Þurfa konur bara að vera duglegri að taka verkjalyf? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. mars 2022 09:01 Endómetríósa (legslímuflakk, stundum stytt í endó) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi og talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Erfitt getur verið að greina sjúkdóminn og greiningartími er því oftar en ekki mörg ár. Talið er að meðalgreiningartíminn sé allt að 7-9 ár. Sjúklingar með endómetríósu flakka því oft milli lækna og heilbrigðisstofnana árum saman þar til rétt greining er fundin. Á þeim tíma eru þeim gefin verkjalyf sem takmarka lífsgæði verulega. Sjúklingar upplifa sára verki, mæta skilnings- og aðgerðaleysi á sama tíma og rekast alls staðar á veggi í heilbrigðiskerfinu. Sjúkdómurinn getur því haft mikil andleg áhrif, leitt til þunglyndis, kvíða og andlegrar vanlíðan. Þegar endómetríósu sjúklingar eru loks komnir á rétta hillu í heilbrigðiskerfinu, tekur við löng bið eftir viðtölum og aðgerðum. Meðan sjúklingarnir bíða er verkjaástand þeirra oft viðvarandi og þeir eru jafnvel óvinnufærir. Ég hef vakið athygli á málefnum sjúklinga með endómetríósu á Alþingi, m.a. með fyrirspurnum til heilbrigðisráðherra. Á dögunum greindi ráðherrann frá því að unnið væri að bættri þjónustu við einstaklinga með endómetríósu. Hann hefur m.a. skipað starfshóp sem vinnur að því að greina hvernig þjónustunni er háttað og gera tillögur um úrbætur. Það er jákvætt að málefni sjúklinga með endómetríósu hafi loksins verið tekin til tímabærrar skoðunar og að umbóta sé að vænta. En betur má ef duga skal. Það er ekki ásættanleg staða fyrir stóran hóp kvenna að fá ekki fullnægjandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Sjúklingarnir líða bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins og í einhverjum tilvikum verður skaðinn orðinn óafturkræfur þegar loks er úr bætt. Meðan málið er skoðað í stjórnkerfinu og í starfshópum bíða sjúklingar með endómetríósu, margir hverjir sárþjáðir og jafnvel óvirkir í samfélaginu og á atvinnumarkaði. Það er átakanlegt til þessa að vita og að hlusta á reynslusögur þessara kvenna. Enda eru þær tilbúnar að ganga langt til þess að binda enda á þjáninguna, svo sem að ferðast út fyrir landsteinana til að fá meðhöndlun og reiða fram háar fjárhæðir í því skyni. Í dag hefst Endóvikan. Með henni vill baráttufólk vekja athygli á endómetríósu. Í vikunni mun fjöldi kvenna úr atvinnulífinu deila reynslusögum og forsvarsmenn samtaka um endómetríósu vekja athygli á málstaðnum. Það er von okkar að staðan verði gerbreytt innan skamms og að úrbætur heilbrigðisráðherra verði að umbyltingu. Grafalvarleg staða í málaflokknum kallar ekki á neitt minna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Kvenheilsa Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Endómetríósa (legslímuflakk, stundum stytt í endó) er sjúkdómur sem getur valdið sárum verkjum og ófrjósemi og talið er að sjúkdómurinn hrjái allt að 10% kvenna. Erfitt getur verið að greina sjúkdóminn og greiningartími er því oftar en ekki mörg ár. Talið er að meðalgreiningartíminn sé allt að 7-9 ár. Sjúklingar með endómetríósu flakka því oft milli lækna og heilbrigðisstofnana árum saman þar til rétt greining er fundin. Á þeim tíma eru þeim gefin verkjalyf sem takmarka lífsgæði verulega. Sjúklingar upplifa sára verki, mæta skilnings- og aðgerðaleysi á sama tíma og rekast alls staðar á veggi í heilbrigðiskerfinu. Sjúkdómurinn getur því haft mikil andleg áhrif, leitt til þunglyndis, kvíða og andlegrar vanlíðan. Þegar endómetríósu sjúklingar eru loks komnir á rétta hillu í heilbrigðiskerfinu, tekur við löng bið eftir viðtölum og aðgerðum. Meðan sjúklingarnir bíða er verkjaástand þeirra oft viðvarandi og þeir eru jafnvel óvinnufærir. Ég hef vakið athygli á málefnum sjúklinga með endómetríósu á Alþingi, m.a. með fyrirspurnum til heilbrigðisráðherra. Á dögunum greindi ráðherrann frá því að unnið væri að bættri þjónustu við einstaklinga með endómetríósu. Hann hefur m.a. skipað starfshóp sem vinnur að því að greina hvernig þjónustunni er háttað og gera tillögur um úrbætur. Það er jákvætt að málefni sjúklinga með endómetríósu hafi loksins verið tekin til tímabærrar skoðunar og að umbóta sé að vænta. En betur má ef duga skal. Það er ekki ásættanleg staða fyrir stóran hóp kvenna að fá ekki fullnægjandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Sjúklingarnir líða bæði líkamlegar og andlegar kvalir af völdum sjúkdómsins og í einhverjum tilvikum verður skaðinn orðinn óafturkræfur þegar loks er úr bætt. Meðan málið er skoðað í stjórnkerfinu og í starfshópum bíða sjúklingar með endómetríósu, margir hverjir sárþjáðir og jafnvel óvirkir í samfélaginu og á atvinnumarkaði. Það er átakanlegt til þessa að vita og að hlusta á reynslusögur þessara kvenna. Enda eru þær tilbúnar að ganga langt til þess að binda enda á þjáninguna, svo sem að ferðast út fyrir landsteinana til að fá meðhöndlun og reiða fram háar fjárhæðir í því skyni. Í dag hefst Endóvikan. Með henni vill baráttufólk vekja athygli á endómetríósu. Í vikunni mun fjöldi kvenna úr atvinnulífinu deila reynslusögum og forsvarsmenn samtaka um endómetríósu vekja athygli á málstaðnum. Það er von okkar að staðan verði gerbreytt innan skamms og að úrbætur heilbrigðisráðherra verði að umbyltingu. Grafalvarleg staða í málaflokknum kallar ekki á neitt minna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun