Viðskipti innlent

Vísi­tala í­búða­verðs hækkað um 22,5 prósent síðast­liðið ár

Eiður Þór Árnason skrifar
Íbúðaverð heldur áfram að hækka.
Íbúðaverð heldur áfram að hækka. Vísir/Vilhelm

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 844,0 stig í febrúar og hækkar um 2,5% á milli mánaða. Þetta er meiri hækkun en í janúar og desember þegar vísitalan hækkaði um 1,7% og 1,8% frá fyrri mánuði. 

Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan nú hækkað um 6,1% og um 9,6% síðastliðna sex mánuði. Hún hefur hækkað um 22,5% síðastliðið ár.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum Þjóðskrár Íslands en vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Birtingu vísitölunnar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma.

Þróun vísitölunnar síðustu fimm ár.Þjóðskrá

Að sögn Þjóðskrár er íbúðarhúsnæði skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Reiknað er meðalfermetraverð fyrir níu flokka íbúðarhúsnæðis og er niðurstaðan vegin með hlutdeild viðkomandi flokks í heildarverðmæti á markaði miðað við undangengna 24 mánuði.


Tengdar fréttir

Kalla eftir róttækum breytingum til að hraða uppbyggingu íbúða

Ef ætlunin er að byggja meira en 3.500 íbúðir á ári til þess að svala árlegri íbúðaþörf þarf grundvallarbreytingu í meðferð skipulagsmála og mikla einföldun á regluverki. Skipulagsferlar, eins og þeir eru í dag, koma í veg fyrir að byggðar verði nægilega margar íbúðir á næstu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×