Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. 
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. 

Forseti Úkraínu biðlar til Vesturlanda að auka hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning við landið. Rússar væru að reisa múr á milli frjálsra þjóða og ófrjálsra í Evrópu sem stækki með hverjum degi sem líði í stríðinu. Fjallað verður ítarlega um stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Það hefur gustað um verkalýðshreyfinguna undanfarið og formaður VR segir tíma til kominn að nýr forseti taki við Alþýðusambandinu. Við ræðum við hann í kvöldfréttum en hann segir að framtíð VR innan sambandsins ráðist af næstu stjórn.

Líklegt þykir að faraldur inflúensu sé yfirvofandi og sífellt fleiri eru að greinast með flensuna. Við ræðum við framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Landspítalanum sem segir ástandið farið að hafa áhrif á starfsemi spítalans – þar sem staðan hafi verið erfið fyrir.

Við verðum einnig í beinni útsendingu frá Háskólabíó þar sem Laddi æfir nú fyrir 75 ára afmælissýningu og fræðumst um svan sem hefur vanið komur sínar á Reykjavíkurtjörn á liðnum árum og vakið athygli fyrir sérstakan háls.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×