Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2022 11:28 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. vísir/Vilhelm Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. Í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu fór Sigurður Ingi yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálum, þar á meðal í Úkraínu. Hann sagði samstöðu vera eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn og ýjaði að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Og það eru þessi ummæli um „illmennin í Kreml“ sem fóru sérstaklega fyrir brjóstið á rússneska sendiráðinu í Reykjavík. „Við viljum minna herra Jóhannsson á það að þeir sem hann kallar „illmennin í Kreml“ séu yfirvöld sem eru lýðræðislega kjörin af rússnesku þjóðinni, og njóti stuðnings gífurlegs meirihluta Rússa. Það er ekki á borði íslenskra ráðherra að ákveða hvenær og hvernig breytingar eru gerðar á þeim yfirvöldum,“ segir í færslu sendiráðsins sem birtist á Facebook í gær. Íhugar afsökunarbeiðni ef Rússar láta af hernaði Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að verða við beiðni sendiráðsins, sem reyndar hafi ekki borist ráðuneytinu með formlegum hætti. „Varðandi afsökunarbeiðnina skyldi ég kannski íhuga það ef rússneskur her yfirgæfi Úkraínu, hættir árásum og rússnesk stjórnvöld myndu viðurkenna ábyrgð á sínum voðaverkum í Úkraínu,“ segir Sigurður Ingi. Hann hafnar því að hafa gengið of langt með ummælum sínum. „Stjórnvöld sem ráðast á fullvalda nágrannaríki sitt og beina vopnum sínum gegn almennum borgurum þau hljhóta að skilja að það kallar á viðbrögð frá okkur sem búum annars staðar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu fór Sigurður Ingi yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálum, þar á meðal í Úkraínu. Hann sagði samstöðu vera eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn og ýjaði að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Og það eru þessi ummæli um „illmennin í Kreml“ sem fóru sérstaklega fyrir brjóstið á rússneska sendiráðinu í Reykjavík. „Við viljum minna herra Jóhannsson á það að þeir sem hann kallar „illmennin í Kreml“ séu yfirvöld sem eru lýðræðislega kjörin af rússnesku þjóðinni, og njóti stuðnings gífurlegs meirihluta Rússa. Það er ekki á borði íslenskra ráðherra að ákveða hvenær og hvernig breytingar eru gerðar á þeim yfirvöldum,“ segir í færslu sendiráðsins sem birtist á Facebook í gær. Íhugar afsökunarbeiðni ef Rússar láta af hernaði Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að verða við beiðni sendiráðsins, sem reyndar hafi ekki borist ráðuneytinu með formlegum hætti. „Varðandi afsökunarbeiðnina skyldi ég kannski íhuga það ef rússneskur her yfirgæfi Úkraínu, hættir árásum og rússnesk stjórnvöld myndu viðurkenna ábyrgð á sínum voðaverkum í Úkraínu,“ segir Sigurður Ingi. Hann hafnar því að hafa gengið of langt með ummælum sínum. „Stjórnvöld sem ráðast á fullvalda nágrannaríki sitt og beina vopnum sínum gegn almennum borgurum þau hljhóta að skilja að það kallar á viðbrögð frá okkur sem búum annars staðar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira