Efasemdir um fyrirætlanir dómsmálaráðherra Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 22. mars 2022 20:00 Nýlega bárust fréttir af áformum dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að fækka sýslumannsembættum á landinu úr níu í eitt. Hvergi má finna þessar róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hef ég miklar efasemdir um ágæti þeirra. Embætti sýslumanna eru gamalgrónar og traustar stjórnsýslu- og þjónustustofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Alþingi hefur með lögum falið sýslumannsembættunum að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. Verkefni þeirra eru umfangsmikil en þau eru talin upp í um 100 lagabálkum og 400 stjórnvaldsfyrirmælum. Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna. Það segir sig sjálft að innleiðing rafrænnar stjórnsýslu við úrlausn jafn fjölbreyttra og flókinna verkefna gæti einfaldað margt og skapað gríðarleg tækifæri til eflingar og sérhæfingar starfsstöðva sýslumannsembættanna. Árið 2015 var embættum sýslumanna fækkað úr 24 í 9. Markmið breytinganna var að búa til öflugri þjónustustofnanir sem gætu staðið betur að vígi við að sinna hlutverki sínu og tekið að sér aukin verkefni. Því miður hefur markviss vinna við tilfærslu verkefna til embættanna setið á hakanum síðustu ár þó vissulega hafi fáein verkefni verið flutt. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samanburð á sýslumannsembættunum frá 2019 kom fram að þó áhersla Alþingis hafi verið að flytja fleiri verkefni til embættanna hafi það ekki raungerst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi ítrekað ætlað í þá vinnu. Auk þess kom fram að ekki var nægjanlega vel staðið að fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og af þeim ástæðum var rekstur nýrra sýslumannsembætta ekki í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarárin. Innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hjá sýslumannsembættum hefur verið hæg en ljóst að rafræn stjórnsýsla getur leitt til sparnaðar og aukinnar skilvirkni í rekstri og þjónustu við borgarana. Þá er lýst þörf fyrir meiri samvinnu og samræmingu. Í því ljósi eiga stjórnvöld núna að leggja allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu, og um leið nútímavæða, í sem flestum verkefnum og fara í markvissa vinnu við flutning fleiri stjórnsýsluverkefna til embættanna. Með sérhæfingu og dreifingu verkefna væri hægt að tryggja aðlaðandi starfsumhverfi á öllum starfstöðum, þar sem staðbundinni þjónustu væri sinnt samhliða verkefnum á landsvísu. Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi t.d. vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála. Það verður þess vegna að vera forgangsverkefni stjórnvalda nú að efla embættin í samræmi við fyrri áætlanir eins hratt og mögulegt er. Byrjum á nýsköpun og þróun en ekki breytingu á lagarammanum. Það verður í fyrsta lagi eftir 4-6 ár sem Alþingi getur metið hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á framtíðar skipan framkvæmdarvalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði og þá mögulega þörf fyrir lagabreytingar. Ljúkum verkefninu frá 2015, eflum sýslumannsembættin áður en stokkið er af stað í annan leiðangur. Nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og samvinna eru leiðirnar að settu marki en ekki eitt sýslumannsembætti, staðsett á höfuðborgarsvæðinu, líkt og dómsmálaráðherra stefnir nú að. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokkurinn Stjórnsýsla Alþingi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir af áformum dómsmálaráðherra, Jóns Gunnarssonar, um að fækka sýslumannsembættum á landinu úr níu í eitt. Hvergi má finna þessar róttæku breytingar í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hef ég miklar efasemdir um ágæti þeirra. Embætti sýslumanna eru gamalgrónar og traustar stjórnsýslu- og þjónustustofnanir sem gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Alþingi hefur með lögum falið sýslumannsembættunum að fara með framkvæmdarvald ríkisins í héraði. Verkefni þeirra eru umfangsmikil en þau eru talin upp í um 100 lagabálkum og 400 stjórnvaldsfyrirmælum. Engar aðrar stofnanir starfa á jafn víðtækum grundvelli og heyra verkefni þeirra undir flest fagráðuneyti Stjórnarráðsins. Þá má nefna að árið 2018 nýtti ríflega helmingur landsmanna sér þjónustu embættanna. Það segir sig sjálft að innleiðing rafrænnar stjórnsýslu við úrlausn jafn fjölbreyttra og flókinna verkefna gæti einfaldað margt og skapað gríðarleg tækifæri til eflingar og sérhæfingar starfsstöðva sýslumannsembættanna. Árið 2015 var embættum sýslumanna fækkað úr 24 í 9. Markmið breytinganna var að búa til öflugri þjónustustofnanir sem gætu staðið betur að vígi við að sinna hlutverki sínu og tekið að sér aukin verkefni. Því miður hefur markviss vinna við tilfærslu verkefna til embættanna setið á hakanum síðustu ár þó vissulega hafi fáein verkefni verið flutt. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um samanburð á sýslumannsembættunum frá 2019 kom fram að þó áhersla Alþingis hafi verið að flytja fleiri verkefni til embættanna hafi það ekki raungerst þrátt fyrir að ráðuneytið hafi ítrekað ætlað í þá vinnu. Auk þess kom fram að ekki var nægjanlega vel staðið að fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og af þeim ástæðum var rekstur nýrra sýslumannsembætta ekki í samræmi við fjárheimildir fyrstu rekstrarárin. Innleiðing rafrænnar stjórnsýslu hjá sýslumannsembættum hefur verið hæg en ljóst að rafræn stjórnsýsla getur leitt til sparnaðar og aukinnar skilvirkni í rekstri og þjónustu við borgarana. Þá er lýst þörf fyrir meiri samvinnu og samræmingu. Í því ljósi eiga stjórnvöld núna að leggja allt sitt púður í að innleiða rafræna stjórnsýslu, og um leið nútímavæða, í sem flestum verkefnum og fara í markvissa vinnu við flutning fleiri stjórnsýsluverkefna til embættanna. Með sérhæfingu og dreifingu verkefna væri hægt að tryggja aðlaðandi starfsumhverfi á öllum starfstöðum, þar sem staðbundinni þjónustu væri sinnt samhliða verkefnum á landsvísu. Það er jafn mikilvægt að geta hitt starfsmann sýslumannsembættis á Höfn, Vopnafirði, Stykkishólmi og í Kópavogi t.d. vegna viðkvæmra fjölskyldu- og erfðamála. Það verður þess vegna að vera forgangsverkefni stjórnvalda nú að efla embættin í samræmi við fyrri áætlanir eins hratt og mögulegt er. Byrjum á nýsköpun og þróun en ekki breytingu á lagarammanum. Það verður í fyrsta lagi eftir 4-6 ár sem Alþingi getur metið hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á framtíðar skipan framkvæmdarvalds og stjórnsýslu ríkisins í héraði og þá mögulega þörf fyrir lagabreytingar. Ljúkum verkefninu frá 2015, eflum sýslumannsembættin áður en stokkið er af stað í annan leiðangur. Nýsköpun í opinberri stjórnsýslu og samvinna eru leiðirnar að settu marki en ekki eitt sýslumannsembætti, staðsett á höfuðborgarsvæðinu, líkt og dómsmálaráðherra stefnir nú að. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun