Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2022 11:28 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. vísir/Vilhelm Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. Í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu fór Sigurður Ingi yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálum, þar á meðal í Úkraínu. Hann sagði samstöðu vera eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn og ýjaði að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Og það eru þessi ummæli um „illmennin í Kreml“ sem fóru sérstaklega fyrir brjóstið á rússneska sendiráðinu í Reykjavík. „Við viljum minna herra Jóhannsson á það að þeir sem hann kallar „illmennin í Kreml“ séu yfirvöld sem eru lýðræðislega kjörin af rússnesku þjóðinni, og njóti stuðnings gífurlegs meirihluta Rússa. Það er ekki á borði íslenskra ráðherra að ákveða hvenær og hvernig breytingar eru gerðar á þeim yfirvöldum,“ segir í færslu sendiráðsins sem birtist á Facebook í gær. Íhugar afsökunarbeiðni ef Rússar láta af hernaði Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að verða við beiðni sendiráðsins, sem reyndar hafi ekki borist ráðuneytinu með formlegum hætti. „Varðandi afsökunarbeiðnina skyldi ég kannski íhuga það ef rússneskur her yfirgæfi Úkraínu, hættir árásum og rússnesk stjórnvöld myndu viðurkenna ábyrgð á sínum voðaverkum í Úkraínu,“ segir Sigurður Ingi. Hann hafnar því að hafa gengið of langt með ummælum sínum. „Stjórnvöld sem ráðast á fullvalda nágrannaríki sitt og beina vopnum sínum gegn almennum borgurum þau hljhóta að skilja að það kallar á viðbrögð frá okkur sem búum annars staðar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Í yfirlitsræðu sinni á flokksþinginu fór Sigurður Ingi yfir stöðuna hér á landi og í heimsmálum, þar á meðal í Úkraínu. Hann sagði samstöðu vera eina svarið við árás Rússa á Úkraínumenn og ýjaði að því að Ísland gæti komið til aðstoðar í Úkraínu að loknu stríði. „Vonandi verður stríðið ekki of langt, það er búið að vera of langt nú þegar. Vonandi verður það ekki blóðugra en enn er orðið og vonandi tekst að stöðva þessi illvirki. Vonandi ber rússnesku þjóðinni gæfa til að losa sig við illmennin í Kreml sem eru yfir stjórn þessa merkilega lands, Rússlands,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars. Og það eru þessi ummæli um „illmennin í Kreml“ sem fóru sérstaklega fyrir brjóstið á rússneska sendiráðinu í Reykjavík. „Við viljum minna herra Jóhannsson á það að þeir sem hann kallar „illmennin í Kreml“ séu yfirvöld sem eru lýðræðislega kjörin af rússnesku þjóðinni, og njóti stuðnings gífurlegs meirihluta Rússa. Það er ekki á borði íslenskra ráðherra að ákveða hvenær og hvernig breytingar eru gerðar á þeim yfirvöldum,“ segir í færslu sendiráðsins sem birtist á Facebook í gær. Íhugar afsökunarbeiðni ef Rússar láta af hernaði Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að verða við beiðni sendiráðsins, sem reyndar hafi ekki borist ráðuneytinu með formlegum hætti. „Varðandi afsökunarbeiðnina skyldi ég kannski íhuga það ef rússneskur her yfirgæfi Úkraínu, hættir árásum og rússnesk stjórnvöld myndu viðurkenna ábyrgð á sínum voðaverkum í Úkraínu,“ segir Sigurður Ingi. Hann hafnar því að hafa gengið of langt með ummælum sínum. „Stjórnvöld sem ráðast á fullvalda nágrannaríki sitt og beina vopnum sínum gegn almennum borgurum þau hljhóta að skilja að það kallar á viðbrögð frá okkur sem búum annars staðar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira