Píratinn Gísli Rafn Ólafsson sendi forsætisnefnd Alþingis formlegt erindi fyrir tveimur vikum síðan þar sem hann óskaði eftir því að orkudrykkurinn vinsæli yrði gerður aðgengilegur í mötuneyti þingsins.
Gísli skrifaði í erindinu að þingfundir væru oft langir og Alþingismenn þyrftu reglulega að halda einbeitingu þegar þeir hlýddu á misinnihaldsríkar ræður þingmanna á mislöngum þingfundum.
Uppátækið vakti mikla eftirtek á Twitter þegar erindið var sent og gerðu margir grín að því.
Gísli Rafn hefur nú greint frá því í tísti að fyrsta málið hans hafi náð gegn á Alþingi en gerir þó nokkuð grín að sjálfum sér með notkun gæsalappa og myllumerkis í tístinu.
„Fyrsta „málið“ mitt sem „nær í gegn“ á Alþingi #storumalin,“ skrifar Gísli Rafn.