Sjálfstæðisflokkurinn og ESB Jón Frímann Jónsson skrifar 16. mars 2022 08:30 Sjálfstæðisflokkurinn og fleiri stjórnmálaflokkar skilja ekki breytta stöðu í Evrópumálum og nauðsynlega aðild Íslands að Evrópusambandinu í kjölfarið Það að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri Græn (VG) skilji ekki breytta stöðu í heiminum kemur mér lítið á óvart. Þetta fólk horfir svo til eingöngu inná við og talar eingöngu inn á við í sínum stjórnmálum. Afleiðingarnar af því fyrir almenning á Íslandi hafa verið neikvæðar og munu alltaf verið neikvæðar. Innrás Rússlands í Úkraínu hefur breytt öllu í Evrópu. Stjórnmálunum þá sérstaklega en einnig efnahagslega landslaginu og ef Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu með evruna sem gjaldmiðil þá verða tímarnir á Íslandi mjög slæmir. Hvorki EFTA aðild Íslands eða EES aðild Íslands duga ekki lengur og voru viðskiptasambönd fyrir tíma sem er ekki lengur til. Þau ríki sem verða fyrir utan Evrópusambandið munu borga fyrir það í verri lífsgæðum, minni viðskiptum og minni efnahag. Ólögleg innrás Rússlands í Úkraínu hefur breytt stöðu mála í Evrópu og Evrópusambandinu til frambúðar. Það sést ekki núna og það er óljóst hvaða breytingar munu verða en það munu verða breytingar á stöðu Evrópusambandsins og það er nauðsynlegt fyrir Ísland að taka þátt í þeirri stefnumótun innan Evrópusambandsins og tryggja efnahag Íslands með aðild að evrunni og fullan aðgang að lagasetningar ferli Evrópusambandsins. Stjórnmálaflokkarnir sem eru núna við völd á Íslandi hafa engan skilning á utanríkismálum og þannig hefur þetta verið til lengri tíma. Sjálfstæðisflokkurinn hefur helst eytt orku í að halla sér að Bandaríkjunum og þá valið að fara í mesta öfga-hægrið sem þar er að finna í Republican flokknum í Bandaríkjunum. Þetta eru og hafa verið mistök og tímasóun fyrir íslensku þjóðina að Sjálfstæðisflokkurinn fór þessa leið, enda hefur íslenskur almenningur lítið borð úr þessu daðri Sjálfstæðisflokksins. Það er helst að ríkasta 0,5% af íslensku þjóðinni hafi haft eitthvað upp úr þessu Bandaríkja daðri Sjálfstæðisflokksins. Í Evrópu hefur Sjálfstæðisflokkurinn hallað sér að stjórnmálaflokkum þar sem alræðis og einræðismenn eins og Viktor Orban (Ungverjaland) og Erdogan (Tyrkland) hafa náð völdum, þar sem mannréttindi eru að engu höfð. Það má einnig ekki gleyma að í þessum hópi óþokka er einnig að finna Valdimir Putin, sem hefur fjárhagslega stutt við uppgang hægri-öfgaflokka í Evrópu á undanförnum áratugum með leyndum hætti. Þessu hafa rannsóknarblaðamenn á meginlandinu í hinum ýmsu ríkjum verið að fletta ofan af, oft með miklum kostnaði af þeirra hálfu og einhverjir hafa verið myrtir í kjölfarið. Máltakið er að það er hægt að segja mikið um fólk eftir því hvaða vini það velur sér. Það að mínu áliti nær einnig til stjórnmálaflokka (um alla Evrópu). Helstu menn í Sjálfstæðisflokknum eru oft með stórar og ósannar yfirlýsingar um Evrópusambandið á Íslandi. Umræðan frá Sjálfstæðisflokknum undanfarna daga er engin undantekning. Þar þakkar hann efnhagsbatanum fyrir að hafa staðið fyrir utan Evrópusambandið en nefnir ekki að umræddur efnahagsbati byggir aðeins og á því að Ísland fékk til sín mjög marga ferðamenn sem eyddu talsverður magni af peningum á Íslandi. Það kom greinilega í ljós í covid efnahagskreppunni hversu grunnur og lélegur þessi efnahagsbati sem Sjálfstæðisflokkurinn montar sig af er í raun. Það þarf ekkert til þess að velta þessum efnahagsbata niður í ekki neitt og koma af stað nýrri efnahagskreppu á Íslandi. Efnahagur Íslands verður aldrei traustur ef hann byggir bara á íslensku krónunni og einni til tveimur atvinnugreinum, það verða aldrei nógu margar atvinnugreinar á Íslandi til þess að standa undir stöðugum efnahag, ástæðan er skortur á fólki, það er einfaldlega ekki nógu mikið af fólki til þess að ná stöðugum efnahag á Íslandi og efnahagur byggður bara á fiskveiðum og landbúnaði verður aldrei stöðugur eða góður. Íslenska krónan er sérstaklega mikið vandamál og það styttist óðum í þann tíma að taka þarf aftur tvö til þrjú núll af íslensku krónunni til þess að rétta af stöðuna á ný eftir alla þá rýrnun sem íslenska krónan hefur orðið fyrir síðan síðast þegar tvö núll voru tekin af íslensku krónunni (1981). Það er hinsvegar umræða sem er nú þegar búið að taka og því mun ég ekki eyða frekari orðum um það. Ísland mundi fá jafn marga þingmenn á Evrópuþinginu og Malta, Luxemburg og Kýpur. Það eru sex Evrópuþingmenn sem yrðu kosnir af almenningi á Íslandi í beinni kosningu. Sjálfstæðisflokkurinn er með mikinn hræðsluáróður varðandi sameiginlegu fiskveiðistefnu Evrópusambandsins varðandi Ísland. Þetta er tómt kjaftæði, þar sem Ísland semur nú þegar við aðrar þjóðir um nýtingu á sameiginlegum fiskveiðistofnum og það breytir engu hvort að það er samið um veiðina innan Evrópusambandsins og utan þess. Það sem mundi helst breytast er að ekki væri lengur hægt að banna útlendingum að eiga aðeins 49% í íslenskum fiskveiðifyrirtækjum. Íslensk fiskveiðifyrirtæki hafa unnið með fyrirtækjum og eiga fyrirtæki innan Evrópusambandsins í marga áratugi og ekkert þar kemur þeim þar á óvart. Það yrði því lítil breyting hjá þeim við inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bretland er einnig ekki lengur í Evrópusambandinu og hefur því engar kröfur á þeim grundvelli gagnvart Íslandi. Utan Evrópusambandsins er Ísland áhrifalaust smáríki með lélegan ef ekki ónýtan efnahag sem verður í miklum verðbólgu og í vandræðum með gjaldeyri og efnahaginn til lengri tíma. Það tímabil sem var í efnahag Íslands er lokið og það kemur ekki aftur. Hvað gerist er ekki alveg ljóst en það er ljóst hverjum þeim sem skoðar málin örlítið að efnahagur Íslands er ekki í góðum málum vegna breyttrar heimsmyndar og afneitunar sumra íslenskra stjórnmálamanna á breyttum heimi og öllu sem fylgir. Þegar stjórnmálamenn eru í afneitun um breytta heimsmynd, þá er það almenningur sem fær reikninginn í formi hærri verðbólgu, vaxta og verðlags. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og fleiri stjórnmálaflokkar skilja ekki breytta stöðu í Evrópumálum og nauðsynlega aðild Íslands að Evrópusambandinu í kjölfarið Það að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri Græn (VG) skilji ekki breytta stöðu í heiminum kemur mér lítið á óvart. Þetta fólk horfir svo til eingöngu inná við og talar eingöngu inn á við í sínum stjórnmálum. Afleiðingarnar af því fyrir almenning á Íslandi hafa verið neikvæðar og munu alltaf verið neikvæðar. Innrás Rússlands í Úkraínu hefur breytt öllu í Evrópu. Stjórnmálunum þá sérstaklega en einnig efnahagslega landslaginu og ef Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu með evruna sem gjaldmiðil þá verða tímarnir á Íslandi mjög slæmir. Hvorki EFTA aðild Íslands eða EES aðild Íslands duga ekki lengur og voru viðskiptasambönd fyrir tíma sem er ekki lengur til. Þau ríki sem verða fyrir utan Evrópusambandið munu borga fyrir það í verri lífsgæðum, minni viðskiptum og minni efnahag. Ólögleg innrás Rússlands í Úkraínu hefur breytt stöðu mála í Evrópu og Evrópusambandinu til frambúðar. Það sést ekki núna og það er óljóst hvaða breytingar munu verða en það munu verða breytingar á stöðu Evrópusambandsins og það er nauðsynlegt fyrir Ísland að taka þátt í þeirri stefnumótun innan Evrópusambandsins og tryggja efnahag Íslands með aðild að evrunni og fullan aðgang að lagasetningar ferli Evrópusambandsins. Stjórnmálaflokkarnir sem eru núna við völd á Íslandi hafa engan skilning á utanríkismálum og þannig hefur þetta verið til lengri tíma. Sjálfstæðisflokkurinn hefur helst eytt orku í að halla sér að Bandaríkjunum og þá valið að fara í mesta öfga-hægrið sem þar er að finna í Republican flokknum í Bandaríkjunum. Þetta eru og hafa verið mistök og tímasóun fyrir íslensku þjóðina að Sjálfstæðisflokkurinn fór þessa leið, enda hefur íslenskur almenningur lítið borð úr þessu daðri Sjálfstæðisflokksins. Það er helst að ríkasta 0,5% af íslensku þjóðinni hafi haft eitthvað