Í dagbók lögreglu kemur fram að rétt fyrir klukkan fjögur í nótt hafi lögregla mælt ökumann á 140 kílómetra hraða í Hafnarfirði. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Elti lögregla manninn sem stöðvaði bíl sinn fyrir utan heimili sitt.
Þá kom í ljós að lögregla hafði haft afskipti af manninum 25 mínútum áður þegar hann hafði verið kærður fyrir akstur sviptur ökuréttindum.