Sonur Sigga Storms kominn úr öndunarvél Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2022 11:31 Feðgarnir Sigurður Þ. Ragnarsson og Árni Þórður sem hefur mátt stríða við lífshættuleg veikindi. Nú horfir blessunarlega til betri vegar. aðsend Sigurður Þ. Ragnarsson borgarfulltrúi og veðurfréttamaður með meiru segir stefna í kraftaverk en syni hans hefur verið haldið sofandi í tvo og hálfan mánuð vegna alvarlegrar líffærabilunar. Eins og Vísir hefur greint frá hné sonur Sigurðar, Árni Þórður niður vegna líffærabilunar. Sigurður, sem gegnir nafninu Siggi Stormur vegna veðurlýsinga sinna, lýsti því einlæglega hvernig það hefur verið að takast á við svo lífshættuleg veikindi í viðtali við Vísi. Þjóðin hefur fylgst með en ósk Sigga á Facebook um hlýja strauma frá velviljuðu fólki vakti mikla athygli. Fyrir liggur að um lífshættulegan sjúkdóm er að ræða en nú hafa orðið afgerandi breytingar á heilsu Árna Þórðar. „Nú virðist sem kraftaverkið sé að gerast. Hann var vakinn fyrir viku og nú fyrir helgi var hann tekinn úr öndunarvél,“ segir Siggi nú. Hann segir að í þessu felist grundvallarbreytingar. „Hann verður þó áfram á gjörgæslu en það gæti þó breyst í næstu viku. Hann er alveg ótrúlegur eftir tvo og hálfan mánuð í öndunarvél,“ segir Siggi. En Árni Þórður er ekki orðinn þrítugur og nýtur æsku sinnar og hreysti í þessari viðureign; baráttu fyrir eigin lífi. Siggi bætir því við að hann voni að hann og fjölskyldan þurfi ekki að lifa svo hræðilega tíma aftur í bráð sem þessi hefur verið. Landspítalinn Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Árni Þórður enn sofandi í öndunarvél Líðan Árna Þórðar sonar Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, sem betur er þekktur sem veðurfréttamaðurinn Siggi stormur, er óbreytt. En faðir hans og fjölskylda heldur í vonina. 10. janúar 2022 11:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá hné sonur Sigurðar, Árni Þórður niður vegna líffærabilunar. Sigurður, sem gegnir nafninu Siggi Stormur vegna veðurlýsinga sinna, lýsti því einlæglega hvernig það hefur verið að takast á við svo lífshættuleg veikindi í viðtali við Vísi. Þjóðin hefur fylgst með en ósk Sigga á Facebook um hlýja strauma frá velviljuðu fólki vakti mikla athygli. Fyrir liggur að um lífshættulegan sjúkdóm er að ræða en nú hafa orðið afgerandi breytingar á heilsu Árna Þórðar. „Nú virðist sem kraftaverkið sé að gerast. Hann var vakinn fyrir viku og nú fyrir helgi var hann tekinn úr öndunarvél,“ segir Siggi nú. Hann segir að í þessu felist grundvallarbreytingar. „Hann verður þó áfram á gjörgæslu en það gæti þó breyst í næstu viku. Hann er alveg ótrúlegur eftir tvo og hálfan mánuð í öndunarvél,“ segir Siggi. En Árni Þórður er ekki orðinn þrítugur og nýtur æsku sinnar og hreysti í þessari viðureign; baráttu fyrir eigin lífi. Siggi bætir því við að hann voni að hann og fjölskyldan þurfi ekki að lifa svo hræðilega tíma aftur í bráð sem þessi hefur verið.
Landspítalinn Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Árni Þórður enn sofandi í öndunarvél Líðan Árna Þórðar sonar Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, sem betur er þekktur sem veðurfréttamaðurinn Siggi stormur, er óbreytt. En faðir hans og fjölskylda heldur í vonina. 10. janúar 2022 11:05 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Árni Þórður enn sofandi í öndunarvél Líðan Árna Þórðar sonar Sigurðar Þ. Ragnarssonar bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, sem betur er þekktur sem veðurfréttamaðurinn Siggi stormur, er óbreytt. En faðir hans og fjölskylda heldur í vonina. 10. janúar 2022 11:05