Áminntur fyrir að kalla þingmenn Samfylkingarinnar krónprinsessu og jóker Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2022 15:49 Friðjón Friðjónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Foto: Frosti Kr. Logason/Frosti Kr. Logason Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, áminnti Friðjón R. Friðjónsson, varaþingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir að kalla tvo þingmenn Samfylkingarinnar krónprinsessu og jóker í spilastokk Samfylkingarinnar. Friðjón, sem einnig er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í haust, kvaddi sér hljóðs í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu og umræðu þingmanna Samfylkingarinnar um þau mál. Gagnrýndi Friðjón húsnæðisstefnu meirihlutans í Reykjavíkurborg, þar sem Samfylkingin hefur haft forystu undanfarin ár. Þakkaði hann Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir að hafa hafið umræðu um þessi mál. „Við kunnum hæstvirtum þingmönnum Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni, krónprinsessunni og jókernum í spilastokki Samfylkingarinnar, þakkir fyrir að draga athygli þingsins að hnignandi stöðu höfuðborgarinnar. Það mun nýtast í samtalinu um framtíð Reykjavíkur sem fram fer á næstu vikum, sagði Friðjón. Andrés bað Birgi um að kenna Friðjóni Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, greip orðið að lokinni ræðu Friðjóns og áminnti hann um að gæta orða sinna. „Forseti áminnir þingmenn að gæta orða sinna þegar vikið er að öðrum hæstvirtum þingmönnum,“ sagði Birgir. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvað sér síðar hljóðs og gagnrýndi Friðjón fyrir að uppnefna aðra þingmenn og benti forseta Alþingis á að Kristrún og Jóhann gætu ekki svarað fyrir sig. „Það sem forseti hefði hins vegar líka þurft að gera er að kenna hinum nýja varaþingmanni þá sjálfsögðu kurteisisvenju að eiga ekki orðastað við fjarstadda þingmenn sem ekki geta bætt sér á mælendaskrá eins og raunin er í störfum þingsins. Þar eigum við siði og venjur og það er eitthvað sem ég vona að hæstvirtur forseti geri þingmanninum ljóst.“ Sagði Birgir þá að mælst væri til þess að þingmenn kalli ekki eftir svörum eða víki ekki að einstökum þingmönnum í störfum þingsins þegar þingmenn eigi ekki kost á því að bæta sér á mælendaskrá. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Kristrún og Jóhann svöruðu fyrir sig Nokkru síðar kvað Kristrún sér til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta og setti hún ræðu Friðjóns í samhengi við það að hann væri í framboði í borgarstjórnarkosningunum. „Ég veit ekki hvort viðkomandi þingmaður ætli sér að halda áfram ákveðnum samskiptamáta sem hefur kannski átt sér stað í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins en þannig eigum við ekki samskipti hér á þingi. Við reynum að vera málefnaleg. Við getum auðvitað tekist á um einstaka hluti,“ sagði Kristrún. Það sama gerði Jóhann Páll. Jóhann Páll Jóhannsson.Vísir/Vilhelm „Ég vil bjóða hæstvirtan þingmann. Friðjón R. Friðjónsson, velkominn hér til starfa. Svolítið krúttlegt, að fylgjast með þessum kosningaskjálfta sem er hlaupinn í Sjálfstæðisflokkinn. Það er bara gott og blessað og ég vil bara bjóða honum líka að eiga hér orðastað við okkur undir lið þar sem við getum svarað fyrir okkur og átt samskipti, gangi honum bara vel í sínu.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Friðjón, sem einnig er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í haust, kvaddi sér hljóðs í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu og umræðu þingmanna Samfylkingarinnar um þau mál. Gagnrýndi Friðjón húsnæðisstefnu meirihlutans í Reykjavíkurborg, þar sem Samfylkingin hefur haft forystu undanfarin ár. Þakkaði hann Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir að hafa hafið umræðu um þessi mál. „Við kunnum hæstvirtum þingmönnum Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni, krónprinsessunni og jókernum í spilastokki Samfylkingarinnar, þakkir fyrir að draga athygli þingsins að hnignandi stöðu höfuðborgarinnar. Það mun nýtast í samtalinu um framtíð Reykjavíkur sem fram fer á næstu vikum, sagði Friðjón. Andrés bað Birgi um að kenna Friðjóni Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, greip orðið að lokinni ræðu Friðjóns og áminnti hann um að gæta orða sinna. „Forseti áminnir þingmenn að gæta orða sinna þegar vikið er að öðrum hæstvirtum þingmönnum,“ sagði Birgir. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvað sér síðar hljóðs og gagnrýndi Friðjón fyrir að uppnefna aðra þingmenn og benti forseta Alþingis á að Kristrún og Jóhann gætu ekki svarað fyrir sig. „Það sem forseti hefði hins vegar líka þurft að gera er að kenna hinum nýja varaþingmanni þá sjálfsögðu kurteisisvenju að eiga ekki orðastað við fjarstadda þingmenn sem ekki geta bætt sér á mælendaskrá eins og raunin er í störfum þingsins. Þar eigum við siði og venjur og það er eitthvað sem ég vona að hæstvirtur forseti geri þingmanninum ljóst.“ Sagði Birgir þá að mælst væri til þess að þingmenn kalli ekki eftir svörum eða víki ekki að einstökum þingmönnum í störfum þingsins þegar þingmenn eigi ekki kost á því að bæta sér á mælendaskrá. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Kristrún og Jóhann svöruðu fyrir sig Nokkru síðar kvað Kristrún sér til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta og setti hún ræðu Friðjóns í samhengi við það að hann væri í framboði í borgarstjórnarkosningunum. „Ég veit ekki hvort viðkomandi þingmaður ætli sér að halda áfram ákveðnum samskiptamáta sem hefur kannski átt sér stað í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins en þannig eigum við ekki samskipti hér á þingi. Við reynum að vera málefnaleg. Við getum auðvitað tekist á um einstaka hluti,“ sagði Kristrún. Það sama gerði Jóhann Páll. Jóhann Páll Jóhannsson.Vísir/Vilhelm „Ég vil bjóða hæstvirtan þingmann. Friðjón R. Friðjónsson, velkominn hér til starfa. Svolítið krúttlegt, að fylgjast með þessum kosningaskjálfta sem er hlaupinn í Sjálfstæðisflokkinn. Það er bara gott og blessað og ég vil bara bjóða honum líka að eiga hér orðastað við okkur undir lið þar sem við getum svarað fyrir okkur og átt samskipti, gangi honum bara vel í sínu.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira