Overmars fljótur að finna sér nýtt starf þrátt fyrir óviðeigandi hegðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2022 17:31 Marc Overmars var ekki lengi atvinnulaus en færir sig yfir frá Hollandi til Belgíu. Getty/Gerrit van Keulen Hollenska knattspyrnugoðsögnin Marc Overmars var ekki lengi að finna sér nýtt starf í fótboltaheiminum þrátt fyrir að hafa yfirgefið Ajax með skömm fyrir aðeins meira en mánuði síðan. Overmars er nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá belgíska félaginu Royal Antwerp FC. Hinn 48 ára gamli Overmars missti starfið sitt hjá Ajax eftir að hafa orðið uppvís að því að sendi óviðeigandi skilaboð og myndir til kvenkyns starfsmanna félagsins. Antwerp appoint Marc Overmars despite inappropriate behaviour at Ajax https://t.co/SP5dygtZXC— Guardian sport (@guardian_sport) March 21, 2022 Overmars sendi skilaboðin á fjölmargar konur innan félagsins en hefur viðkennt að hegðun hans hafi verið óásættanleg. Þegar Royal Antwerp kynnti Overmars til leiks þá sagði hann að tekið hafi verið á hans málum hjá Ajax og að þetta mál hafi ekki haft áhrif á viðræður hans við belgíska félagið. „Það sem gerðist hjá Ajax mun ekki gerast aftur. Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Þetta er nýr kafli fyrir mig. Falleg áskorun hjá félagi sem ég tel að eigi tækifæri til að vaxa,“ sagði Marc Overmars. Sven Jaecques, framkvæmdastjóri Antwerp, sagðist ekki hafa rætt um ráðningu Overmars við kvenkyns starfsmenn félagsins og talaði um að það væri mikilvægt að gefa fólki annað tækifæri. Overmars spilaði með Ajax frá 1992 til 1997 og gerðist síðan tæknilegur ráðgjafi árið 2012. Hann var með samning til ársins 2026 þegar hann var látinn fara. Overmars er þekktastur fyrir árin síns hjá Arsenal (1997-2000) og Barcelona (2000-04) en hann lék alls 86 landsleiki fyrir Hollendinga frá 1993 til 2004. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Overmars er nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá belgíska félaginu Royal Antwerp FC. Hinn 48 ára gamli Overmars missti starfið sitt hjá Ajax eftir að hafa orðið uppvís að því að sendi óviðeigandi skilaboð og myndir til kvenkyns starfsmanna félagsins. Antwerp appoint Marc Overmars despite inappropriate behaviour at Ajax https://t.co/SP5dygtZXC— Guardian sport (@guardian_sport) March 21, 2022 Overmars sendi skilaboðin á fjölmargar konur innan félagsins en hefur viðkennt að hegðun hans hafi verið óásættanleg. Þegar Royal Antwerp kynnti Overmars til leiks þá sagði hann að tekið hafi verið á hans málum hjá Ajax og að þetta mál hafi ekki haft áhrif á viðræður hans við belgíska félagið. „Það sem gerðist hjá Ajax mun ekki gerast aftur. Ég er ánægður með að vera kominn hingað. Þetta er nýr kafli fyrir mig. Falleg áskorun hjá félagi sem ég tel að eigi tækifæri til að vaxa,“ sagði Marc Overmars. Sven Jaecques, framkvæmdastjóri Antwerp, sagðist ekki hafa rætt um ráðningu Overmars við kvenkyns starfsmenn félagsins og talaði um að það væri mikilvægt að gefa fólki annað tækifæri. Overmars spilaði með Ajax frá 1992 til 1997 og gerðist síðan tæknilegur ráðgjafi árið 2012. Hann var með samning til ársins 2026 þegar hann var látinn fara. Overmars er þekktastur fyrir árin síns hjá Arsenal (1997-2000) og Barcelona (2000-04) en hann lék alls 86 landsleiki fyrir Hollendinga frá 1993 til 2004.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira