Appelsínugulur Spánn: Mesta loftmengun á jörðinni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. mars 2022 16:30 Frá Murcia á Spáni. Javier Carrion / Getty Images Það eru víðar appelsínugular viðvaranir en hér á Íslandi þessi dægrin. Á austurströnd Spánar hefur fólk verið varað við að vera mikið á ferli utandyra í liðinni viku, af því að himinninn er bókstaflega appelsínugulur og loftgæðin eru talin hættuleg. Ástæðan er rauðleitur sandur frá Afríku sem þyrlast inn yfir strendur Spánar. Umhverfið hér á austurströnd Spánar minnir þessi dægrin helst á geimvísindasenur bandarískra bíómynda, og myndir héðan gætu allt eins verið teknar á plánetunni Mars. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Appelsínugul slikja er alltumlykjandi og svo dökk að það er eins og maður sé með sólgleraugu á nefinu um hábjartan dag. Sandur frá Sahara Það sem veldur þessum háappelsínugula lit á umhverfinu er gríðarlegt magn af rauðleitum sandi sem berst með sunnanvindum frá Sahara-eyðimörkinni í Afríku. Slikjan lagðist yfir megnið af héruðum Valencia, Alicante og Murcia í byrjun vikunnar og svo mikil var loftmengunin á tímabili að fólk var varað við því að vera mikið á ferli utandyra. Um miðja viku greindu fjölmiðlar frá því að hvergi á jörðinni væri meiri loftmengun en á Spáni, meiri en í Kína og á Indlandi. Rykið getur valdið öndunartruflunum og ertingu í augum, og fólk var hvatt til þess að hylja vatnsból og brunna með drykkjarvatni og draga úr ónauðsynlegum akstri, það sé ekki á mengunina bætandi. Rauð leirrigning Þessum sunnanvindum hefur fylgt mikill hiti, skyndilega var lofthiti á miðnætti rokinn upp í 25 gráður, en hefur síðustu vikur hangið í kringum 10 gráður. Þegar líða tók á vikuna tók úrkoma við af vindinum, sannkölluð leirrigning; úr loftinu féll í raun rauðleit drulla sem þekur allt sem fyrir verður á jörðu niðri; garða, stræti, bifreiðar og annað. Það er því viðbúið að raðir myndist á bílaþvottastöðvum landsins næstu daga. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Þetta appelsínugula ástand er eiginlega árlegt fyrirbrigði á austurströnd Spánar, en þess hefur orðið vart um allan Spán að þessu sinni og jafnvel norðar í álfunni. Veðurfræðingar segja að margir áratugir séu síðan ástandið var eins og í liðinni viku. Enda talar fjöldi mynda og myndskeiða á vefmiðlum sínu máli. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Cartagena á SpániBrynja Jóhannsdóttir Austurströnd SpánarBjarni Baldursson Frá Murcia á SpániBjarni Baldursson Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Umhverfið hér á austurströnd Spánar minnir þessi dægrin helst á geimvísindasenur bandarískra bíómynda, og myndir héðan gætu allt eins verið teknar á plánetunni Mars. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Appelsínugul slikja er alltumlykjandi og svo dökk að það er eins og maður sé með sólgleraugu á nefinu um hábjartan dag. Sandur frá Sahara Það sem veldur þessum háappelsínugula lit á umhverfinu er gríðarlegt magn af rauðleitum sandi sem berst með sunnanvindum frá Sahara-eyðimörkinni í Afríku. Slikjan lagðist yfir megnið af héruðum Valencia, Alicante og Murcia í byrjun vikunnar og svo mikil var loftmengunin á tímabili að fólk var varað við því að vera mikið á ferli utandyra. Um miðja viku greindu fjölmiðlar frá því að hvergi á jörðinni væri meiri loftmengun en á Spáni, meiri en í Kína og á Indlandi. Rykið getur valdið öndunartruflunum og ertingu í augum, og fólk var hvatt til þess að hylja vatnsból og brunna með drykkjarvatni og draga úr ónauðsynlegum akstri, það sé ekki á mengunina bætandi. Rauð leirrigning Þessum sunnanvindum hefur fylgt mikill hiti, skyndilega var lofthiti á miðnætti rokinn upp í 25 gráður, en hefur síðustu vikur hangið í kringum 10 gráður. Þegar líða tók á vikuna tók úrkoma við af vindinum, sannkölluð leirrigning; úr loftinu féll í raun rauðleit drulla sem þekur allt sem fyrir verður á jörðu niðri; garða, stræti, bifreiðar og annað. Það er því viðbúið að raðir myndist á bílaþvottastöðvum landsins næstu daga. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Þetta appelsínugula ástand er eiginlega árlegt fyrirbrigði á austurströnd Spánar, en þess hefur orðið vart um allan Spán að þessu sinni og jafnvel norðar í álfunni. Veðurfræðingar segja að margir áratugir séu síðan ástandið var eins og í liðinni viku. Enda talar fjöldi mynda og myndskeiða á vefmiðlum sínu máli. Frá Murcia á Spáni.Javier Carrion / Getty Images Cartagena á SpániBrynja Jóhannsdóttir Austurströnd SpánarBjarni Baldursson Frá Murcia á SpániBjarni Baldursson
Spánn Loftslagsmál Umhverfismál Veður Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira