Beyglaði svanurinn lifir tiltölulega eðlilegu lífi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. mars 2022 21:00 Vöxturinn á hálsi svansins hefur valdið mörgum áhyggjum. vísir/óttar Bæklaður svanur hefur vanið komur sínar í tjörnina í Reykjavík. Við kíktum á svaninn, sem margir hafa áhyggjur af, og veltum upp hvað sé að honum með fuglafræðingi. Það kannast margir við svaninn og hafa orðið hans varir á síðustu árum. Hér má til dæmis líta tveggja ára gamlan spjallþráð af netinu þar sem fólk veltir fyrir sér hvað hafi komið fyrir fuglinn. Við kíktum niður að tjörn til að sjá hvort við myndum ekki rekast á hann og viti menn, þarna var hann. Hægt er að horfa á fund okkar við svaninn í fréttinni í spilaranum hér að neðan: Þegar maður sér greyið kallinn á tjörninni, sem sker sig dáldið úr hópnum frá hinum svönunum, er stutt í ljóð Einars Braga þar sem hann spyr: Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru? Okkur skilst þó á fróðum mönnum að þessi undarlegi vöxtur á hálsi hans eigi ekkert að koma niður á daglegu lífi hans. Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru?vísir/óttar „Nei, nei hann virðist geta lifað eðlilegu lífi þannig lagað séð. Eins og ég segi þá er hann búinn að vera þarna í nokkur ár. En lifa eðlilegu lífi jú en ég hef ekki séð hann paraðan eða með unga en hann svona lifir,“ segir Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur Nielsen er einnig formaður Fuglaverndar.vísir/egill Ekki efst í goggunarröðinni Hinum svönunum virðist þannig ekki lítast neitt sérstaklega á þennan bæklaða svan. Við tókum einmitt eftir því að hann virtist vera dálítið út úr hópnum á Tjörninni. „Nei, hann er allavega ekki efstur í goggunarröðinni. Það er alveg öruggt,“ segir Ólafur. En hvers vegna í ósköpunum er hálsinn á svaninum svona undarlegur? Svanurinn hefur að mati Ólafs lent í slysi í æsku og hálsinn ekki vaxið rétt síðan. vísir/óttar Einhverjir hafa látið sér detta í hug að hann hafi gleypt vinkil. Það útilokar Ólafur. Gírafagæsin „Það er líkast því sem hann hafi orðið fyrir slysi. Þá væntanlega í æsku,“ segir hann. Á Tjörnina eiga heima um hundrað svanir á hverjum vetri. Og í þeim hópi eru reglulega fuglar með bæklaðan háls. Enda er hann nú engin smá smíði. „Þetta er nú hálslangur fugl og kannski ekki að ósekju að þeir hafa stundum verið kallaðir gírafagæsir. Þeir eru með þennan gríðarlega háls,“ segir Ólafur. Þrátt fyrir ástarleysið virðist svanurinn hafa nóg að bíta og brenna enda búinn að vera á lífi með hálsinn svona vaxinn í nokkur ár. vísir/óttar Dýr Fuglar Reykjavík Dýraheilbrigði Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Það kannast margir við svaninn og hafa orðið hans varir á síðustu árum. Hér má til dæmis líta tveggja ára gamlan spjallþráð af netinu þar sem fólk veltir fyrir sér hvað hafi komið fyrir fuglinn. Við kíktum niður að tjörn til að sjá hvort við myndum ekki rekast á hann og viti menn, þarna var hann. Hægt er að horfa á fund okkar við svaninn í fréttinni í spilaranum hér að neðan: Þegar maður sér greyið kallinn á tjörninni, sem sker sig dáldið úr hópnum frá hinum svönunum, er stutt í ljóð Einars Braga þar sem hann spyr: Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru? Okkur skilst þó á fróðum mönnum að þessi undarlegi vöxtur á hálsi hans eigi ekkert að koma niður á daglegu lífi hans. Hvað veldur sorg þinni sáru, svanur á báru?vísir/óttar „Nei, nei hann virðist geta lifað eðlilegu lífi þannig lagað séð. Eins og ég segi þá er hann búinn að vera þarna í nokkur ár. En lifa eðlilegu lífi jú en ég hef ekki séð hann paraðan eða með unga en hann svona lifir,“ segir Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ólafur Nielsen er einnig formaður Fuglaverndar.vísir/egill Ekki efst í goggunarröðinni Hinum svönunum virðist þannig ekki lítast neitt sérstaklega á þennan bæklaða svan. Við tókum einmitt eftir því að hann virtist vera dálítið út úr hópnum á Tjörninni. „Nei, hann er allavega ekki efstur í goggunarröðinni. Það er alveg öruggt,“ segir Ólafur. En hvers vegna í ósköpunum er hálsinn á svaninum svona undarlegur? Svanurinn hefur að mati Ólafs lent í slysi í æsku og hálsinn ekki vaxið rétt síðan. vísir/óttar Einhverjir hafa látið sér detta í hug að hann hafi gleypt vinkil. Það útilokar Ólafur. Gírafagæsin „Það er líkast því sem hann hafi orðið fyrir slysi. Þá væntanlega í æsku,“ segir hann. Á Tjörnina eiga heima um hundrað svanir á hverjum vetri. Og í þeim hópi eru reglulega fuglar með bæklaðan háls. Enda er hann nú engin smá smíði. „Þetta er nú hálslangur fugl og kannski ekki að ósekju að þeir hafa stundum verið kallaðir gírafagæsir. Þeir eru með þennan gríðarlega háls,“ segir Ólafur. Þrátt fyrir ástarleysið virðist svanurinn hafa nóg að bíta og brenna enda búinn að vera á lífi með hálsinn svona vaxinn í nokkur ár. vísir/óttar
Dýr Fuglar Reykjavík Dýraheilbrigði Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira