„Ég er ekki hálfviti – við ættum að ganga í Evrópusambandið“ Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2022 12:20 Bubbi Morthens, holdgervingur þjóðarsálarinnar, hefur fram til þessa verið andvígur inngöngu Íslands í ESB. En hann hefur nú breytt um skoðun. Foto: Bubbi Morthens/Egill Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, holdgervingur íslensku þjóðarsálarinnar, er kominn á þá skoðun að réttast sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Afstaða til ESB hefur lengi verið eitt af þeim álitaefnum sem hefur klofið þjóðina. Bubbi segir, í samtali við Vísi, að hans afstaða til þessa hafi verið sú að vera andvígur því að ganga í ESB. En nú telur hann tímabært að ræða það í fullri alvöru hvort ekki sé vert að ganga í ESB, sama hvað andstæðingar aðildar segja. Innrásin í Úkraínu hafi breytt stöðunni yfir nóttu. Veröldin sem var er horfin. Íslendingar séum of berskjaldaðir. „Ég er ekki hálfviti - við ættum að ganga í Evrópusambandið. Þegar ég sé hvað er að gerast á bæjarhlaðinu finnst mér þetta nú vera algjörlega gild umræða og ég er kominn á að við eigum að ganga í Evrópusambandið. ég er kominn þangað og tel það okkur til góðs.“ Bubbi segist afstöðu sína ekki grundvallast á gjaldmiðlinum, Evrunni, þeirri sem ríka fólkið og útgerðin notar en við hin fáum ekki að nota. „Heldur öryggi þjóðanna. Ég tel, eins og staðan er í dag, mjög mikilvægt fyrir land eins og Ísland að taka þessa afstöðu. Við ætlum að ganga í Evrópusambandið á þeim forsendum.“ Bubbi vísar þar til ógnarinnar sem stafar af Pútín. „Og þeir eru fleiri eins og hann. Við erum komin á þennan stað.“ Og Bubbi er ekki einn á báti frekar en fyrri daginn. Nú styðja 47 prósent landsmanna aðild Íslands að Evrópusambandinu, en 33 prósent eru henni andvígir. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og er viðsnúingur frá fyrri mælingum. Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56 Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. 12. mars 2022 17:32 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira
Afstaða til ESB hefur lengi verið eitt af þeim álitaefnum sem hefur klofið þjóðina. Bubbi segir, í samtali við Vísi, að hans afstaða til þessa hafi verið sú að vera andvígur því að ganga í ESB. En nú telur hann tímabært að ræða það í fullri alvöru hvort ekki sé vert að ganga í ESB, sama hvað andstæðingar aðildar segja. Innrásin í Úkraínu hafi breytt stöðunni yfir nóttu. Veröldin sem var er horfin. Íslendingar séum of berskjaldaðir. „Ég er ekki hálfviti - við ættum að ganga í Evrópusambandið. Þegar ég sé hvað er að gerast á bæjarhlaðinu finnst mér þetta nú vera algjörlega gild umræða og ég er kominn á að við eigum að ganga í Evrópusambandið. ég er kominn þangað og tel það okkur til góðs.“ Bubbi segist afstöðu sína ekki grundvallast á gjaldmiðlinum, Evrunni, þeirri sem ríka fólkið og útgerðin notar en við hin fáum ekki að nota. „Heldur öryggi þjóðanna. Ég tel, eins og staðan er í dag, mjög mikilvægt fyrir land eins og Ísland að taka þessa afstöðu. Við ætlum að ganga í Evrópusambandið á þeim forsendum.“ Bubbi vísar þar til ógnarinnar sem stafar af Pútín. „Og þeir eru fleiri eins og hann. Við erum komin á þennan stað.“ Og Bubbi er ekki einn á báti frekar en fyrri daginn. Nú styðja 47 prósent landsmanna aðild Íslands að Evrópusambandinu, en 33 prósent eru henni andvígir. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og er viðsnúingur frá fyrri mælingum.
Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56 Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. 12. mars 2022 17:32 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Sjá meira
Sakar Loga um ódýra hræðslupólitík Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður íslandsdeildar NATO-þingsins sakar formann Samfylkingarinnar um ódýra hræðslupólitík, en hann sagði í dag að tilefni væri til að setja umsókn um aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. 12. mars 2022 15:56
Segir fjarri lagi að brýnt sé að sækja um aðild að ESB Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir með miklum ólíkindum að því skuli haldið fram að brýnt sé að sækja um aðild að ESB. Hann fagnar aukinni umræðu um Evrópusambandið en segir að Sjálfstæðsiflokkurinn verði ávallt á móti inngöngu í þeirri umræðu. 12. mars 2022 17:32