu verðlaun með danska landsliðinu þar af eitt Ólympíugull, tvö HM-gull og eitt EM-gull. Hansen hefur alls skorað 1.243 mörk fyrir danska landsliðið í 239 landsleikjum en þann fyrsta lék hann árið 2007. Hann hefur átta sinnum orðið franskur meistari með PSG og var einnig á sínum tíma þrisvar sinnum danskur meistari. Ferill hans hefur því verið nánast ein stór sigurganga. HM 2023 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Einn besti handboltamaður heims síðasta áratuginn er á leiðinni heim til Danmerkur. Mikkel Hansen hefur samið við Álaborgarliðið og kemur þangað frá Paris Saint-Germain þar sem hann hefur spilað frá árinu 2012. Danskir fjölmiðlar fjalla um það að Álaborgarliðið ætli að aðstoða hann að fá skattafslátt af launum sínum. Það má lesa um það hér. Mikkel mætir því ekki í vinnuna næsta haust fyrr en 21. ágúst eða næstum því tveimur mánuðum síðar en liðsfélagar hans í Aalborg Handball. Ástæðan er að þá verða liðin meira en tíu ár síðan hann yfirgaf Danmörku og gerðist leikmaður franska liðsins Paris Saint-Germain. Skatteordning koster Mikkel Hansen sæsonoptakt i Aalborg https://t.co/jjrgwKPJ2N— HaandboldNyt (@HaandboldNyt) March 12, 2022 Það verða nákvæmlega liðin tíu ár og einn dagur og hann nær því lágmörkum fyrir ákveðin skattaafslátt hjá danska ríkinu fyrir þá sem hafa verið í tíu ár í burtu og eru með að lágmarki sjötíu þúsund danskar krónur í mánaðarlaun. Hansen þarf því bara að borga 27 prósent af launum sínum í skatt auk þess að borga í lífeyrissjóð og stéttarfélag. Þessi skattaregla hefur meðal annars hjálpað Dönum að fá til sín erlenda leikmenn í fótboltaliðin. Mikkel Hansen verður mikill liðsstyrkur fyrir Álaborgarliðið en hann hefur þrisvar verið kosinn besti handboltamaður heims og hefur verið besti leikmaðurinn á bæði HM og Ólympíuleikum auk þess að komast fjórum sinnum í úrvalsliðið á EM. Hann hefur unnið níu verðlaun með danska landsliðinu þar af eitt Ólympíugull, tvö HM-gull og eitt EM-gull. Hansen hefur alls skorað 1.243 mörk fyrir danska landsliðið í 239 landsleikjum en þann fyrsta lék hann árið 2007. Hann hefur átta sinnum orðið franskur meistari með PSG og var einnig á sínum tíma þrisvar sinnum danskur meistari. Ferill hans hefur því verið nánast ein stór sigurganga.
HM 2023 í handbolta Danski handboltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira