„Það er kominn tími til að hittast, tími til að tala“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2022 07:07 Rússar hafa ekki útilokað fund milli Selenskís og Pútín. AP Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir raunverulegum og sanngjörnum friðarviðræðum, án tafar. „Það er kominn tími til að hittast, tími til að tala. Það er kominn tími til að endurheimta landyfirráð Úkraínu og réttlæti henni til handa.“ Ummælin lét Selenskí falla í ávarpi til þjóðarinnar sem birtist snemma í morgun. Forsetinn sagði að hinn valkosturinn væri sá að Rússar yrðu fyrir svo miklum skaða að hann yrði ekki bættur á líftíma margra kynslóða. „Stríðið verður að enda. Tillögur Úkraínu liggja á borðinu.“ Misjöfnum sögum fer af því hvernig viðræður ganga en Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur sakað Úkraínumenn um að tefja fyrir. Á sama tíma hafa aðrir fulltrúar Rússa haldið því fram að aðilar séu komnir hálfa leið. Ávarp Selenskís má sjá með enskum texta hér að neðan. Sjálfir báru Úkraínumenn þær fréttir til baka í gær og sögðu enn vanta mikið upp á. Ítrekuðu þeir kröfur sínar um varanlegt vopnahlé, sem gefur til kynna að ekki hafi samist um það ennþá. Þá hefur hvorugur aðili minnst á umræður um þær kröfur Rússa að Úkraínumenn sætti sig við innlimun Krímskaga og sjálfstæði Donbas-héraðanna. Selenskí sakaði rússneskar hersveitir um að hafa skapað neyðarástand í Maríupól, þar sem íbúar hafa verið án vatns, matar og rafmagns í langan tíma. Úkraínumenn segjast hafa ítrekað freistað þess að flytja íbúa á brott en að Rússar hafi ekki staðið við að láta af árásum á meðan. Forsetinn sagðist munu halda áfram að biðla til annarra þjóðarleiðtoga um að kalla eftir friði í Úkraínu. Hann mun í vikunni ávarpa þing Sviss, Ítalíu, Ísrael og Japan. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Ummælin lét Selenskí falla í ávarpi til þjóðarinnar sem birtist snemma í morgun. Forsetinn sagði að hinn valkosturinn væri sá að Rússar yrðu fyrir svo miklum skaða að hann yrði ekki bættur á líftíma margra kynslóða. „Stríðið verður að enda. Tillögur Úkraínu liggja á borðinu.“ Misjöfnum sögum fer af því hvernig viðræður ganga en Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur sakað Úkraínumenn um að tefja fyrir. Á sama tíma hafa aðrir fulltrúar Rússa haldið því fram að aðilar séu komnir hálfa leið. Ávarp Selenskís má sjá með enskum texta hér að neðan. Sjálfir báru Úkraínumenn þær fréttir til baka í gær og sögðu enn vanta mikið upp á. Ítrekuðu þeir kröfur sínar um varanlegt vopnahlé, sem gefur til kynna að ekki hafi samist um það ennþá. Þá hefur hvorugur aðili minnst á umræður um þær kröfur Rússa að Úkraínumenn sætti sig við innlimun Krímskaga og sjálfstæði Donbas-héraðanna. Selenskí sakaði rússneskar hersveitir um að hafa skapað neyðarástand í Maríupól, þar sem íbúar hafa verið án vatns, matar og rafmagns í langan tíma. Úkraínumenn segjast hafa ítrekað freistað þess að flytja íbúa á brott en að Rússar hafi ekki staðið við að láta af árásum á meðan. Forsetinn sagðist munu halda áfram að biðla til annarra þjóðarleiðtoga um að kalla eftir friði í Úkraínu. Hann mun í vikunni ávarpa þing Sviss, Ítalíu, Ísrael og Japan.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira