Um utanumhald og stuðning Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar 18. mars 2022 15:30 Kæri frambjóðandi. Nú fer að líða að sveitastjórnarkosningum og þú hefur ákveðið að gefa kost á þér sem fulltrúi samfélagsins sem þú býrð í. Þér finnst þú í stakk búin til þess að geta borið hagsmuni íbúana í samfélaginu fyrir brjósti þér. Hjá þér brennur áhugi og dyggð að gera gott samfélag enn betra. Þú hefur ákveðið að berjast fyrir ákveðnum málefnum sem þér finnst megi standa betur að. Tilgangur minn hér í dag er að vekja athygli þína á mjög mikilvægu málefni. Málefni sem snertir börnin í samfélaginu, börnin sem þurfa á aðstoð að halda í skólanum. Að vera með barn í fyrsta bekk, sem segist ekki langa í skólann því það sé ekki gaman, tekur ótrúlega mikið á. Barn sem er á biðlista eftir greiningu vegna ADHD sem tekur 12 til 14 mánuði. Barn sem finnur sig ekki í skólakerfinu og gengur illa að aðlagast skólanum og skólakerfinu. Vissulega hefur verið reynt að finna lausn með sjónrænu skipulagi og umbunarkerfi. Þar að auki var lausn skólans að setja barnið í auðveldara námsefni. En hvað svo? Ekki er starfandi þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi við skólann til þess að geta aðlagað umhverfið að barninu. Leiðbeint kennara og verið til halds og traust fyrir barn og kennara svo barninu líði vel. Skólasálfræðingur kemur inn í skólann í mýflugumynd, með þeim afleiðingum að ekki er fræðilegt fyrir barnið að komast að. Því hann kemur í stuttan tíma og er hlaðinn verkefnum. Hver einasti morgun er einn kvíðahnútur í maga foreldra og barns. Foreldrar gera sitt allra besta til að upphefja skólann. Barnið er farið að gera upp veikindi, magaverk eða talar um að hafa kastað upp. Fylgja barninu í skólann af hræðslu við að einn daginn fari það ekki inn og tekur uppá því að fara annað. Að standa í anddyri skólans og láta starfsfólk rífa barnið úr fanginu á sér hágrátandi. Að labba til vinnu með hnút í maga, tárin í augum og sting í hjarta. Vera í vinnu eins og þú hefur verið kýldur fast í maga. Já, barnið er aðeins í 1. bekk. Hvað er fram undan næstu 10 ár ef þetta er staðan í dag? Barn sem finnur sig ekki í nýju umhverfi vegna þess að því líður eins og það passi ekki inn, því líður illa. Er utanvelta frá samnemendum sínum og á í hættu að flosna upp úr námi. Kvíði sem byggist upp við að fara í skólann eykst og þróast meira með hverjum degi. Það er hlutverk skólans að passa upp á að allir fái jafnt tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ef barni gengur illa á einhverju sviði þá þarf það betra utanumhald og stuðning. Þá kemur að tilgangi mínum með ofangreindum upplýsingum kæri frambjóðandi. Það er mikilvægt að horfa til skólamála í sveitarfélögum. Í skóla án aðgreiningar er talað um jöfnuð. Hvar er jöfnuður fyrir nemendur með sértækar þarfir ef það er bara einn kennari með heilan bekk af börnum og fær jafnvel ekki nema einn starfsmann sér til stuðnings, því ekki er til fjármagn fyrir fleiri stöðugildum. Tveir starfsmenn þurfa að vera til staðar og aðstoða alla nemendur, jafnvel á sama tíma. Ofan á það bætist að þurfa að sinna 1 til 4 börnum með sértækar þarfir með mismunandi greiningar og námsörðugleika. Einmitt á þessum tíma þarf að kafa vel ofan í menntamál sveitarfélagsins og finna lausn hvernig skólinn ætlar að koma til móts við börnin svo að þeim líði vel í skólaumhverfinu. Ekki aðlaga barnið að umhverfinu heldur að aðlaga umhverfið að barninu. Ég get sagt þér kæri frambjóðandi að dæmisagan hér að ofan er ekki einstakt tilvik, hef ég heyrt þær margar. Nú hvet ég þig kæri frambjóðandi, íhugaðu hvernig menntamálin eru í þínu sveitarfélagi og hvernig ætlar þú að gera betur fyrir börn með sértækar þarfir. Koma í veg fyrir að börn finni fyrir kvíða að mæta í skólann. Hvernig ætlar skólinn að koma til móts við fjölskyldur? Koma í veg fyrir að foreldrar fari frá börnum til vinnu með kvíðahnút í maganum? Það sem þú getur gert kæri frambjóðandi er að þú getur breytt aðstæðum í þínu sveitafélagi með því að hefja frumgreiningu strax á leikskóla aldri, í stað þess að byrja á því þegar barn byrjar í grunnskóla eða rétt í lok leikskólans þegar það er stutt í sumarfrí. Með því ertu að flýta fyrir ferlinu og hugsanlega gæti barn verið byrjað í meðferð áður en grunnskólastigið hefst. Sem gerir það að verkum að barnið hefur náð tökum á því sem er að hrjá það. Skólaumhverfið er reiðubúið að taka á móti barninu og aðlaga sig að því. Því ég er viss um að með samhentri vinnu sé hægt að gera betur gagnvart þessum börnum. Saman getur sveitarfélagið, skólastjórnendur og fjölskyldur unnið saman að börnunum líði vel í skólanum þrátt fyrir greiningar og