Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. mars 2022 07:01 Mayya Pigida er frá Úkraínu en hefur búið á Íslandi í 21 ár. bjarni einarsson Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. Mayya er frá Maríupól en hefur búið í 21 ár á Íslandi. Hún segir skelfilegt að horfa upp á stríðið í Úkraínu en hryllingurinn hefur hvergi verið meiri en í Maríupól. Þar hefur fólk verið innikróað frá upphafi innrásarinnar og sætt stöðugum loftrásum. Inni í rauða hringnum sést íbúðin hennar Mayyu í Maríupól. Í vikunni var sprengju varpað á íbúðina og er allt inni í henni gjöreyðilagt. Foreldrarnir leita skjóls í kjallaranum Sprengju var einnig varpað á íbúð foreldra hennar en Mayya hefur ekki heyrt frá þeim í sextán daga. „Ekkert. Ekkert. Ég vissi ekki neitt eða hvort þau væru á lífi eða ekki,“ segir Mayya Pigida. Í gær fékk hún upplýsingar frá þriðja manni um að foreldrar hennar séu á lífi og leiti skjóls í kjallara hússins. „Já það er rafmagnsleysi. Það er ekkert símasamband. Allir vita að það er ekkert vatn. Ekkert gas. Ekki neitt. Ég get ekki lýst þessu ástandi í Maríupól. Þetta er það versta sem getur gerst.“ Hún segir að ástandið sé verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir, þrátt fyrir fréttaflutning. Mayya ásamt fleiri úkraínskum konum hefur staðið fyrir söfnun fyrir börn í Úkraínu, en hún segir ótrúlegt að finna fyrir stuðningi. „Það var mjög frábær dagur. Þetta var ein milljón og 25 þúsund sem safnaðist í gær og ég vil þakka öllum fyrir sem styrkja okkur.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira
Mayya er frá Maríupól en hefur búið í 21 ár á Íslandi. Hún segir skelfilegt að horfa upp á stríðið í Úkraínu en hryllingurinn hefur hvergi verið meiri en í Maríupól. Þar hefur fólk verið innikróað frá upphafi innrásarinnar og sætt stöðugum loftrásum. Inni í rauða hringnum sést íbúðin hennar Mayyu í Maríupól. Í vikunni var sprengju varpað á íbúðina og er allt inni í henni gjöreyðilagt. Foreldrarnir leita skjóls í kjallaranum Sprengju var einnig varpað á íbúð foreldra hennar en Mayya hefur ekki heyrt frá þeim í sextán daga. „Ekkert. Ekkert. Ég vissi ekki neitt eða hvort þau væru á lífi eða ekki,“ segir Mayya Pigida. Í gær fékk hún upplýsingar frá þriðja manni um að foreldrar hennar séu á lífi og leiti skjóls í kjallara hússins. „Já það er rafmagnsleysi. Það er ekkert símasamband. Allir vita að það er ekkert vatn. Ekkert gas. Ekki neitt. Ég get ekki lýst þessu ástandi í Maríupól. Þetta er það versta sem getur gerst.“ Hún segir að ástandið sé verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir, þrátt fyrir fréttaflutning. Mayya ásamt fleiri úkraínskum konum hefur staðið fyrir söfnun fyrir börn í Úkraínu, en hún segir ótrúlegt að finna fyrir stuðningi. „Það var mjög frábær dagur. Þetta var ein milljón og 25 þúsund sem safnaðist í gær og ég vil þakka öllum fyrir sem styrkja okkur.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Sjá meira