Erlent

Vaktin: Sprengingar heyrast frá flugvellinum í Lviv

Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Forsetarnir Biden og Xi ræddu saman á fjarfundi í dag.
Forsetarnir Biden og Xi ræddu saman á fjarfundi í dag. Hvíta húsið/AP

Joe Biden Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræðast við í síma í dag. Biden er sagður munu vara Xi við því að aðstoða Rússa efnahags- og hernaðarlega og á sama tíma reyna að fá skýrari mynd af afstöðu og fyrirætlunum Kína.

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag.

Helstu vendingar:

Íbúar í Lviv eru nú farnir að finna fyrir árásum Rússa en hingað til hefur borgin þótt örugg og margir flúið þangað undan átökunum. Sprengingar heyrðust í morgun sem borgarstjórinn segir hafa borist frá svæði nálægt flugvellinum.

Interfax hefur eftir fulltrúa aðskilnaðarsinna í Donbas að Rússar hafi komið á flugbanni á svæðinu. 

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segist hafa staðfest 43 árásir á heilbrigðisstofnanir, þar sem tólf hafi látið lífið og 34 særst. Átökin í landinu muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir heilsu úkraínsku þjóðarinnar næstu árin og áratugina.

Úkraínsk yfirvöld segja það hafa aukist að rússneskir hermenn leggi niður vopn og að Rússar séu að bæta sér upp mannfallið með því að notast við erlenda bardagamenn.

Borgaryfirvöld í Maríupól segja 80 prósent af íbúðahúsum borgarinnar eyðilögð og að 350 þúsund íbúar hafist nú við í skýlum og kjöllurum.

Hér má finna vakt gærdagsins.

Vísir
Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira
×