Biðin er banvæn Finnur Ricart Andrason skrifar 23. mars 2022 08:01 Biðin er banvæn. Tíminn sem við höfum til að takast á við loftslagsbreytingar af alvöru er við það að renna út. Þetta kom fram í nýjustu skýrslu IPCC sem tók saman niðurstöður úr 36.000 vísindaritum en það er enginn vafi um trúverðugleika þessa niðurstaðna[1]. Ástandið er alvarlegt og þurfum við að meðtaka þá staðreynd betur en við höfum gert hingað til og gera svo eitthvað í þessu. Þrátt fyrir að upplýsingar um alvarleika loftslagsbreytinga dynji stöðugt á okkur, virðumst við enn treg til að grípa til fullnægjandi aðgerða. Enn fremur skortir vitund meðal valdhafa um það hvaða aðgerðum er þörf á og er þessari grein ætlað að skýra betur hvað nákvæmlega það er sem þarf að gera. Það er nefnilega alls ekki skortur á lausnum, einungis skortur á hugrekki til að hrinda þeim í framkvæmd. Ég vona að þeir aðilar sem hafa völd til þess að ráðast í þessar aðgerðir nýti sér þetta sem innblástur til að gera svo og það strax. Endurheimtum votlendi og illa farið land Stærsti losunarþáttur Íslands er losun frá landi og segir það sig því næstum sjálft að það er til mikils að vinna hér. Endurheimt votlendis mjakast mjög hægt og hlýtur því að vera einhver flöskuháls eða flækja sem þarf að einblína á að leysa úr. Ríkið greiddi bændum á síðustu öld til að grafa skurði af því það var talið gagnast samfélaginu þá, en nú þarf að greiða landeigendum til að endurheimta það framræsta votlendi sem þeir nýta ekki því það er það sem samfélagið þarfnast mest núna. Tvöfaldur ávinningur fæst af endurheimt votlendis þar sem það dregur úr losun ásamt því að endurheimta mikilvæg vistkerfi sem margar innlendar dýra- og plöntutegundir reiða sig á. Þetta er aðgerð sem skilar miklu og þarfnast ekki steypu, stáls, eða sjaldgæfra málma ólíkt mörgum öðrum lausnum. Endurhugsum landbúnaðarstyrki Ríkið styrkir landbúnaðinn um mjög háar upphæðir ár hvert sem er gott og vel, ég er mjög þakklátur fyrir að þau sem stunda ræktun til að tryggja fæðuframboð mitt og annarra fá stuðning til þess. Hins vegar búa margir bændur enn við erfiðar fjárhagslegar aðstæður og langstærsta hlutfall þessara styrkja fer í framleiðslu á dýraafurðum sem veldur margfalt meiri losun gróðurhúsalofttegunda og krefst margfaldrar auðlindanotkunar á við framleiðslu á matvælum úr plönturíkinu. Ríkisstyrkir til landbúnaðarins, í núverandi mynd, ýta því undir óloftslagsvæna og ósjálfbæra framleiðslu og neyslu. Núverandi styrkjakerfi er heimatilbúinn markaðsbrestur sem nauðsynlegt er að leiðrétta og þarf að hafa réttlát umskipti að leiðarljósi þegar það er gert. Hvetjum til fjölbreyttra ferðamáta Að undanförnu hefur umræðan um orkuskipti verið áberandi og er það jákvætt þar sem við þurfum að draga úr losun á öllum sviðum. Hins vegar er losun vegna samgangna aðeins um 11% af heildarlosun Íslands á meðan losun frá landi er um 67%. Samt sem áður hefur lítil sem engin opinber umræða farið fram um endurheimt votlendis eða illa farins lands. Við þurfum að horfa meira á heildarmyndina og sækjast eftir lausnum sem eru í sátt við náttúruna og sem skila öðrum samfélagslegum ávinningi. Rafbílar eru frábærir en þeir leysa aðeins eitt vandamál sem er losunin sem bensín- og díselbílar valda. Aftur á móti sitjum við enn uppi með mikla auðlindanotkun, bílamiðað samfélag og mikinn kostnað við skattaívilnanir. Í stað þess að einblína einungis á að skipta öllum bensín- og díselbílum út fyrir rafmagnsbíla gætum við aukið áherslur okkar