Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 02:35 Hildur kemur til með að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum. Vísir/Vilhelm Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon varaþingmaður endaði í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir í því fjórða. Nokkur spenna hefur ríkt eftir niðurstöðum prófkjörsins, sem nú liggja fyrir. Hildur tekur við oddvitasæti flokksins í borginni af Eyþóri Arnalds, sem hafði tilkynnt um að hann sæktist eftir endurkjöri, en hætti við það seint á síðasta ári af persónulegum ástæðum. Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjörinu, en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir Prófkjörið fór fram á föstudag og laugardag, en kjörstaðir lokuðu klukkan 18 í gær, laugardag. Nokkur bið var eftir fyrstu tölum úr prófkjörinu en upphaflega var stefnt að því að birta þær um klukkustund eftir lokun kjörstaða. Sú var þó ekki alveg raunin og birtust fyrstu tölur upp úr klukkan tíu. Hér að neðan má sjá vakt fréttastofunnar þar sem farið var yfir nýjustu vendingar, og beðið eftir nýjustu tölum, sem síðan var greint frá um leið og þær bárust. Fréttin var uppfærð klukkan 02:35.
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon varaþingmaður endaði í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir í því fjórða. Nokkur spenna hefur ríkt eftir niðurstöðum prófkjörsins, sem nú liggja fyrir. Hildur tekur við oddvitasæti flokksins í borginni af Eyþóri Arnalds, sem hafði tilkynnt um að hann sæktist eftir endurkjöri, en hætti við það seint á síðasta ári af persónulegum ástæðum. Hér að neðan má sjá ellefu efstu í prófkjörinu, en kosið var um níu efstu sætin: Í 1. sæti með 2.603 atkvæði er Hildur Björnsdóttir Í 2. sæti með 2.257 atkvæði í 1.-2.sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Í 3. sæti með 1.815 atkvæði í 1.-3. sæti er Kjartan Magnússon Í 4. sæti með 1.794 atkvæði í 1.-4. sæti er Marta Guðjónsdóttir Í 5. sæti með 1.555 atkvæði í 1.-5. sæti er Björn Gíslason Í 6. sæti með 1.688 atkvæði í 1.-6. sæti er Friðjón R. Friðjónsson Í 7. sæti með 1.955 atkvæði í 1.-7. sæti er Helgi Áss Grétarsson Í 8. sæti með 2.184 atkvæði í 1.-8. sæti er Sandra Hlíf Ocares Í 9. sæti með 2.396 atkvæði í 1.-9. sæti er Jórunn Pála Jónasdóttir Í 10. sæti með 2.319 atkvæði í 1.-9. sæti er Birna Hafstein Í 11. sæti með 2.231 atkvæði í 1.-9. sæti er Valgerður Sigurðardóttir Prófkjörið fór fram á föstudag og laugardag, en kjörstaðir lokuðu klukkan 18 í gær, laugardag. Nokkur bið var eftir fyrstu tölum úr prófkjörinu en upphaflega var stefnt að því að birta þær um klukkustund eftir lokun kjörstaða. Sú var þó ekki alveg raunin og birtust fyrstu tölur upp úr klukkan tíu. Hér að neðan má sjá vakt fréttastofunnar þar sem farið var yfir nýjustu vendingar, og beðið eftir nýjustu tölum, sem síðan var greint frá um leið og þær bárust. Fréttin var uppfærð klukkan 02:35.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Sjá meira