Allra síðasti séns í dag að fá EM-miða í stuðningsmannahólf íslenska liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 09:30 Berglind Björg Þorvaldóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagna marki gegn Tékklandi í október Vísir/Hulda Margrét Miðar á EM-leiki íslensku stelpnanna á móti gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester hafa selst fljótt upp en í dag er síðasti möguleikinn á að ná sér í svokallaða DOTTIR miða á EM 2022. Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni á sitt fjórða Evrópumót í röð og það er mikill áhugi á ungu og spennandi íslensku liði í sumar. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því að síðustu miðarnir í stuðningsmannahólf íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi fari í sölu klukkan tíu í dag. Miðasala í stuðningsmannahólf þátttökuliðanna hófst síðastliðið haust í glugga sem stóð frá lokum október og inn í miðjan nóvember. Þar fengu stuðningsmenn Íslands tækifæri til að kaupa svokallaða DOTTIR-miða - í stuðningsmannahólf íslenska liðsins. DOTTIR miðar á fyrstu tvo leikina - gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester - seldust fljótt upp. Í nóvember var síðan hundrað DOTTIR-miðum á leikina bætt í sölu, og aftur seldust þeir hratt upp. UEFA hefur nú útvegað fleiri DOTTIR-miða í sölu til stuðningsmanna Íslands en þetta eru miðar sem losna af ýmsum ástæðum í lokaundirbúningi og skipulagi mótsins. Um er að ræða 200-300 DOTTIR-miða á hvern og einn af leikjunum þremur í riðlakeppninni, og getur hver kaupandi keypt allt að tíu miða á hvern leik. Sala á þessum DOTTIR-miðum opnar á miðasöluvef UEFA í dag klukkan 10.00 og lokar föstudaginn 18. mars klukkan 10.00. Lokagluggi almennrar miðasölu opnar síðan á miðasöluvef UEFA 28. mars og rétt er að geta þess að enn eru almennir miðar lausir á síðasta leik íslenska liðsins í riðlinum, gegn Frakklandi í Rotherham. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Hér að neðan má sjá leiðbeiningar um hvernig DOTTIR miðar eru keyptir. Fyrsta skrefið er að búa til notandaaðgang að miðasöluvef UEFA - fylgið síðan leiðbeiningunum hér að neðan. Kaupa DOTTIR miða á leiki Íslands á EM 2022 (opnar 16. mars kl. 10:00) Leið 1: Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Leið 2 (ef þú lendir í vandræðum með leið 1): Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Smellið á notandanafnið ykkar efst hægra megin á síðunni (ekki slá inn kóða á þessari síðu, heldur á þeirri næstu). Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Öll miðasala á keppnina fer í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum. Vinsamlegast athugið að KSÍ hefur enga leið til að aðstoða við miðakaupin. - Miðasöluvefur UEFA: www.uefa.com/womenseuro/ticketing/#/) Algengar spurningar og svör: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us) Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us/requests/new) EM 2022 í Englandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni á sitt fjórða Evrópumót í röð og það er mikill áhugi á ungu og spennandi íslensku liði í sumar. Knattspyrnusamband Íslands segir frá því að síðustu miðarnir í stuðningsmannahólf íslenska kvennalandsliðsins á EM í Englandi fari í sölu klukkan tíu í dag. Miðasala í stuðningsmannahólf þátttökuliðanna hófst síðastliðið haust í glugga sem stóð frá lokum október og inn í miðjan nóvember. Þar fengu stuðningsmenn Íslands tækifæri til að kaupa svokallaða DOTTIR-miða - í stuðningsmannahólf íslenska liðsins. DOTTIR miðar á fyrstu tvo leikina - gegn Belgíu og Ítalíu í Manchester - seldust fljótt upp. Í nóvember var síðan hundrað DOTTIR-miðum á leikina bætt í sölu, og aftur seldust þeir hratt upp. UEFA hefur nú útvegað fleiri DOTTIR-miða í sölu til stuðningsmanna Íslands en þetta eru miðar sem losna af ýmsum ástæðum í lokaundirbúningi og skipulagi mótsins. Um er að ræða 200-300 DOTTIR-miða á hvern og einn af leikjunum þremur í riðlakeppninni, og getur hver kaupandi keypt allt að tíu miða á hvern leik. Sala á þessum DOTTIR-miðum opnar á miðasöluvef UEFA í dag klukkan 10.00 og lokar föstudaginn 18. mars klukkan 10.00. Lokagluggi almennrar miðasölu opnar síðan á miðasöluvef UEFA 28. mars og rétt er að geta þess að enn eru almennir miðar lausir á síðasta leik íslenska liðsins í riðlinum, gegn Frakklandi í Rotherham. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Hér að neðan má sjá leiðbeiningar um hvernig DOTTIR miðar eru keyptir. Fyrsta skrefið er að búa til notandaaðgang að miðasöluvef UEFA - fylgið síðan leiðbeiningunum hér að neðan. Kaupa DOTTIR miða á leiki Íslands á EM 2022 (opnar 16. mars kl. 10:00) Leið 1: Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Leið 2 (ef þú lendir í vandræðum með leið 1): Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Smellið á notandanafnið ykkar efst hægra megin á síðunni (ekki slá inn kóða á þessari síðu, heldur á þeirri næstu). Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Öll miðasala á keppnina fer í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum. Vinsamlegast athugið að KSÍ hefur enga leið til að aðstoða við miðakaupin. - Miðasöluvefur UEFA: www.uefa.com/womenseuro/ticketing/#/) Algengar spurningar og svör: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us) Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us/requests/new)
Kaupa DOTTIR miða á leiki Íslands á EM 2022 (opnar 16. mars kl. 10:00) Leið 1: Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Leið 2 (ef þú lendir í vandræðum með leið 1): Smellið á þennan hlekk til að hefja ferlið og innskrá. Næsta síða: Smellið á notandanafnið ykkar efst hægra megin á síðunni (ekki slá inn kóða á þessari síðu, heldur á þeirri næstu). Næsta síða: Sláið inn kóðann DOTTIR í svæðið "Access code" niðri hægra megin á síðunni (birtist ekki fyrr en kl. 10:00 þann 16. mars). Næsta síða: Á þessari síðu kaupið þið DOTTIR miða á leikinn. - Öll miðasala á keppnina fer í gegnum UEFA og á vef UEFA er að finna svör við algengum spurningum. Vinsamlegast athugið að KSÍ hefur enga leið til að aðstoða við miðakaupin. - Miðasöluvefur UEFA: www.uefa.com/womenseuro/ticketing/#/) Algengar spurningar og svör: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us) Fyrirspurnir til UEFA um miðasöluna: https://support.tickets-weuro.uefa.com/hc/en-us/requests/new)
EM 2022 í Englandi Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira