Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Snorri Másson skrifar 15. mars 2022 23:01 Svens var stofnað árið 2020 og verslanirnar eru þegar orðnar níu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. Í Söngvakeppni Sjónvarpsins mátti sjá auglýsingar frá nikótínvöruversluninni Svens, þar sem ekkert var þó minnst á nikótínvörur. Bara vörumerki verslunarinnar sjálfrar. Enda þótt nýtt frumvarp gangi í gegn, verða slíkar almennar auglýsingar áfram leyfilegar. Nýverið var greint frá efni frumvarpsins, sem ætlað er að draga úr notkun ungmenna á nikótínvörum. Ávaxta- og nammibragð verður bannað. Það eru Ungir sjálfstæðismenn óánægðir með og hafa gefið til kynna bragðleysi flokksins sem knýr nú á um bragðleysi púðanna, Framsóknarflokksins. Í kvöld mælir heilbrigðisráðherra fyrir því að banna níkótínpúða með bragðefnum. Það er ekki hlutverk ríkisins að stýra neysluhegðun frjálsra einstaklinga. Alveg eins og ríkið bannar þér ekki að borða 30 Snickers stykki á dag, þó að það teljist óskynsamlegt. pic.twitter.com/dCwnw6Ygu1— Ungir sjálfstæðism. (@ungirxd) March 14, 2022 Um leið á að banna auglýsingar nikótínvara. „Þetta er skrýtið. Svona eru reglurnar, virðist vera, það má auglýsa útsölustaðinn og vörumerkið, en ekki vöruna sjálfa,“ segir Guðmundur H. Pálsson, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, í samtali við fréttastofu. Auglýsendur telja bann við auglýsingum vörunnar ekki koma í veg fyrir að hún komi neytendum fyrir sjónir, enda flæðir allt í auglýsingum frá framleiðendum nikótínpúða á samfélagsmiðlum og í erlendum miðlum. Svens var stofnað árið 2020 og verslanirnar eru þegar orðnar níu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir „Þá geta þeir auglýst sínar vörur með ýmsum leiðum en íslenskir fjölmiðlar geta ekki birt þessar vörur í sínum miðlum - og þar af leiðandi hallar kannski bara á íslenska fjölmiðla,“ segir Guðmundur. Ef frumvarpið er mikið högg fyrir Svens ætti fyrirtækið að eiga sjóði til að ráða við það - vöxturinn hefur verið ævintýralegur á tveimur árum og það sér ekki fyrir endann á honum. 32% Íslendinga átján ára og eldri nota nikótínvörur án tóbaks. Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Nikótínpúðar Tengdar fréttir Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í Söngvakeppni Sjónvarpsins mátti sjá auglýsingar frá nikótínvöruversluninni Svens, þar sem ekkert var þó minnst á nikótínvörur. Bara vörumerki verslunarinnar sjálfrar. Enda þótt nýtt frumvarp gangi í gegn, verða slíkar almennar auglýsingar áfram leyfilegar. Nýverið var greint frá efni frumvarpsins, sem ætlað er að draga úr notkun ungmenna á nikótínvörum. Ávaxta- og nammibragð verður bannað. Það eru Ungir sjálfstæðismenn óánægðir með og hafa gefið til kynna bragðleysi flokksins sem knýr nú á um bragðleysi púðanna, Framsóknarflokksins. Í kvöld mælir heilbrigðisráðherra fyrir því að banna níkótínpúða með bragðefnum. Það er ekki hlutverk ríkisins að stýra neysluhegðun frjálsra einstaklinga. Alveg eins og ríkið bannar þér ekki að borða 30 Snickers stykki á dag, þó að það teljist óskynsamlegt. pic.twitter.com/dCwnw6Ygu1— Ungir sjálfstæðism. (@ungirxd) March 14, 2022 Um leið á að banna auglýsingar nikótínvara. „Þetta er skrýtið. Svona eru reglurnar, virðist vera, það má auglýsa útsölustaðinn og vörumerkið, en ekki vöruna sjálfa,“ segir Guðmundur H. Pálsson, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, í samtali við fréttastofu. Auglýsendur telja bann við auglýsingum vörunnar ekki koma í veg fyrir að hún komi neytendum fyrir sjónir, enda flæðir allt í auglýsingum frá framleiðendum nikótínpúða á samfélagsmiðlum og í erlendum miðlum. Svens var stofnað árið 2020 og verslanirnar eru þegar orðnar níu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir „Þá geta þeir auglýst sínar vörur með ýmsum leiðum en íslenskir fjölmiðlar geta ekki birt þessar vörur í sínum miðlum - og þar af leiðandi hallar kannski bara á íslenska fjölmiðla,“ segir Guðmundur. Ef frumvarpið er mikið högg fyrir Svens ætti fyrirtækið að eiga sjóði til að ráða við það - vöxturinn hefur verið ævintýralegur á tveimur árum og það sér ekki fyrir endann á honum. 32% Íslendinga átján ára og eldri nota nikótínvörur án tóbaks.
Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Nikótínpúðar Tengdar fréttir Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18
Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01