á það að bæta almenningssamgöngur og byggja betri innviði fyrir virka ferðamáta. Auk þess að draga úr losun frá bensínbílum efla virkir ferðamátar heilsu almennings, draga úr notkun á stáli, áli og sjaldgæfum málum, og takmarka aukningu á orkuþörf. Þetta er það sem vantar inn í orkuskipta umræðuna, það að við þurfum að breyta neyslu- og ferðavenjum okkar til að eiga möguleika á að skapa sjálfbært samfélag. Þorir þú að ráðast í aðgerðir? Hér hef ég stiklað á stóru yfir nokkrar loftslagsaðgerðir sem liggur beint fyrir að ráðast í. Endurheimt votlendis og illa farins lands, endurskoðun landbúnaðarstyrkja og uppbygging fyrir fjölbreytta ferðamáta eru dæmi um aðgerðir sem veita skýran loftslags- og samfélagslegan ávinning á hagkvæman máta. Það er auðvelt að lesa og fræðast án þess að gera svo neitt við upplýsingarnar sem maður aflar. Það getur verið erfitt að umbreyta vilja í aðgerðir, en þetta má ekki þvælast fyrir okkur núna. Við erum í miðri loftslagskrísu. Almenningur vill loftslagsaðgerðir en getur ekki framkvæmt þær án þeirra sem eru við völd. Hefur þú vald til að ráðast í aðgerðir, til að endurheimta votlendi, til að breyta styrkjakerfinu eða breyta lögum? Ef svarið við þessari spurningu er já hvet ég þig til að gera allt sem í þínu valdi stendur til að stuðla að loftslagsvænna samfélagi og það strax. Biðin er banvæn. Höfundur er loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna, Ungmennafulltrúi Íslands til Sþ. á sviði loftslagsmála, og skipuleggjandi Loftslagsverkfallsins. Heimildir: [1] IPCC (2022). Annar hluti sjöttu skýrslu Milliríkjanefndar Sþ. um loftslagsbreytingar (e. IPCC) um afleiðingar og aðlögun - Samantekt fyrir stjórnmálafólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Umhverfismál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Biðin er banvæn. Tíminn sem við höfum til að takast á við loftslagsbreytingar af alvöru er við það að renna út. Þetta kom fram í nýjustu skýrslu IPCC sem tók saman niðurstöður úr 36.000 vísindaritum en það er enginn vafi um trúverðugleika þessa niðurstaðna[1]. Ástandið er alvarlegt og þurfum við að meðtaka þá staðreynd betur en við höfum gert hingað til og gera svo eitthvað í þessu. Þrátt fyrir að upplýsingar um alvarleika loftslagsbreytinga dynji stöðugt á okkur, virðumst við enn treg til að grípa til fullnægjandi aðgerða. Enn fremur skortir vitund meðal valdhafa um það hvaða aðgerðum er þörf á og er þessari grein ætlað að skýra betur hvað nákvæmlega það er sem þarf að gera. Það er nefnilega alls ekki skortur á lausnum, einungis skortur á hugrekki til að hrinda þeim í framkvæmd. Ég vona að þeir aðilar sem hafa völd til þess að ráðast í þessar aðgerðir nýti sér þetta sem innblástur til að gera svo og það strax. Endurheimtum votlendi og illa farið land Stærsti losunarþáttur Íslands er losun frá landi og segir það sig því næstum sjálft að það er til mikils að vinna hér. Endurheimt votlendis mjakast mjög hægt og hlýtur því að vera einhver flöskuháls eða flækja sem þarf að einblína á að leysa úr. Ríkið greiddi bændum á síðustu öld til að grafa skurði af því það var talið gagnast samfélaginu þá, en nú þarf að greiða landeigendum til að endurheimta það framræsta votlendi sem þeir nýta ekki því það er það sem samfélagið þarfnast mest núna. Tvöfaldur ávinningur fæst af endurheimt votlendis þar sem það dregur úr losun ásamt því að endurheimta mikilvæg vistkerfi sem margar innlendar dýra- og plöntutegundir reiða sig á. Þetta er aðgerð sem skilar miklu og þarfnast ekki steypu, stáls, eða sjaldgæfra málma ólíkt mörgum öðrum lausnum. Endurhugsum landbúnaðarstyrki Ríkið styrkir landbúnaðinn um mjög háar upphæðir ár hvert sem er gott og vel, ég er mjög þakklátur fyrir að þau sem stunda ræktun til að tryggja fæðuframboð mitt og annarra fá stuðning til þess. Hins vegar búa margir bændur enn við erfiðar fjárhagslegar aðstæður og langstærsta hlutfall þessara styrkja fer í framleiðslu á dýraafurðum sem veldur margfalt meiri losun gróðurhúsalofttegunda og krefst margfaldrar auðlindanotkunar á við framleiðslu á matvælum úr plönturíkinu. Ríkisstyrkir til landbúnaðarins, í núverandi mynd, ýta því undir óloftslagsvæna og ósjálfbæra framleiðslu og neyslu. Núverandi styrkjakerfi er heimatilbúinn markaðsbrestur sem nauðsynlegt er að leiðrétta og þarf að hafa réttlát umskipti að leiðarljósi þegar það er gert. Hvetjum til fjölbreyttra ferðamáta Að undanförnu hefur umræðan um orkuskipti verið áberandi og er það jákvætt þar sem við þurfum að draga úr losun á öllum sviðum. Hins vegar er losun vegna samgangna aðeins um 11% af heildarlosun Íslands á meðan losun frá landi er um 67%. Samt sem áður hefur lítil sem engin opinber umræða farið fram um endurheimt votlendis eða illa farins lands. Við þurfum að horfa meira á heildarmyndina og sækjast eftir lausnum sem eru í sátt við náttúruna og sem skila öðrum samfélagslegum ávinningi. Rafbílar eru frábærir en þeir leysa aðeins eitt vandamál sem er losunin sem bensín- og díselbílar valda. Aftur á móti sitjum við enn uppi með mikla auðlindanotkun, bílamiðað samfélag og mikinn kostnað við skattaívilnanir. Í stað þess að einblína einungis á að skipta öllum bensín- og díselbílum út fyrir rafmagnsbíla gætum við aukið áherslur okkar á það að bæta almenningssamgöngur og byggja betri innviði fyrir virka ferðamáta. Auk þess að draga úr losun frá bensínbílum efla virkir ferðamátar heilsu almennings, draga úr notkun á stáli, áli og sjaldgæfum málum, og takmarka aukningu á orkuþörf. Þetta er það sem vantar inn í orkuskipta umræðuna, það að við þurfum að breyta neyslu- og ferðavenjum okkar til að eiga möguleika á að skapa sjálfbært samfélag. Þorir þú að ráðast í aðgerðir? Hér hef ég stiklað á stóru yfir nokkrar loftslagsaðgerðir sem liggur beint fyrir að ráðast í. Endurheimt votlendis og illa farins lands, endurskoðun landbúnaðarstyrkja og uppbygging fyrir fjölbreytta ferðamáta eru dæmi um aðgerðir sem veita skýran loftslags- og samfélagslegan ávinning á hagkvæman máta. Það er auðvelt að lesa og fræðast án þess að gera svo neitt við upplýsingarnar sem maður aflar. Það getur verið erfitt að umbreyta vilja í aðgerðir, en þetta má ekki þvælast fyrir okkur núna. Við erum í miðri loftslagskrísu. Almenningur vill loftslagsaðgerðir en getur ekki framkvæmt þær án þeirra sem eru við völd. Hefur þú vald til að ráðast í aðgerðir, til að endurheimta votlendi, til að breyta styrkjakerfinu eða breyta lögum? Ef svarið við þessari spurningu er já hvet ég þig til að gera allt sem í þínu valdi stendur til að stuðla að loftslagsvænna samfélagi og það strax. Biðin er banvæn. Höfundur er loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna, Ungmennafulltrúi Íslands til Sþ. á sviði loftslagsmála, og skipuleggjandi Loftslagsverkfallsins. Heimildir: [1] IPCC (2022). Annar hluti sjöttu skýrslu Milliríkjanefndar Sþ. um loftslagsbreytingar (e. IPCC) um afleiðingar og aðlögun - Samantekt fyrir stjórnmálafólk.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun