Viðskipti erlent

Streymis­veiturnar HBO Max og Discovery+ sam­einast

Atli Ísleifsson skrifar
Áskrifendur að HBO Max voru í lok síðasta árs 73,8 milljónir á heimsvísu.
Áskrifendur að HBO Max voru í lok síðasta árs 73,8 milljónir á heimsvísu. Getty

Til stendur að sameina streymisveiturnar HBO Max og Discovery+ í eina.

Wall Street Journal segir frá þessu og hefur eftir fjármálastjóra Discovery, en sameiningu veitanna má rekja til sameiningar sjónvarpsrisanna Discovery Inc. og Warner Media, sem er í eigu AT&T.

Gunnar Wiedenfels, fjármálastjóri Discovery, sagði í gær að aðgangur að streymisveitunum tveimur yrði seldur saman strax í næsta mánuði og þegar fram í sækir yrði svo stefnt að því að hafa sameina veiturnar í eina.

Áskrifendur að HBO Max voru í lok síðasta árs 73,8 milljónir á heimsvísu. Þá voru viðskiptavinir Discovery+ 22 milljónir.

Greint var frá samninginu WarnerMedia og Discovery í maí á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×