námsörðugleika. Virðingarfyllst, Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Kæri frambjóðandi. Nú fer að líða að sveitastjórnarkosningum og þú hefur ákveðið að gefa kost á þér sem fulltrúi samfélagsins sem þú býrð í. Þér finnst þú í stakk búin til þess að geta borið hagsmuni íbúana í samfélaginu fyrir brjósti þér. Hjá þér brennur áhugi og dyggð að gera gott samfélag enn betra. Þú hefur ákveðið að berjast fyrir ákveðnum málefnum sem þér finnst megi standa betur að. Tilgangur minn hér í dag er að vekja athygli þína á mjög mikilvægu málefni. Málefni sem snertir börnin í samfélaginu, börnin sem þurfa á aðstoð að halda í skólanum. Að vera með barn í fyrsta bekk, sem segist ekki langa í skólann því það sé ekki gaman, tekur ótrúlega mikið á. Barn sem er á biðlista eftir greiningu vegna ADHD sem tekur 12 til 14 mánuði. Barn sem finnur sig ekki í skólakerfinu og gengur illa að aðlagast skólanum og skólakerfinu. Vissulega hefur verið reynt að finna lausn með sjónrænu skipulagi og umbunarkerfi. Þar að auki var lausn skólans að setja barnið í auðveldara námsefni. En hvað svo? Ekki er starfandi þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi við skólann til þess að geta aðlagað umhverfið að barninu. Leiðbeint kennara og verið til halds og traust fyrir barn og kennara svo barninu líði vel. Skólasálfræðingur kemur inn í skólann í mýflugumynd, með þeim afleiðingum að ekki er fræðilegt fyrir barnið að komast að. Því hann kemur í stuttan tíma og er hlaðinn verkefnum. Hver einasti morgun er einn kvíðahnútur í maga foreldra og barns. Foreldrar gera sitt allra besta til að upphefja skólann. Barnið er farið að gera upp veikindi, magaverk eða talar um að hafa kastað upp. Fylgja barninu í skólann af hræðslu við að einn daginn fari það ekki inn og tekur uppá því að fara annað. Að standa í anddyri skólans og láta starfsfólk rífa barnið úr fanginu á sér hágrátandi. Að labba til vinnu með hnút í maga, tárin í augum og sting í hjarta. Vera í vinnu eins og þú hefur verið kýldur fast í maga. Já, barnið er aðeins í 1. bekk. Hvað er fram undan næstu 10 ár ef þetta er staðan í dag? Barn sem finnur sig ekki í nýju umhverfi vegna þess að því líður eins og það passi ekki inn, því líður illa. Er utanvelta frá samnemendum sínum og á í hættu að flosna upp úr námi. Kvíði sem byggist upp við að fara í skólann eykst og þróast meira með hverjum degi. Það er hlutverk skólans að passa upp á að allir fái jafnt tækifæri til að láta ljós sitt skína. Ef barni gengur illa á einhverju sviði þá þarf það betra utanumhald og stuðning. Þá kemur að tilgangi mínum með ofangreindum upplýsingum kæri frambjóðandi. Það er mikilvægt að horfa til skólamála í sveitarfélögum. Í skóla án aðgreiningar er talað um jöfnuð. Hvar er jöfnuður fyrir nemendur með sértækar þarfir ef það er bara einn kennari með heilan bekk af börnum og fær jafnvel ekki nema einn starfsmann sér til stuðnings, því ekki er til fjármagn fyrir fleiri stöðugildum. Tveir starfsmenn þurfa að vera til staðar og aðstoða alla nemendur, jafnvel á sama tíma. Ofan á það bætist að þurfa að sinna 1 til 4 börnum með sértækar þarfir með mismunandi greiningar og námsörðugleika. Einmitt á þessum tíma þarf að kafa vel ofan í menntamál sveitarfélagsins og finna lausn hvernig skólinn ætlar að koma til móts við börnin svo að þeim líði vel í skólaumhverfinu. Ekki aðlaga barnið að umhverfinu heldur að aðlaga umhverfið að barninu. Ég get sagt þér kæri frambjóðandi að dæmisagan hér að ofan er ekki einstakt tilvik, hef ég heyrt þær margar. Nú hvet ég þig kæri frambjóðandi, íhugaðu hvernig menntamálin eru í þínu sveitarfélagi og hvernig ætlar þú að gera betur fyrir börn með sértækar þarfir. Koma í veg fyrir að börn finni fyrir kvíða að mæta í skólann. Hvernig ætlar skólinn að koma til móts við fjölskyldur? Koma í veg fyrir að foreldrar fari frá börnum til vinnu með kvíðahnút í maganum? Það sem þú getur gert kæri frambjóðandi er að þú getur breytt aðstæðum í þínu sveitafélagi með því að hefja frumgreiningu strax á leikskóla aldri, í stað þess að byrja á því þegar barn byrjar í grunnskóla eða rétt í lok leikskólans þegar það er stutt í sumarfrí. Með því ertu að flýta fyrir ferlinu og hugsanlega gæti barn verið byrjað í meðferð áður en grunnskólastigið hefst. Sem gerir það að verkum að barnið hefur náð tökum á því sem er að hrjá það. Skólaumhverfið er reiðubúið að taka á móti barninu og aðlaga sig að því. Því ég er viss um að með samhentri vinnu sé hægt að gera betur gagnvart þessum börnum. Saman getur sveitarfélagið, skólastjórnendur og fjölskyldur unnið saman að börnunum líði vel í skólanum þrátt fyrir greiningar og námsörðugleika. Virðingarfyllst, Höfundur er kjósandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun