Einkaþota óligarka á meðal hátt í hundrað kyrrsettra véla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2022 23:31 Róman Abramóvítsj er einn auðugasti maður Rússlands og sagður innsti koppur í búri hjá sjálfum Pútín. Sjálfur þvertekur hann þó fyrir það, en það hefur ekki komið í veg fyrir að vesturlönd hafi beitt hann víðtækum þvingunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Mikhail Svetlov/Getty Viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kyrrsett hátt í hundrað flugvélar með tengsl við Rússland. Þeirra á meðal er flugvél í eigu óligarkans og milljarðamæringsins Rómans Abramóvítsj. Ráðuneytið segir að kyrrsetning vélanna sé liður í refsiaðgerðum Bandaríkjanna vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá geti það leitt til þungra sekta og jafnvel fangelsisrefsingar að þjónusta vélarnar hvar sem er í heiminum, jafnvel innan Rússlands. Flestar vélanna sem um ræðir eru farþegaþotur, meðal annars á vegum rússneska ríkisflugfélagsins Aeroflot. Þó er á listanum að finna eina einkaþotu í eigu Rómans Abramóvítsj, eins auðugasta manns Rússlands og núverandi eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Abramóvítsj er einn þeirra sjö óligarka sem bresk stjórnvöld hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar, meðal annars með þeim afleiðingum að starfsemi Chelsea hefur verið verulega skert. Félagið hefur nú verið sett í söluferli sem breska ríkið hefur yfirumsjón með, og rann tilboðsfrestur í félagið út í kvöld. Abramóvítsj er sagður hafa náin tengsl við Vladímír Pútín Rússlandsforseta, en auðmaðurinn hefur sjálfur neitað fyrir það. Vilja hefta ferðagetu Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Gina Raimondo, segir að kyrrsetning flugvélanna sé bein viðbrögð við „miskunnarlausu stríði Rússa í Úkraínu sem þeir völdu sjálfir að fara í.“ „Við munum birta lista til þess að gera heiminum ljóst að við munum ekki leyfa rússneskum og hvítrússneskum fyrirtækjum og óligörkum að ferðast refsilaust, í trássi við lög.“ Bandaríkin, Kanada og fjöldi Evrópuríkja hafði þegar bannað rússneskum flugvélum að koma inn í lofthelgi sína, sem hefur gert rússneskum flugfélögum afar erfitt fyrir með áætlunarflug. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Ráðuneytið segir að kyrrsetning vélanna sé liður í refsiaðgerðum Bandaríkjanna vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá geti það leitt til þungra sekta og jafnvel fangelsisrefsingar að þjónusta vélarnar hvar sem er í heiminum, jafnvel innan Rússlands. Flestar vélanna sem um ræðir eru farþegaþotur, meðal annars á vegum rússneska ríkisflugfélagsins Aeroflot. Þó er á listanum að finna eina einkaþotu í eigu Rómans Abramóvítsj, eins auðugasta manns Rússlands og núverandi eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Abramóvítsj er einn þeirra sjö óligarka sem bresk stjórnvöld hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna innrásarinnar, meðal annars með þeim afleiðingum að starfsemi Chelsea hefur verið verulega skert. Félagið hefur nú verið sett í söluferli sem breska ríkið hefur yfirumsjón með, og rann tilboðsfrestur í félagið út í kvöld. Abramóvítsj er sagður hafa náin tengsl við Vladímír Pútín Rússlandsforseta, en auðmaðurinn hefur sjálfur neitað fyrir það. Vilja hefta ferðagetu Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Gina Raimondo, segir að kyrrsetning flugvélanna sé bein viðbrögð við „miskunnarlausu stríði Rússa í Úkraínu sem þeir völdu sjálfir að fara í.“ „Við munum birta lista til þess að gera heiminum ljóst að við munum ekki leyfa rússneskum og hvítrússneskum fyrirtækjum og óligörkum að ferðast refsilaust, í trássi við lög.“ Bandaríkin, Kanada og fjöldi Evrópuríkja hafði þegar bannað rússneskum flugvélum að koma inn í lofthelgi sína, sem hefur gert rússneskum flugfélögum afar erfitt fyrir með áætlunarflug.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira