Vísbendingar um að Rússar ætli að beita efnavopnum í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2022 19:20 Hin 75 ára gamla Zinaida Pivtsova er ein tæplega þriggja milljóna manna, aðallega kvenna og barna, sem flúið hafa innrás Putins í Úkraínu. Hún var grátandi þar sem hún talaði í símann í móttöku fyrir flóttafólk í Póllandi í dag. AP/Petros Giannakouris Margt bendir til að Rússar séu byrjaðir að örvænta í innrás sinni í Úkraínu og að þeir séu að undirbúa notkun efnavopna með ásökunum um að slík vopn sé að finna í Úkraínu. Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Úkraínumenn nú þegar í gagnsókn á sumum stöðum og Putin eigi ekki möguleika á að vinna stríðið. Nú þegar fjórða vika innrásar Rússa í Úkraínu er hafin er augljóst að henni hefur lítið miðað áfram síðustu vikuna. Fullyrt er að yfir sjö þúsund Rússar hafi fallið í innrásinni, að minnsta kosti annar eins fjöldi særst og Úkraínumenn hafi grandað töluverðum fjölda skriðdreka, flugvéla og annars búnaðar. Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hvergi meiga hvika í andstöðunni við Putin.Getty/Mark Reinstein Andrei Kozyrev sem var utanríkisráðherra Rússlands í forsetatíð Borisar Yeltsin segir Úkraínumenn þegar komna í gagnsókn á sumum stöðum. „Það er ekki leið fyrir Rússland eða öllu heldur Putin til að vinna þetta stríð. Það er bara spurning hve fljótlega kemur að því að Úkraínumenn nái yfirhöndinni," segir Kozyrev. Rússar gera þó enn stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á borgir og bæi í Úkraínu. Þeir vörpuðu sprengjum á viðhaldsskýli fyrir flugvélar skammt frá flugvellinum í borginni Lviv sjötíu kílómetrum frá pólsku landamærunum í morgun. Flóttmenn hafa lang flestir viðkomu í borginni á leið sinni vestur yfir landamærin. Að minnsta kosti einn lést þegar fjölbýlishús stórskemmdist í sprengjuárás í Kænugarði í morgun. Fjöldi fólks særðist og ástandið er enn ömurlegt í Mariupol. Talsamður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að hersveitum hins svo kallaða alþýðulýðveldis Luhansk hafi tekist með aðstoð rússneskra hermanna að þrengja umsátur sitt um borgina. Mikill meirihluti Rússa fær engar aðrar fréttir en þær sem sagðar eru af fjölmiðlum sem eru algerlega undir hælnum á Putin. Hann fagnaði því í dag að átta ár eru liðin frá innlimun Krímskaga í Rússland. Tugir þúsunda fögnuðu honum á íþróttaleikvangi sem sjónvarpað var beint þar sem hann sagði Rússneska hermenn vera að frelsa Rússa í Úkraínu undan þjóðarmorði Úkraínumanna.AP/forsetaembætti Rússlands Viðbrögð Putins að undanförnu benda til að hann sé farinn að örvænta. Í gær sagði hann Vesturlönd reyna að kljúfa rússnesku þjóðina með undirróðri, en undirróður var sérgrein hans sjálfs hjá KGB og hann hefur beitt þeim aðferðum lyga og hálfsannleiks blygðunarlaust í stjórnartíð sinni. Þeir sem taka undir með Vesturlöndum eiga hins vegar ekki von á góðu. „Allir og sérstaklega Rússar geta ætíð gert greinarmun á sönnum föðurlandsvinum og svikurum og hrakmennum og hrækja þeim út úr sér eins og flugu sem af slysni flaug upp í munninn. Ég er sannfærður um að að slík náttúruleg og nauðsynleg hreinsun á samfélaginu muni aðeins styrkja landið okkar," sagði Putin með tilþrifum. Andrei Kozyrev segir Vesturlönd ekki meiga hvika eða sýna veikleikamerki í stuðningi sínum við Úkraínumenn af ótta við að Putin beiti kjarnorkuvopnum. Þótt hann væri brjálaður muni hann ekki fórna sjálfum sér með því að hefja kjarnorkustríð. „En ef Vesturlönd hvika og sýna ótta mun hann sennilega grípa til efnavopna. Þannig að sýnið engan bilbug á ykkur," segir utanríkisráðherrann fyrrverandi. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði í dag ásakanir um að Úkraínumenn hefðu yfir að ráða efnavopnum. Margir óttast að í því felist hótun Rússa um beita slíkum vopnum því þeir saka yfirleitt andstæðinga sína um að gera það sem þeir gera sjálfir.AP/Evgenia Novozhenina Úkraínuforseti og fleiri hafa sagt að best leiðin til að komast að áformum Rússa væri að hlusta á ásakanir þeirra gagnvart öðrum. Þess vegna væri ástæða til að hafa áhyggjur af öllu tali þeirra um efnavopn sem Úkraínumenn ættu ekki og myndu aldrei beita. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði einmitt í dag að Bandaríkjastjórn hefði komið fyrir rannsóknarstofum fyrir efnavopn á um þrjú hundruð stöðum í heiminum. „Margar þeirra eru í fyrrverandi sovétlýðveldum í nágrenni Rússlands. Þar með talið í Úkraínu sem er sennilega stærsta verkefni bandaríska varnarmálaráðuneytisins," sagði Lavrov. Rússar muni áskilja sér allan rétt til að gera út um farartæki sem grunur léki á að væru að flytja efnavopn. Andrei Kozyrev segir Lavrov eins og aðra embættismenn í Rússlandi algerlega valdalausan og hann ætti allt sitt undir Putin. Rússneskir embættismenn sem breiddu út lygar Putins væru sjálfum sér og rússnesku þjóðinni til skammar og væru að valda henni langvarandi tjóni. Þeir ættu allir með tölu að sýna sóma sinn í að segja af sér. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Við munum ná fram öllum okkar markmiðum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði í dag tugi þúsunda manna á viðburði þar sem verið var að fagna innrás Rússa í Úkraínu og halda upp á að átta væru liðin frá ólöglegri innlimun Krímskaga. Við mikil fagnaðarlæti sagði Pútín meðal annars að Rússar myndu sigra í Úkraínu. 18. mars 2022 15:19 Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. 18. mars 2022 13:41 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
Nú þegar fjórða vika innrásar Rússa í Úkraínu er hafin er augljóst að henni hefur lítið miðað áfram síðustu vikuna. Fullyrt er að yfir sjö þúsund Rússar hafi fallið í innrásinni, að minnsta kosti annar eins fjöldi særst og Úkraínumenn hafi grandað töluverðum fjölda skriðdreka, flugvéla og annars búnaðar. Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hvergi meiga hvika í andstöðunni við Putin.Getty/Mark Reinstein Andrei Kozyrev sem var utanríkisráðherra Rússlands í forsetatíð Borisar Yeltsin segir Úkraínumenn þegar komna í gagnsókn á sumum stöðum. „Það er ekki leið fyrir Rússland eða öllu heldur Putin til að vinna þetta stríð. Það er bara spurning hve fljótlega kemur að því að Úkraínumenn nái yfirhöndinni," segir Kozyrev. Rússar gera þó enn stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á borgir og bæi í Úkraínu. Þeir vörpuðu sprengjum á viðhaldsskýli fyrir flugvélar skammt frá flugvellinum í borginni Lviv sjötíu kílómetrum frá pólsku landamærunum í morgun. Flóttmenn hafa lang flestir viðkomu í borginni á leið sinni vestur yfir landamærin. Að minnsta kosti einn lést þegar fjölbýlishús stórskemmdist í sprengjuárás í Kænugarði í morgun. Fjöldi fólks særðist og ástandið er enn ömurlegt í Mariupol. Talsamður rússneska varnarmálaráðuneytisins segir að hersveitum hins svo kallaða alþýðulýðveldis Luhansk hafi tekist með aðstoð rússneskra hermanna að þrengja umsátur sitt um borgina. Mikill meirihluti Rússa fær engar aðrar fréttir en þær sem sagðar eru af fjölmiðlum sem eru algerlega undir hælnum á Putin. Hann fagnaði því í dag að átta ár eru liðin frá innlimun Krímskaga í Rússland. Tugir þúsunda fögnuðu honum