Sauð upp úr á Alþingi: „Ég hef sjaldan séð þingmann jafn æstan“ Viktor Örn Ásgeirsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 14. mars 2022 20:57 Lilja beindi spjótum sínum að Þorgerði Katrínu formanni Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Það sauð upp úr á Alþingi nú síðdegis undir liðnum fundarstjórn forseta. Forsaga málsins er sú að Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptamálaráðherra, hvort hún hygðist hækka veiðigjöld í ljósi þess að þingmeirihluti væri fyrir málinu og það óháð ríkisstjórnarvilja. Lilja svaraði því til að það myndi ekki koma á óvart - þótt ríkisstjórnin myndi koma á óvart - en Sigmari þótti þessi svör helst til of loðin og spurði hæstvirtan ráðherra að nýju. Í svörum sínum beindi hún spjótum sínum að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar þegar hlátrasköll heyrðust í þingsal. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar tók svarinu óstinnt upp og steig í pontu til að gera athugasemd við framgöngu ráðherra. Lilja brást að nýju við þessum orðum Hönnu Katrínar og sagðist fullviss um að andúðin væri í hennar garð en ekki öfugt og rauk út úr þingsal að svarinu loknu. Lilja sagði meðal annars: „Ég held hins vegar að þessi persónulega óvild sé mun fremur hjá þingflokki Viðreisnar í garð ráðherrans. Ég hef bara sjaldan séð háttvirtan þingmann jafnæsta þegar hún kemur hingað í pontu.“ Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata velti því þá upp hvort þingmenn væru á skólaþingi. Í myndbandinu er aðeins stiklað á stóru; samskiptum Lilju og Hönnu Katrínar, en umræðurnar á Alþingi voru töluvert lengri. Hægt er að hlusta á umræðurnar HÉR en þær hefjast þegar 1 klukkutími og 20 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Uppfært 21:22: Upphaflega stóð að Lilja hafi rokið úr þingsal en Hafþór Eide Hafþórsson aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur segir hana ekki hafa rokið af þingfundinum: „Það var ekkert fát eða pat á henni. Hún þurfti ekki að vera þarna, fyrirspurnartíminn var búinn og síðan biðu hennar aðrir fundir í ráðuneytinu við Skúlagötu þá einfaldlega fór hún. Alveg pollróleg.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Lilja svaraði því til að það myndi ekki koma á óvart - þótt ríkisstjórnin myndi koma á óvart - en Sigmari þótti þessi svör helst til of loðin og spurði hæstvirtan ráðherra að nýju. Í svörum sínum beindi hún spjótum sínum að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar þegar hlátrasköll heyrðust í þingsal. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar tók svarinu óstinnt upp og steig í pontu til að gera athugasemd við framgöngu ráðherra. Lilja brást að nýju við þessum orðum Hönnu Katrínar og sagðist fullviss um að andúðin væri í hennar garð en ekki öfugt og rauk út úr þingsal að svarinu loknu. Lilja sagði meðal annars: „Ég held hins vegar að þessi persónulega óvild sé mun fremur hjá þingflokki Viðreisnar í garð ráðherrans. Ég hef bara sjaldan séð háttvirtan þingmann jafnæsta þegar hún kemur hingað í pontu.“ Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata velti því þá upp hvort þingmenn væru á skólaþingi. Í myndbandinu er aðeins stiklað á stóru; samskiptum Lilju og Hönnu Katrínar, en umræðurnar á Alþingi voru töluvert lengri. Hægt er að hlusta á umræðurnar HÉR en þær hefjast þegar 1 klukkutími og 20 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Uppfært 21:22: Upphaflega stóð að Lilja hafi rokið úr þingsal en Hafþór Eide Hafþórsson aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur segir hana ekki hafa rokið af þingfundinum: „Það var ekkert fát eða pat á henni. Hún þurfti ekki að vera þarna, fyrirspurnartíminn var búinn og síðan biðu hennar aðrir fundir í ráðuneytinu við Skúlagötu þá einfaldlega fór hún. Alveg pollróleg.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira