Innlent

Úkraínsk börn á leið til Ís­lands stranda­glópar í Var­sjá

Smári Jökull Jónsson skrifar
Umræður og atkvæðagreiðsla um frumvarp um þungunarrof
Umræður og atkvæðagreiðsla um frumvarp um þungunarrof Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Úkraínsk börn og mæður þeirra, sem voru á leið til Íslands, urðu eftir á flugvellinum í Varsjá í Póllandi vegna skorts á vegabréfum. Helga Vala Helgadóttir segir í pistli á Facebook að stjórnvöld hefðu átt að laga vandamálið í síðustu viku.

Í pistlinum, sem Helga Vala birtir á Facebook, kemur fram að lítil úkraínsk börn hafi ekki fengið að fara um borð í flug í Varsjá vegna skorts á vegabréfum. Engu hafi skipt þó mæður þeirra séu með fæðingarvottorð barnanna og með þau skráð í vegabréf. Hún segir þetta eitthvað sem stjórnvöld hafi átt að laga í síðustu viku.

„Margir dagar á flótta, tenging við Ísland og stuðningsnet en börn á fyrsta aldursári strandaglópar á flugvelli í Varsjá.“

Hún sendi út ákall á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að bjarga málunum á næstu klukkustund en bætir svo við í uppfærslu neðst í pistlinum að þrátt fyrir að allir hafi verið ræstir út þá hafi börnin og mæður þeirra verið skilin eftir á flugvellinum.

„Þau vita ekki hvað tekur við eða hvort þau þurfa að yfirgefa flugvöllinn. Þau hafa tapað öllum flugmiðunum og vita ekki sitt rjúkandi ráð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×