á íþróttaleikvangi sem sjónvarpað var beint þar sem hann sagði Rússneska hermenn vera að frelsa Rússa í Úkraínu undan þjóðarmorði Úkraínumanna.AP/forsetaembætti Rússlands Viðbrögð Putins að undanförnu benda til að hann sé farinn að örvænta. Í gær sagði hann Vesturlönd reyna að kljúfa rússnesku þjóðina með undirróðri, en undirróður var sérgrein hans sjálfs hjá KGB og hann hefur beitt þeim aðferðum lyga og hálfsannleiks blygðunarlaust í stjórnartíð sinni. Þeir sem taka undir með Vesturlöndum eiga hins vegar ekki von á góðu. „Allir og sérstaklega Rússar geta ætíð gert greinarmun á sönnum föðurlandsvinum og svikurum og hrakmennum og hrækja þeim út úr sér eins og flugu sem af slysni flaug upp í munninn. Ég er sannfærður um að að slík náttúruleg og nauðsynleg hreinsun á samfélaginu muni aðeins styrkja landið okkar," sagði Putin með tilþrifum. Andrei Kozyrev segir Vesturlönd ekki meiga hvika eða sýna veikleikamerki í stuðningi sínum við Úkraínumenn af ótta við að Putin beiti kjarnorkuvopnum. Þótt hann væri brjálaður muni hann ekki fórna sjálfum sér með því að hefja kjarnorkustríð. „En ef Vesturlönd hvika og sýna ótta mun hann sennilega grípa til efnavopna. Þannig að sýnið engan bilbug á ykkur," segir utanríkisráðherrann fyrrverandi. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði í dag ásakanir um að Úkraínumenn hefðu yfir að ráða efnavopnum. Margir óttast að í því felist hótun Rússa um beita slíkum vopnum því þeir saka yfirleitt andstæðinga sína um að gera það sem þeir gera sjálfir.AP/Evgenia Novozhenina Úkraínuforseti og fleiri hafa sagt að best leiðin til að komast að áformum Rússa væri að hlusta á ásakanir þeirra gagnvart öðrum. Þess vegna væri ástæða til að hafa áhyggjur af öllu tali þeirra um efnavopn sem Úkraínumenn ættu ekki og myndu aldrei beita. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði einmitt í dag að Bandaríkjastjórn hefði komið fyrir rannsóknarstofum fyrir efnavopn á um þrjú hundruð stöðum í heiminum. „Margar þeirra eru í fyrrverandi sovétlýðveldum í nágrenni Rússlands. Þar með talið í Úkraínu sem er sennilega stærsta verkefni bandaríska varnarmálaráðuneytisins," sagði Lavrov. Rússar muni áskilja sér allan rétt til að gera út um farartæki sem grunur léki á að væru að flytja efnavopn. Andrei Kozyrev segir Lavrov eins og aðra embættismenn í Rússlandi algerlega valdalausan og hann ætti allt sitt undir Putin. Rússneskir embættismenn sem breiddu út lygar Putins væru sjálfum sér og rússnesku þjóðinni til skammar og væru að valda henni langvarandi tjóni. Þeir ættu allir með tölu að sýna sóma sinn í að segja af sér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir „Við munum ná fram öllum okkar markmiðum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði í dag tugi þúsunda manna á viðburði þar sem verið var að fagna innrás Rússa í Úkraínu og halda upp á að átta væru liðin frá ólöglegri innlimun Krímskaga. Við mikil fagnaðarlæti sagði Pútín meðal annars að Rússar myndu sigra í Úkraínu. 18. mars 2022 15:19 Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. 18. mars 2022 13:41 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
„Við munum ná fram öllum okkar markmiðum“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ávarpaði í dag tugi þúsunda manna á viðburði þar sem verið var að fagna innrás Rússa í Úkraínu og halda upp á að átta væru liðin frá ólöglegri innlimun Krímskaga. Við mikil fagnaðarlæti sagði Pútín meðal annars að Rússar myndu sigra í Úkraínu. 18. mars 2022 15:19
Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. 18. mars 2022 13:41