Tuchel ætlar ekki að flýja Chelsea-skipið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 10:31 Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, fagnar hér sigurmarki Kai Havertz í gær. Getty/Clive Mason Það er erfitt ástand hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea eftir að eigur eigandans Romans Abramovich voru frystar. Chelsea má ekki selja miða eða vörur og félagið hefur verið að missa auglýsingasamninga. Þá getur félagið ekki endurnýjað samning leikmanna sem eru að renna út í sumar. Það er ljóst að fjárhagsstaðan verður tvísýn í næstu framtíð. Thomas Tuchel on Chelsea s situation pic.twitter.com/iFWwFnGagl— B/R Football (@brfootball) March 13, 2022 Það er hins vegar enginn uppgjafartónn í Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra Chelsea, sem lofaði því í gær að hann ætlaði að klára þetta tímabil. Tuchel hefur stýrt Chelsea til sigurs í báðum leikjunum síðan að allt var sett í lás hjá félaginu. Kai Havertz tryggði Chelsea 1-0 sigur á Newcastle á 88. mínútu á Stamford Bridge í gær. „Það er enginn vafi á því að ég mun klára þetta tímabil. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist dag frá degi því allt getur breyst skyndilega,“ sagði Thomas Tuchel. Einhverjir hafa áhyggjur af því að það gæti verið erfitt fyrir Chelsea að komast til Frakklands til að spila seinni leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjórinn segir að liðið muni komast þangað hvort sem þeir fari með flugi, í lest eða í bíl. "We can go by plane. If not, we go by train. If not, we go by bus. If not, I drive a seven-seater!" Thomas Tuchel is letting nothing stop him from getting to Lille for Chelsea's midweek Champions League fixture... pic.twitter.com/IetZn2GRNT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 13, 2022 Tuchel segir sigurinn á Newcastle gefa félaginu mikið á þessum óvissu tímum. „Þetta eru áhrifamikil úrslit fyrir okkur og það gefur okkur mikið að geta glatt stuðningsmenn okkar á svona stundu,“ sagði Tuchel. „Við vitum vel hvað við höfum það gott. Þetta er stór klúbbur, við erum í sviðsljósinu en við njótum líka forréttinda. Það eru hundruð fólks í félaginu sem njóta þeirra ekki. Þau óttast um framtíðina miklu meira en við,“ sagði Tuchel. „Það er okkar ábyrgð að berjast fyrir þetta fólk, halda höfðinu hátt og gefast ekki upp. Það er eitthvað sem við getum gert og það er það sem þau krefjast af okkur,“ sagði Tuchel. Þessi yfirlýsing stjórans var áberandi á forsíðum ensku blaðanna í morgun. Skjámynd/The Daily Express Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/Metro Sjámynd/The Daily Star Skjámynd/The Guardian Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Sjá meira
Chelsea má ekki selja miða eða vörur og félagið hefur verið að missa auglýsingasamninga. Þá getur félagið ekki endurnýjað samning leikmanna sem eru að renna út í sumar. Það er ljóst að fjárhagsstaðan verður tvísýn í næstu framtíð. Thomas Tuchel on Chelsea s situation pic.twitter.com/iFWwFnGagl— B/R Football (@brfootball) March 13, 2022 Það er hins vegar enginn uppgjafartónn í Thomas Tuchel, knattspyrnustjóra Chelsea, sem lofaði því í gær að hann ætlaði að klára þetta tímabil. Tuchel hefur stýrt Chelsea til sigurs í báðum leikjunum síðan að allt var sett í lás hjá félaginu. Kai Havertz tryggði Chelsea 1-0 sigur á Newcastle á 88. mínútu á Stamford Bridge í gær. „Það er enginn vafi á því að ég mun klára þetta tímabil. Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist dag frá degi því allt getur breyst skyndilega,“ sagði Thomas Tuchel. Einhverjir hafa áhyggjur af því að það gæti verið erfitt fyrir Chelsea að komast til Frakklands til að spila seinni leik sinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en stjórinn segir að liðið muni komast þangað hvort sem þeir fari með flugi, í lest eða í bíl. "We can go by plane. If not, we go by train. If not, we go by bus. If not, I drive a seven-seater!" Thomas Tuchel is letting nothing stop him from getting to Lille for Chelsea's midweek Champions League fixture... pic.twitter.com/IetZn2GRNT— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 13, 2022 Tuchel segir sigurinn á Newcastle gefa félaginu mikið á þessum óvissu tímum. „Þetta eru áhrifamikil úrslit fyrir okkur og það gefur okkur mikið að geta glatt stuðningsmenn okkar á svona stundu,“ sagði Tuchel. „Við vitum vel hvað við höfum það gott. Þetta er stór klúbbur, við erum í sviðsljósinu en við njótum líka forréttinda. Það eru hundruð fólks í félaginu sem njóta þeirra ekki. Þau óttast um framtíðina miklu meira en við,“ sagði Tuchel. „Það er okkar ábyrgð að berjast fyrir þetta fólk, halda höfðinu hátt og gefast ekki upp. Það er eitthvað sem við getum gert og það er það sem þau krefjast af okkur,“ sagði Tuchel. Þessi yfirlýsing stjórans var áberandi á forsíðum ensku blaðanna í morgun. Skjámynd/The Daily Express Skjámynd/The Daily Mail Skjámynd/Metro Sjámynd/The Daily Star Skjámynd/The Guardian
Enski boltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Sjá meira