Vaktin: Sprengingar heyrast frá flugvellinum í Lviv Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. mars 2022 16:45 Forsetarnir Biden og Xi ræddu saman á fjarfundi í dag. Hvíta húsið/AP Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag. Biden er sagður munu vara Xi við því að aðstoða Rússa efnahags- og hernaðarlega og á sama tíma reyna að fá skýrari mynd af afstöðu og fyrirætlunum Kína. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Íbúar í Lviv eru nú farnir að finna fyrir árásum Rússa en hingað til hefur borgin þótt örugg og margir flúið þangað undan átökunum. Sprengingar heyrðust í morgun sem borgarstjórinn segir hafa borist frá svæði nálægt flugvellinum. Interfax hefur eftir fulltrúa aðskilnaðarsinna í Donbas að Rússar hafi komið á flugbanni á svæðinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist hafa staðfest 43 árásir á heilbrigðisstofnanir, þar sem tólf hafi látið lífið og 34 særst. Átökin í landinu muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heilsu úkraínsku þjóðarinnar næstu árin og áratugina. Úkraínsk yfirvöld segja það hafa aukist að rússneskir hermenn leggi niður vopn og að Rússar séu að bæta sér upp mannfallið með því að notast við erlenda bardagamenn. Borgaryfirvöld í Maríupól segja 80 prósent af íbúðahúsum borgarinnar eyðilögð og að 350 þúsund íbúar hafist nú við í skýlum og kjöllurum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Íbúar í Lviv eru nú farnir að finna fyrir árásum Rússa en hingað til hefur borgin þótt örugg og margir flúið þangað undan átökunum. Sprengingar heyrðust í morgun sem borgarstjórinn segir hafa borist frá svæði nálægt flugvellinum. Interfax hefur eftir fulltrúa aðskilnaðarsinna í Donbas að Rússar hafi komið á flugbanni á svæðinu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist hafa staðfest 43 árásir á heilbrigðisstofnanir, þar sem tólf hafi látið lífið og 34 særst. Átökin í landinu muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heilsu úkraínsku þjóðarinnar næstu árin og áratugina. Úkraínsk yfirvöld segja það hafa aukist að rússneskir hermenn leggi niður vopn og að Rússar séu að bæta sér upp mannfallið með því að notast við erlenda bardagamenn. Borgaryfirvöld í Maríupól segja 80 prósent af íbúðahúsum borgarinnar eyðilögð og að 350 þúsund íbúar hafist nú við í skýlum og kjöllurum. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira