„Pabbi má alveg segja þetta en ég þarf að fara að sofa“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2022 17:00 Duplantis-feðgarnir föðmuðust eftir að heimsmetið féll í Belgrad í gær. Getty7Michael Steele Armand Duplantis hélt áfram að heilla frjálsíþróttaheiminn um helgina með nýju heimsmeti í stangarstökki, og nú í fyrsta sinn fyrir framan föður sinn, Greg. Mondo, eins og Svíinn er kallaður, sló eigið heimsmet og varð heimsmeistari í Belgrad í gær en hann fór hæst yfir 6,20 metra. 6.20M @mondohoss600 breaks his own WORLD RECORD to claim the #WorldIndoorChamps pole vault title pic.twitter.com/fBMX7FoWjw— World Athletics (@WorldAthletics) March 20, 2022 Mondo hefur þar með bætt heimsmetið fjórum sinnum, þar af tvisvar í Belgrad á síðustu tveimur vikum. Foreldrar hans voru á staðnum í seinna skiptið, sem og kærastan Desiré Inglander sem var einnig í Belgrad þegar metið féll fyrir hálfum mánuði. „Það var kominn tími til að pabbi væri með. Ég hefði aldrei getað sett neitt heimsmet án hans og það var gaman að hann gæti loksins verið á staðnum,“ sagði Duplantis við komuna heim til Svíþjóðar eftir HM. Móðir hans, Helena, hafði verið viðstödd þegar Duplantis sló heimsmetið í annað sinn á ferlinum, árið 2020. Helena er fyrrverandi sjöþrautar- og blakkona en Greg, sem er bandarískur, keppti í stangarstökki líkt og sonurinn. Pabbinn setur rána hátt Eftir að metið féll í gær sagðist Greg handviss um að Mondo gæti stokkið yfir 6,30 metra, eða tíu sentímetrum hærra en hann stökk í gær, og jafnvel farið yfir 6,40 metra. Mondo hló nú bara að því: „Ó sjitt… maður verður nú að taka þetta skref fyrir skref. Ég veit að ég get hoppað hærra. Ég held að hann vilji nú ekki setja neina pressu en hann hefur trú á mér og veit hvernig ég er. Fyrst að hann segir þetta þá verður þetta kannski að veruleika,“ sagði Mondo sem var dauðþreyttur eftir ferðalagið heim af HM og bætti við: „Pabbi má alveg segja þetta en ég þarf að fara að sofa. Ég er ekki rétt innstilltur fyrir 6,30 metra akkúrat í augnablikinu. Ég gæti ekki einu sinni farið yfir sex metra núna.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Mondo, eins og Svíinn er kallaður, sló eigið heimsmet og varð heimsmeistari í Belgrad í gær en hann fór hæst yfir 6,20 metra. 6.20M @mondohoss600 breaks his own WORLD RECORD to claim the #WorldIndoorChamps pole vault title pic.twitter.com/fBMX7FoWjw— World Athletics (@WorldAthletics) March 20, 2022 Mondo hefur þar með bætt heimsmetið fjórum sinnum, þar af tvisvar í Belgrad á síðustu tveimur vikum. Foreldrar hans voru á staðnum í seinna skiptið, sem og kærastan Desiré Inglander sem var einnig í Belgrad þegar metið féll fyrir hálfum mánuði. „Það var kominn tími til að pabbi væri með. Ég hefði aldrei getað sett neitt heimsmet án hans og það var gaman að hann gæti loksins verið á staðnum,“ sagði Duplantis við komuna heim til Svíþjóðar eftir HM. Móðir hans, Helena, hafði verið viðstödd þegar Duplantis sló heimsmetið í annað sinn á ferlinum, árið 2020. Helena er fyrrverandi sjöþrautar- og blakkona en Greg, sem er bandarískur, keppti í stangarstökki líkt og sonurinn. Pabbinn setur rána hátt Eftir að metið féll í gær sagðist Greg handviss um að Mondo gæti stokkið yfir 6,30 metra, eða tíu sentímetrum hærra en hann stökk í gær, og jafnvel farið yfir 6,40 metra. Mondo hló nú bara að því: „Ó sjitt… maður verður nú að taka þetta skref fyrir skref. Ég veit að ég get hoppað hærra. Ég held að hann vilji nú ekki setja neina pressu en hann hefur trú á mér og veit hvernig ég er. Fyrst að hann segir þetta þá verður þetta kannski að veruleika,“ sagði Mondo sem var dauðþreyttur eftir ferðalagið heim af HM og bætti við: „Pabbi má alveg segja þetta en ég þarf að fara að sofa. Ég er ekki rétt innstilltur fyrir 6,30 metra akkúrat í augnablikinu. Ég gæti ekki einu sinni farið yfir sex metra núna.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira