Innlent

Ók yfir hraðahindrun og endaði í garði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan hafði hendur í hári ökumanns sem sinnti ekki stöðvunarmerkjum hennar.
Lögreglan hafði hendur í hári ökumanns sem sinnti ekki stöðvunarmerkjum hennar. Vísir/VIlhelm

Ökumaður sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna var handtekinn í Hafnarfirði í gærkvöldi. Ökuferð mannsinns endaði í húsagarði eftir eftirför lögreglu.

Það var um klukkan hálf níu í gærkvöldi sem lögregla gaf ökumanni í Hafnarfirði merki um að stöðva bíl sinn þar sem honum var ekið of hratt.

Ökumaðurinn sinnti hins vegar ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og jók hraðann. För hans endaði með því að eftir að hann ók yfir hraðahindrum missti hann stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann endaði í húsgarði.

Þar var maðurinn handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ýmis umferðarlagabrot að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þá eru einstaklingar grunaðir um líkamsárás á veitingastað í miðborg Reykjavíkur í nótt. Réðust þeir að einum manni og veittu ítrekuð hnefahögg. Sá var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans, líklega nefbrotinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×