Innlent

Stefnir í met­ár í komum skemmti­ferða­skipa

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Skipið Borealis sigldi frá Southampton í Bretlandi.
Skipið Borealis sigldi frá Southampton í Bretlandi. Faxaflóahafnir

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík í dag og verður við höfuðborgina í þrjá daga.

Skipið sigldi frá Bretlandi og kom við á Akureyri í gær en um borð eru um fimm hundruð manns. Að sögn Magnúsar Þórs Ásmundssonar hafnarstjóra stefnir í metár í komum skemmtiferðaskipa og eru alls 210 bókuð í Reykjavík. 

Hann segir þetta hraðan viðsnúning eftir faraldurinn en í fyrra komu 68 skip og árið áður einungis fimm. Fyrra metár var árið 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×