upp úr þessu Bandaríkja daðri Sjálfstæðisflokksins. Í Evrópu hefur Sjálfstæðisflokkurinn hallað sér að stjórnmálaflokkum þar sem alræðis og einræðismenn eins og Viktor Orban (Ungverjaland) og Erdogan (Tyrkland) hafa náð völdum, þar sem mannréttindi eru að engu höfð. Það má einnig ekki gleyma að í þessum hópi óþokka er einnig að finna Valdimir Putin, sem hefur fjárhagslega stutt við uppgang hægri-öfgaflokka í Evrópu á undanförnum áratugum með leyndum hætti. Þessu hafa rannsóknarblaðamenn á meginlandinu í hinum ýmsu ríkjum verið að fletta ofan af, oft með miklum kostnaði af þeirra hálfu og einhverjir hafa verið myrtir í kjölfarið. Máltakið er að það er hægt að segja mikið um fólk eftir því hvaða vini það velur sér. Það að mínu áliti nær einnig til stjórnmálaflokka (um alla Evrópu). Helstu menn í Sjálfstæðisflokknum eru oft með stórar og ósannar yfirlýsingar um Evrópusambandið á Íslandi. Umræðan frá Sjálfstæðisflokknum undanfarna daga er engin undantekning. Þar þakkar hann efnhagsbatanum fyrir að hafa staðið fyrir utan Evrópusambandið en nefnir ekki að umræddur efnahagsbati byggir aðeins og á því að Ísland fékk til sín mjög marga ferðamenn sem eyddu talsverður magni af peningum á Íslandi. Það kom greinilega í ljós í covid efnahagskreppunni hversu grunnur og lélegur þessi efnahagsbati sem Sjálfstæðisflokkurinn montar sig af er í raun. Það þarf ekkert til þess að velta þessum efnahagsbata niður í ekki neitt og koma af stað nýrri efnahagskreppu á Íslandi. Efnahagur Íslands verður aldrei traustur ef hann byggir bara á íslensku krónunni og einni til tveimur atvinnugreinum, það verða aldrei nógu margar atvinnugreinar á Íslandi til þess að standa undir stöðugum efnahag, ástæðan er skortur á fólki, það er einfaldlega ekki nógu mikið af fólki til þess að ná stöðugum efnahag á Íslandi og efnahagur byggður bara á fiskveiðum og landbúnaði verður aldrei stöðugur eða góður. Íslenska krónan er sérstaklega mikið vandamál og það styttist óðum í þann tíma að taka þarf aftur tvö til þrjú núll af íslensku krónunni til þess að rétta af stöðuna á ný eftir alla þá rýrnun sem íslenska krónan hefur orðið fyrir síðan síðast þegar tvö núll voru tekin af íslensku krónunni (1981). Það er hinsvegar umræða sem er nú þegar búið að taka og því mun ég ekki eyða frekari orðum um það. Ísland mundi fá jafn marga þingmenn á Evrópuþinginu og Malta, Luxemburg og Kýpur. Það eru sex Evrópuþingmenn sem yrðu kosnir af almenningi á Íslandi í beinni kosningu. Sjálfstæðisflokkurinn er með mikinn hræðsluáróður varðandi sameiginlegu fiskveiðistefnu Evrópusambandsins varðandi Ísland. Þetta er tómt kjaftæði, þar sem Ísland semur nú þegar við aðrar þjóðir um nýtingu á sameiginlegum fiskveiðistofnum og það breytir engu hvort að það er samið um veiðina innan Evrópusambandsins og utan þess. Það sem mundi helst breytast er að ekki væri lengur hægt að banna útlendingum að eiga aðeins 49% í íslenskum fiskveiðifyrirtækjum. Íslensk fiskveiðifyrirtæki hafa unnið með fyrirtækjum og eiga fyrirtæki innan Evrópusambandsins í marga áratugi og ekkert þar kemur þeim þar á óvart. Það yrði því lítil breyting hjá þeim við inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bretland er einnig ekki lengur í Evrópusambandinu og hefur því engar kröfur á þeim grundvelli gagnvart Íslandi. Utan Evrópusambandsins er Ísland áhrifalaust smáríki með lélegan ef ekki ónýtan efnahag sem verður í miklum verðbólgu og í vandræðum með gjaldeyri og efnahaginn til lengri tíma. Það tímabil sem var í efnahag Íslands er lokið og það kemur ekki aftur. Hvað gerist er ekki alveg ljóst en það er ljóst hverjum þeim sem skoðar málin örlítið að efnahagur Íslands er ekki í góðum málum vegna breyttrar heimsmyndar og afneitunar sumra íslenskra stjórnmálamanna á breyttum heimi og öllu sem fylgir. Þegar stjórnmálamenn eru í afneitun um breytta heimsmynd, þá er það almenningur sem fær reikninginn í formi hærri verðbólgu, vaxta og verðlags. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar