Martin Hermannsson var í byrjunarliðinu og spilaði 27 mínútur þegar hann gerði 11 stig, tók 2 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í 6 stiga sigri Valencia á Venezia í Eurocup í körfubolta, 86-80.
Valencia er því áfram í öðru sæti B-riðils með 11 sigurleiki. Jafn mikið og Gran Canaria sem er á toppi B-riðls. Næsti leikur Valencia í Eurocup er gegn liðinu í 8. sæti, tyrkneska liðinu Bursaspor.
Áður en Martin og félagar ferðast til Tyrklands þá er þó Íslendingaslagur í ACB deildinni á Spáni þegar Valencia og mætir Trygga Snæ Hlinasyni og félögum í Zaragoza.
Í næst efstu deild á Spáni, Leb Oro, spilaði Ægir Þór Steinarsson 24 mínútur í 17 stiga tapi Gipuzkoa gegn Levitec Huesca, 85-68. Ægir gerði 5 stig, tók 3 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.