Þriðja árið í röð sem Juventus dettur úr leik í 16-liða úrslitum

Dusan Vlahovic, framherji Juventus í baráttu við Juan Foyth, leikmann Villarreal.
Dusan Vlahovic, framherji Juventus í baráttu við Juan Foyth, leikmann Villarreal. EPA-EFE

Pressan á Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóra Juventus, mun aukast til muna eftir afar óvænt 0-3 tap liðsins á heimavelli gegn Villarreal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

15 mínútum frá leikslokum var það Daniele Rugani, varnarmaður Juventus, sem tók Francis Coquelin, leikmann Villarreal, niður inn í vítateig heimamanna. Með hjálp myndbandsdómgæslunnar var vítaspryna dæmd og Gerard Moreno skoraði úr spyrnunni á 78. mínútu. Einungis örfáum mínútum síðar tvöfaldaði Pau Torres forystu gestanna þegar hann var aleinn inn í vítateig og tókst að skalla boltann í netið eftir hornspyrnu.

Þreyttir og pirraðir gáfu Juventus aðra vítaspyrnu undir lok leiks í gegnum Matthijs de Ligt. Arnaut Danjuma skoraði örugglega úr spyrnunni og þar með staðfesti 0-3 útisigur Villarreal á Juventus.

Villarreal fer því áfram í 8-liða úrslit en þetta er þriðja tímabilið í röð sem Juventus er kastað úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira