Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum heyrum við í Óskari Hallgrímssyni í Kænugarði en árásir Rússa á höfuðborg Úkraínu og fleiri borgir í landinu halda áfram.

Einnig verður rætt við Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem er ekki sáttur við ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta um helgina. Baldur segir hægt að líta á orð Ólafs Ragnars um ástandið í Úkraínu sem afsökun á gjörðum Pútíns forseta.

Einnig verður rætt við sveitastjóra Langanesbyggðar um andlát lítillar telpu í sveitarfélaginu á dögunum sem fjallað var um á Stöð 2 í gær. 

Þá ræðum við frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta en svo virðist sem heilbrigðisráðherra hafi tekið málið af dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×