Börn á sakaskrá Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 17. mars 2022 11:30 Aukning í ofbeldisbrotum Ofbeldi hefur mikið verið í umræðunni og hefur verið rætt um börn og ungmenni sem að beita ofbeldi. Sumir hugsa kannski, þetta hefur alltaf verið svona það er engin breyting á ofbeldishegðun barna og ungmenna á Íslandi. Staðreyndin er þó sú að það er breyting. 170 börn grunuð um alvarlegt ofbeldi Árið 2012 voru 71 barn grunað um alvarlegt ofbeldisbrot en á síðasta ári um 170 börn. Það er 140% aukning barna sem að eru grunuð eru um alvarleg ofbeldisbrot. Brotunum hefur einnig fjölgað til muna frá 78 brotum til 219 á níu árum. Það er 180% fjölgun ofbeldisbrota hjá börnum. Ofbeldisbrotum í samfélaginu hafa aukist um 63% á síðustu níu árum. Ofbeldi er að aukast á Íslandi. Er verið að einblína á að aðstoða þessi börn eða refsa þeim? 90 börn á sakaskrá Árið 2021 voru 90 börn 17 ára og yngri á sakaskrá lögreglu. Sakaskrá, hvað þýðir það fyrir barn að vera á sakaskrá? Hverju er verið að reyna að ná fram með því að setja börn á sakaskrá. Hvað gerist? Hætta þessi börn að brjóta lög? Nei ekki ef að skoðað er hversu margir eru grunaðir um ofbeldisbrot síðasta ár miðað við brotin sem eru mun fleiri. Skömm og vonleysi Börnum á sakaskrá líður oft eins og þau hafi brugðist fjölskyldum sínum og geti ekki sótt til dæmis um atvinnu yfir sumarið eða með skóla. Þeim líður líka oft eins og þau hafi ekki sömu tækifæri og önnur börn vegna þess að þau eru komin á sakaskrá. Hvaða skilaboð erum við sem samfélag að senda þessum börnum? Að börnin sé nú komin formlega á skrá sem hvað þá, sem glæpamenn? Þegar að börn hugsa til framtíðar þá eru þau oftast ekki að hugsa hvað verður eftir fimm ár. Þau hugsa morgundagurinn, næsti mánuður eða mögulega næsta sumar. Börn geta upplifað líf sitt búið og það skipti ekki máli hvað þau gera í framhaldinu því að þau séu búin að eyðileggja líf sitt með því að vera komin á sakaskrá. Hver er tilgangurinn með því að setja börn á sakaskrá? Hvers konar betrun og aðstoð felst í því? Hættum að refsa og byrjum að leiðbeina og aðstoða, notum aðferðir sem virka. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Réttindi barna Börn og uppeldi Píratar Alþingi Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Sjá meira
Aukning í ofbeldisbrotum Ofbeldi hefur mikið verið í umræðunni og hefur verið rætt um börn og ungmenni sem að beita ofbeldi. Sumir hugsa kannski, þetta hefur alltaf verið svona það er engin breyting á ofbeldishegðun barna og ungmenna á Íslandi. Staðreyndin er þó sú að það er breyting. 170 börn grunuð um alvarlegt ofbeldi Árið 2012 voru 71 barn grunað um alvarlegt ofbeldisbrot en á síðasta ári um 170 börn. Það er 140% aukning barna sem að eru grunuð eru um alvarleg ofbeldisbrot. Brotunum hefur einnig fjölgað til muna frá 78 brotum til 219 á níu árum. Það er 180% fjölgun ofbeldisbrota hjá börnum. Ofbeldisbrotum í samfélaginu hafa aukist um 63% á síðustu níu árum. Ofbeldi er að aukast á Íslandi. Er verið að einblína á að aðstoða þessi börn eða refsa þeim? 90 börn á sakaskrá Árið 2021 voru 90 börn 17 ára og yngri á sakaskrá lögreglu. Sakaskrá, hvað þýðir það fyrir barn að vera á sakaskrá? Hverju er verið að reyna að ná fram með því að setja börn á sakaskrá. Hvað gerist? Hætta þessi börn að brjóta lög? Nei ekki ef að skoðað er hversu margir eru grunaðir um ofbeldisbrot síðasta ár miðað við brotin sem eru mun fleiri. Skömm og vonleysi Börnum á sakaskrá líður oft eins og þau hafi brugðist fjölskyldum sínum og geti ekki sótt til dæmis um atvinnu yfir sumarið eða með skóla. Þeim líður líka oft eins og þau hafi ekki sömu tækifæri og önnur börn vegna þess að þau eru komin á sakaskrá. Hvaða skilaboð erum við sem samfélag að senda þessum börnum? Að börnin sé nú komin formlega á skrá sem hvað þá, sem glæpamenn? Þegar að börn hugsa til framtíðar þá eru þau oftast ekki að hugsa hvað verður eftir fimm ár. Þau hugsa morgundagurinn, næsti mánuður eða mögulega næsta sumar. Börn geta upplifað líf sitt búið og það skipti ekki máli hvað þau gera í framhaldinu því að þau séu búin að eyðileggja líf sitt með því að vera komin á sakaskrá. Hver er tilgangurinn með því að setja börn á sakaskrá? Hvers konar betrun og aðstoð felst í því? Hættum að refsa og byrjum að leiðbeina og aðstoða, notum aðferðir sem virka. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar