Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Minnst átta létust í árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kænugarði í gærkvöldi. Íslendingur í borginni segir að hryllingurinn sem fylgi stríðinu í landinu sé farinn að hafa veruleg áhrif á borgarbúa. Varnarmálaráðherra Úkraínu segir Rússa fremja þjóðarmorð í Maríupól. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum og verðum í beinni útsendingu frá ráðhúsinu þar sem ljóðskáld verða í kvöld með upplestur til styrktar hjálparstarfs í Úkraínu.

Innviðaráðherra segir ekki hægt að lofa sömu þjónustu um allt land þó að stjórnvöld geti gert betur í að halda uppi þjónustu í dreifbýli. Sveitastjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Við verðum einnig í beinni útsendingu frá Alþingi með formanni Viðreisnar og þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Þingflokkar Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lögðu í dag fram þingsályktunartillögu um að framhald viðræðna við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þá rýnum við í niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins, ræðum við nýjan oddvita og borgarfulltúra, kynnum okkur nýjan Dettifossveg og kíkjum í sauðburð á Suðurlandi sem hófst óvenju snemma í ár.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×