Betur má ef duga skal – Um nám barna með annað upprunamál en íslensku Magnús Þór Jónsson skrifar 19. mars 2022 11:00 Síðustu vikur höfum við orðið vör við það hversu heimsmyndin er hverful. Í einu vetfangi hefur þjóð í Evrópu mátt þola innrás nágranna og afleiðingarnar þær að milljónir eru á flótta frá heimilum sínum, stór hluti þess hóps börn. Þessa dagana koma mörg þessara barna í skjól okkar Íslendinga og það er svo sannarlega verðugt verkefni að taka á móti þeim á þann hátt að sómi sé að. Það er gæfa okkar að geta aðstoðað og stutt við fólk sem býr við það óöryggi og þær aðstæður sem nú eru uppi í þeirra lífi. Íslenskt skólakerfi hefur á síðustu árum og áratugum öðlast reynslu í að vinna með nemendum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. Það er þó svo að við erum enn að læra það verkefni og þurfum að bæta verulega í. Á málþingi Velferðarvaktarinnar miðvikudaginn 16.mars komu fram upplýsingar um að hlutfall brottfalls á meðal nemenda með annað móður mál en íslensku á framhaldsskólastigi er mjög hátt og námsárangur er marktækt slakari en hjá samanburðarhópum. Því miður komu þessar upplýsingar ekki á óvart heldur staðfestu þá tilfinningu að enn eigum við langt í land með að koma til móts við þarfir þessara barna. Það eru svo sannarlega margir skólar og sveitarfélög að leggja sig fram en staðreyndin er sú að það vantar algerlega festu í það verkefni að gera nám þessara barna sambærilegt öðru námi. Líklega er ég að flækja málið með að nota orðið festu, því í raun snýst þetta um fjármagn og aðstöðu, þar vantar einfaldlega mikið uppá! Staðreyndin er sú að þó að reglulega heyrist á vettvangi stjórnmálanna hversu mikilvægur þessi málaflokkur er þá fylgir ekki hugur alla leið þar sem fjármagnið sem skólum er úthlutað til þessa verkefnis er einfaldlega alltof lítið. Úthlutunarreglur eru jafnvel á þann hátt að þessum nemendum fylgir ekkert fjármagn fyrr en töluvert eftir komu þeirra í skólana vegna úthlutunarreglna í fjármálum sveitarfélaga og/eða ríkis. Eftir stendur barn sem hefur að sjálfsögðu þann rétt að fá þjónustu í skóla og auðvitað leggur skólinn sig fram þó barninu fylgi sama fjármagn og ef það hefði alla tíð verið í íslenskum skóla. Það er augljóst með öllu að slíkt er óásættanlegt og á að sjálfsögðu þátt í þeim niðurstöðum sem skýrslan sem kynnt var hjá Velferðarvaktinni sýndi. Börnin sem nú koma til okkar frá Úkraínu eru vissulega í annarri aðstöðu en mörg þeirra sem eru nú þegar í íslenskum skólum að vinna að því að ná árangri í námi á tungumáli sem ekki er þeirra móðurmál. Börnin sem flúið hafa stríðsátök munu þurfa margþætta aðstoð og stuðning á miklu fleiri sviðum en bara þeim þar sem afraksturinn verður námsárangur. Það er þó svo að sá afrakstur er afskaplega mikilvægur barni til að ná fótfestu í okkar samfélagi til lengri tíma og til að samfélagið njóti hæfileika og fangi mannauð þess. Vellíðan og farsæld hefur verið mikið í umræðunni eftir útgáfu laga um farsæld barna á liðnu ári, enda var útgáfa þeirra laga stórt skref í þágu íslenskra barna. Ég treysti því að sú vinna sem nú er í gangi og miðar að því að taka á móti þeim hópi sem við nú opnum landið okkar fyrir verði til þess að sérstöku ljósi verði einnig varpað á farsæld þeirra barna sem nú þegar eru í skólunum okkar og þurfa svo miklu meiri þjónustu en þau fá nú. Þau eiga eins og öll börn sem byggja skólana okkar frá leikskólastigi, í gegnum grunnskólann og upp í framhaldsskólann að fá alla þá möguleika sem önnur börn hafa og það er skylda okkar sem stöndum að námi þeirra að veita þeim þá. Hvort sem þar eru á ferð skólarnir sjálfir, rekstraraðilarnir ríki og sveitarfélög eða sjálft ráðuneyti barna- og menntamálaráða. Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík og verðandi formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla - og menntamál Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur höfum við orðið vör við það hversu heimsmyndin er hverful. Í einu vetfangi hefur þjóð í Evrópu mátt þola innrás nágranna og afleiðingarnar þær að milljónir eru á flótta frá heimilum sínum, stór hluti þess hóps börn. Þessa dagana koma mörg þessara barna í skjól okkar Íslendinga og það er svo sannarlega verðugt verkefni að taka á móti þeim á þann hátt að sómi sé að. Það er gæfa okkar að geta aðstoðað og stutt við fólk sem býr við það óöryggi og þær aðstæður sem nú eru uppi í þeirra lífi. Íslenskt skólakerfi hefur á síðustu árum og áratugum öðlast reynslu í að vinna með nemendum sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. Það er þó svo að við erum enn að læra það verkefni og þurfum að bæta verulega í. Á málþingi Velferðarvaktarinnar miðvikudaginn 16.mars komu fram upplýsingar um að hlutfall brottfalls á meðal nemenda með annað móður mál en íslensku á framhaldsskólastigi er mjög hátt og námsárangur er marktækt slakari en hjá samanburðarhópum. Því miður komu þessar upplýsingar ekki á óvart heldur staðfestu þá tilfinningu að enn eigum við langt í land með að koma til móts við þarfir þessara barna. Það eru svo sannarlega margir skólar og sveitarfélög að leggja sig fram en staðreyndin er sú að það vantar algerlega festu í það verkefni að gera nám þessara barna sambærilegt öðru námi. Líklega er ég að flækja málið með að nota orðið festu, því í raun snýst þetta um fjármagn og aðstöðu, þar vantar einfaldlega mikið uppá! Staðreyndin er sú að þó að reglulega heyrist á vettvangi stjórnmálanna hversu mikilvægur þessi málaflokkur er þá fylgir ekki hugur alla leið þar sem fjármagnið sem skólum er úthlutað til þessa verkefnis er einfaldlega alltof lítið. Úthlutunarreglur eru jafnvel á þann hátt að þessum nemendum fylgir ekkert fjármagn fyrr en töluvert eftir komu þeirra í skólana vegna úthlutunarreglna í fjármálum sveitarfélaga og/eða ríkis. Eftir stendur barn sem hefur að sjálfsögðu þann rétt að fá þjónustu í skóla og auðvitað leggur skólinn sig fram þó barninu fylgi sama fjármagn og ef það hefði alla tíð verið í íslenskum skóla. Það er augljóst með öllu að slíkt er óásættanlegt og á að sjálfsögðu þátt í þeim niðurstöðum sem skýrslan sem kynnt var hjá Velferðarvaktinni sýndi. Börnin sem nú koma til okkar frá Úkraínu eru vissulega í annarri aðstöðu en mörg þeirra sem eru nú þegar í íslenskum skólum að vinna að því að ná árangri í námi á tungumáli sem ekki er þeirra móðurmál. Börnin sem flúið hafa stríðsátök munu þurfa margþætta aðstoð og stuðning á miklu fleiri sviðum en bara þeim þar sem afraksturinn verður námsárangur. Það er þó svo að sá afrakstur er afskaplega mikilvægur barni til að ná fótfestu í okkar samfélagi til lengri tíma og til að samfélagið njóti hæfileika og fangi mannauð þess. Vellíðan og farsæld hefur verið mikið í umræðunni eftir útgáfu laga um farsæld barna á liðnu ári, enda var útgáfa þeirra laga stórt skref í þágu íslenskra barna. Ég treysti því að sú vinna sem nú er í gangi og miðar að því að taka á móti þeim hópi sem við nú opnum landið okkar fyrir verði til þess að sérstöku ljósi verði einnig varpað á farsæld þeirra barna sem nú þegar eru í skólunum okkar og þurfa svo miklu meiri þjónustu en þau fá nú. Þau eiga eins og öll börn sem byggja skólana okkar frá leikskólastigi, í gegnum grunnskólann og upp í framhaldsskólann að fá alla þá möguleika sem önnur börn hafa og það er skylda okkar sem stöndum að námi þeirra að veita þeim þá. Hvort sem þar eru á ferð skólarnir sjálfir, rekstraraðilarnir ríki og sveitarfélög eða sjálft ráðuneyti barna- og menntamálaráða. Höfundur er formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík og verðandi formaður Kennarasambands Íslands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun