Tónlist

Þessi hlutu Hlustendaverðlaunin í ár

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jón Jónsson og GDRN eiga lag ársins.
Jón Jónsson og GDRN eiga lag ársins. Vísir/Hulda Margrét

Hlustendaverðlaunin voru afhent í Kolaportinu í kvöld. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. 

Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 standa í sameiningu að Hlustendaverðlaununum og útvarpsfólk stöðvanna sá um að afhenda verðlaunin. Írafár, Aron Can, Sigga Beinteins, Kælan mikla, Bríet, GDRN, Jón Jónsson og Hugo voru á meðal þeirra sem komu fram..

Markmiðið með Hlustendaverðlaununum er að gefa íslenskum útvarpshlustendum og tónlistarunnendum tækifæri að velja og verðlauna íslenskt tónlistarfólk, hljómsveitir og einstaklinga sem sköruðu fram úr í tónlist á síðastliðnu ári.

Bríet er poppflytjandi ársins.Vísir/Hulda Margrét

93 þúsund atkvæði

Kosning til verðlaunanna fór fram hér á Vísi og bárust alls um 93 þúsund atkvæði en kosið var í átta flokkum. 

GDRN var valin söngkona ársins og Aron Can söngvari ársins. Aron átti mjög gott síðasta ár og plata hans ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL var kosin plata ársins. Ef ástin er hrein var kosið lag ársins að þessu sinni en flytjendur eru Jón Jónsson og GDRN. Bríet var kosin poppflytjandi ársins og Kaleo rokkflytjandi ársins. 

GDRN er söngkona ársins.Vísir/Hulda Margrét
Aron Can er söngvari ársins.Vísir/Hulda Margrét

Tónlistarmaðurinn HUGO var valinn nýliði ársins en hann hefur enn ekki tekið af sér grímuna og afhjúpað raunverulegt nafn sitt. Myndband ársins var við lagið Spurningar sem Birnir flutti ásamt Páli Óskari.

Lista yfir alla sem hlutu tilnefningu í ár má finna hér fyrir neðan. 


Lag ársins

Ef ástin er hrein - Jón Jónsson, GDRN

Einnig tilnefnd:

  • Ég var að spá - RAKEL, JóiPé, CeaseTone
  • FLÝG UPP - Aron Can
  • Spurningar - Birnir, Páll Óskar
  • Segðu mér - Friðrik Dór
  • Ástrós - Bubbi Morthens, BRÍET
  • Veldu stjörnu - Ellen Kristjánsdóttir, John Grant

Poppflytjandi ársins

BRÍET

Einnig tilnefnd:

  • Jón Jónsson
  • Herra Hnetusmjör
  • Daði Freyr
  • Friðrik Dór
  • Bubbi Morthens
  • GDRN

Rokkflytjandi ársins

Kaleo

Einnig tilnefnd:

  • superserious
  • Skrattar
  • Sign
  • GRÓA
  • BSÍ
  • Hylur
  • DIMMA

Söngkona ársins

GDRN

Einnig tilnefndar:

  • BRÍET
  • Sigrún Stella
  • Rakel Sigurðardóttir
  • Margrét Rán
  • Kristín Sesselja
  • Klara Elias
  • Ellen Kristjánsdóttir

Söngvari ársins

Aron Can

Einnig tilnefndir:

  • Jökull Júlíusson
  • Kristófer Jensson
  • Herra Hnetusmjör
  • Friðrik Dór
  • Jón Jónsson
  • Bubbi Morthens
  • Sverrir Bergmann

Plata ársins

ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL - Aron Can

Einnig tilnefndar:

  • Undir Köldum Norðurljósum - Kælan Mikla
  • Kick The Ladder - Kaktus Einarsson
  • Lengi lifum við - Jón Jónsson
  • Sjálfsmynd - Bubbi
  • Bau Air - Ingi Bauer
  • KBE kynnir: Flottur Skrákur 2 - Herra Hnetusmjör
  • Surface Sounds - KALEO

Nýliði ársins

HUGO

Einnig tilnefnd:

  • Hylur
  • BSÍ
  • Rakel Sigurðardóttir
  • Karen Ósk
  • Poppvélin
  • Þorsteinn Einarsson
  • FLOTT

Myndband ársins

Birnir og Páll Óskar - Spurningar. Leikstjóri: Magnús Leifsson.

Einnig tilnefnd:

  • Kælan Mikla - Hvítir Sandar. Leikstjóri: Máni Sigfússon.
  • superserious - Let's Be Grown Ups. Leikstjórar: Daníel Jón og Haukur Jóhannesson.
  • Aron Can - FLÝG UPP X VARLEGA. Leikstjóri: Erlendur Sveinsson.
  • Þorsteinn Einarsson - Shackles. Leikstjóri: Niklas Schwärzler.
  • Daði & Gagnamagnið - 10 Years. Leikstjóri: Guðný Rós Þórhallsdóttir.
  • Hipsumhaps - Meikaða. Leikstjóri: Lil Binni.
  • Inspector Spacetime - Dansa og bánsa. Leikstjórar: Nikulás Tumi og Arína Vala Þórðardóttir.
  • Daughters of Reykjavík - HOT MILF SUMMER. Leikstjórn: Arína Vala Þórðadóttir.
  • Kaleo - Break My Baby. Leikstjórn: Hörður Freyr Brynjarsson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×