Innlent

Jón nýr ráðgjafi Lilju

Eiður Þór Árnason skrifar
Jón Þ. Sigurgeirsson hóf störf í ráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur í dag. 
Jón Þ. Sigurgeirsson hóf störf í ráðuneyti Lilju Alfreðsdóttur í dag.  Samsett

Jón Þ. Sigurgeirsson hefur verið ráðinn efnahagsráðgjafi Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra og kom til starfa í menningar- og viðskiptaráðuneytinu í dag. Meðal helstu verkefna Jóns verða að veita ráðherranum ráðgjöf í viðskipta- og efnahagsmálum ásamt því að sinna málefnum Norðurslóða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Jón starfaði lengi í Seðlabanka Íslands, meðal annars sem framkvæmdastjóri alþjóða- og markaðssviðs árin 2001 til 2006 og svo framkvæmdarstjóri skrifstofu bankastjóra og alþjóðasamskipta á árunum 2008 til 2019.

Jón starfaði jafnframt hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington, sem fulltrúi Norður- og Eystrasaltslanda í stjórn sjóðsins um nær átta ára skeið, af því fram kemur í tilkynningu. 

Jón var stjórnarmaður í grísku bankasýslunni í fimm ár þegar unnið var að endurreisn gríska bankakerfisins og sat um skeið í stjórn Fjármálaeftirlitsins eftir fall íslensku bankanna. Jón var einnig stjórnarformaður eignasafns Seðlabanka Íslands og sat í framkvæmdanefnd um afnám gjaldeyrishafta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×