Stuðningur Finna við inngöngu í NATO aukist um níu prósent frá innrás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2022 14:42 Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands hefur ekki tjáð sig um afstöðu sína gagnvart inngöngu í NATO eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Getty/Thierry Monasse Meira en sextíu prósent Finna eru hlynnt inngöngu í Atlantshafsbandalagið, NATO, og aðeins sextán prósent þeirra eru mótfallnir því. Stuðningur við innöngu hefur aukist gríðarlega frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Finnska ríkisútvarpið hefur birt niðurstöður könnunar þar sem fram kemur að 62 prósent Finna séu nú hlynnt inngöngu í NATO. Aukningin er gríðarleg frá síðustu könnun ríkisútvarpsins sem gerð var þegar innrásin hófst. Niðurstöður þeirrar könnunar voru birtar 28. febrúar síðastliðinn en þá voru 53 prósent Finna hlynnt inngöngu í bandalagið. 21 prósent þátttakenda í könnuninni sögðust hvorki með né á móti inngöngu. Fram kemur í frétt finnska ríkisútvarpsins að afstaða Finna til inngöngu í NATO hafi breyst mjög hratt. Vísað er þar til svipaðrar könnunar sem finnska dagblaðið Helsingin Sanomat birti í febrúar en þá voru 43 prósent svarenda hlynnt inngöngu. Í könnun ríkisútvarpsins sem gerð var 2017 þar sem spurt var um afstöðu til inngöngu í NATO voru aðeins nítján prósent svarenda hlynnt inngöngu í bandalagið. Fram kemur í fréttinni að 1.378 Finnar hafi tekið þátt í könnuninni, sem fór fram dagana 9. til 11. mars. Þá séu karlmenn hlynntari inngöngu í bandalagið en konur en stuðningurinn hafi aukist bæði meðal kvenna og karla frá síðustu könnun. Þá er stuðningur meiri meðal eldra fólks en yngra. Rússar hóta hernaðaraðgerðum gangi Finnar og Svíar í NATO Í könnuninni var einnig spurt hver afstaða fólks til inngöngu í NATO væri ef Svíþjóð myndi óska eftir inngöngu í NATO. Í því tilviki svöruðu 77 prósent svarenda að þau væru hlynnt inngöngu í bandalagið. Finnland er það land í Evrópu sem á lengstu landamærin að Rússlandi eða rúma 1.300 kílómetra. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst vöruðu rússnesk yfirvöld Finna og Svía við því að gengju þeir í NATO þá myndu þau þurfa að glíma við alvarlegar hernaðarlegar og pólitískar afleiðingar. „Finnland og Svíþjóð ættu ekki að byggja öryggi sitt á því að minnka öryggi annarra ríkja. Innganga þeirra í NATO gæti haft alvarlegar afleiðingar og þeir átt von á hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum,“ sagði Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í yfirlýsingu 25. febrúar. Yfirlýsing hennar var svo ítrekuð af utanríkisráðuneyti Rússlands í tísti sem birtist sama dag. 💬#Zakharova: We regard the Finnish government’s commitment to a military non-alignment policy as an important factor in ensuring security and stability in northern Europe. ☝️Finland’s accession to @NATO would have serious military and political repercussions. pic.twitter.com/eCY5oG23rL— MFA Russia 🇷🇺 (@mfa_russia) February 25, 2022 NATO Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Svíþjóð Hernaður Tengdar fréttir „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47 Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Finnska ríkisútvarpið hefur birt niðurstöður könnunar þar sem fram kemur að 62 prósent Finna séu nú hlynnt inngöngu í NATO. Aukningin er gríðarleg frá síðustu könnun ríkisútvarpsins sem gerð var þegar innrásin hófst. Niðurstöður þeirrar könnunar voru birtar 28. febrúar síðastliðinn en þá voru 53 prósent Finna hlynnt inngöngu í bandalagið. 21 prósent þátttakenda í könnuninni sögðust hvorki með né á móti inngöngu. Fram kemur í frétt finnska ríkisútvarpsins að afstaða Finna til inngöngu í NATO hafi breyst mjög hratt. Vísað er þar til svipaðrar könnunar sem finnska dagblaðið Helsingin Sanomat birti í febrúar en þá voru 43 prósent svarenda hlynnt inngöngu. Í könnun ríkisútvarpsins sem gerð var 2017 þar sem spurt var um afstöðu til inngöngu í NATO voru aðeins nítján prósent svarenda hlynnt inngöngu í bandalagið. Fram kemur í fréttinni að 1.378 Finnar hafi tekið þátt í könnuninni, sem fór fram dagana 9. til 11. mars. Þá séu karlmenn hlynntari inngöngu í bandalagið en konur en stuðningurinn hafi aukist bæði meðal kvenna og karla frá síðustu könnun. Þá er stuðningur meiri meðal eldra fólks en yngra. Rússar hóta hernaðaraðgerðum gangi Finnar og Svíar í NATO Í könnuninni var einnig spurt hver afstaða fólks til inngöngu í NATO væri ef Svíþjóð myndi óska eftir inngöngu í NATO. Í því tilviki svöruðu 77 prósent svarenda að þau væru hlynnt inngöngu í bandalagið. Finnland er það land í Evrópu sem á lengstu landamærin að Rússlandi eða rúma 1.300 kílómetra. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst vöruðu rússnesk yfirvöld Finna og Svía við því að gengju þeir í NATO þá myndu þau þurfa að glíma við alvarlegar hernaðarlegar og pólitískar afleiðingar. „Finnland og Svíþjóð ættu ekki að byggja öryggi sitt á því að minnka öryggi annarra ríkja. Innganga þeirra í NATO gæti haft alvarlegar afleiðingar og þeir átt von á hernaðarlegum og pólitískum afleiðingum,“ sagði Maria Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í yfirlýsingu 25. febrúar. Yfirlýsing hennar var svo ítrekuð af utanríkisráðuneyti Rússlands í tísti sem birtist sama dag. 💬#Zakharova: We regard the Finnish government’s commitment to a military non-alignment policy as an important factor in ensuring security and stability in northern Europe. ☝️Finland’s accession to @NATO would have serious military and political repercussions. pic.twitter.com/eCY5oG23rL— MFA Russia 🇷🇺 (@mfa_russia) February 25, 2022
NATO Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Svíþjóð Hernaður Tengdar fréttir „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47 Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
„Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15
Pútín sagður reiður og líklegur til að stigmagna átökin Vladimír Pútín, leiðtogi Rússlands, er sagður vera reiður og pirraður og Bandaríkjamenn óttast að hann muni stigmagna átökin í Úkraínu vegna slæms gengis innrásar Rússa. Innrásin sem átti að taka nokkra daga hefur nú staðið yfir í tæpar þrjár vikur. 14. mars 2022 11:47
Uggandi yfir nálægð herstöðvarinnar við NATO-ríki Rússar skutu á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu í morgun. Yfir 35 létust og 134 særðust í árás Rússa en herstöðin er aðeins 25 kílómetrum frá landamærum Póllands. 13. mars 2022 18:26