Glímt við þunglyndi frá því að Mourinho var stjórinn Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 14:01 Paul Pogba sneri aftur til Manchester United árið 2016 en finnur sig illa hjá liðinu í dag og er óviss um sitt hlutverk. Getty/Ash Donelon Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, hefur glímt við þunglyndi frá því að hann lék undir stjórn José Mourinho fyrir nokkrum árum og segir sterkefnaða fótboltamenn eiga við erfiðleika að stríða eins og aðrir. Pogba opnar sig um þessi mál í viðtali við franska blaðið Le Figaro í dag, þar sem hann viðurkennir einnig að sér líði ekki vel í liði United í dag og viti ekki hvaða hlutverk honum sé ætlað þar. „Ég hef glímt við þunglyndi í gegnum ferilinn en það er ekki eitthvað sem að fótboltamenn tala um,“ segir Pogba. „Stundum veit maður ekki að maður er þunglyndur heldur vill bara einangra sig frá öðrum og vera aleinn. Þetta er skýrt einkenni. Hjá mér byrjaði þetta þegar ég spilaði undir José Mourinho hjá United. Þá fer maður að spyrja sig sjálfan, og fer að líða eins og þetta sé manns eigin sök því maður hefur aldrei upplifað þessi augnablik áður,“ segir Pogba. Mourinho stýrði United frá sumrinu 2016 og þar til að hann var rekinn í lok árs 2018. Pogba sneri aftur til United árið 2016 eftir fjögurra ára dvöl hjá Juventus á Ítalíu. „Við erum ekki ofurhetjur“ Þessi 29 ára franski landsliðsmaður, og ein skærasta knattspyrnustjarna heims, telur að allt íþróttafólk finni fyrir þunglyndi en að það aukist á ákveðnum tímum: „Við þénum mikla peninga og höfum ekki yfir neinu að kvarta en það kemur ekki í veg fyrir að við upplifum stundir sem eru erfiðari en aðrar, eins og allir aðrir. Á maður alltaf að geta verið hamingjusamur ef maður þénar peninga? Þannig virkar lífið ekki. Það á ekki við í fótboltanum. Við erum ekki ofurhetjur, við erum bara manneskjur,“ segir Pogba. Pogba varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018 en innbrotsþjófar stálu gullverðlaununum á dögunum. Hann er nú með franska landsliðinu sem leikur vináttulandsleiki gegn Fílabeinsströndinni og Suður-Afríku á næstu dögum. Það gæti verið kærkomið hlé frá erfiðum tímum hjá Manchester United. „Er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United?“ Pogba missti af stórum hluta leiktíðarinnar vegna meiðsla og hefur aldrei fundið sig eins vel hjá liðinu eins og franska landsliðinu. Hann fer ekki í grafgötur með það að hann njóti sín ekki hjá United í augnablikinu: „Í landsliðinu er þetta einfalt: Ég spila, og ég spila í minni stöðu. Ég þekki mitt hlutverk og ég finn traust frá þjálfaranum og leikmönnum. Það er eðlilegt að maður finni mun hjá Manchester United því það er erfitt að ná stöðugleika þegar það er oft verið að breyta um leikstöðu manns, leikkerfi og leikmönnum sem maður spilar með,“ segir Pogba og bætir við: „Ég næ mjög vel saman við landsliðsþjálfarann, hann gaf mér hlutverk sem ég þekki, en er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United? Ég spyr en ég er ekki með neitt svar.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira
Pogba opnar sig um þessi mál í viðtali við franska blaðið Le Figaro í dag, þar sem hann viðurkennir einnig að sér líði ekki vel í liði United í dag og viti ekki hvaða hlutverk honum sé ætlað þar. „Ég hef glímt við þunglyndi í gegnum ferilinn en það er ekki eitthvað sem að fótboltamenn tala um,“ segir Pogba. „Stundum veit maður ekki að maður er þunglyndur heldur vill bara einangra sig frá öðrum og vera aleinn. Þetta er skýrt einkenni. Hjá mér byrjaði þetta þegar ég spilaði undir José Mourinho hjá United. Þá fer maður að spyrja sig sjálfan, og fer að líða eins og þetta sé manns eigin sök því maður hefur aldrei upplifað þessi augnablik áður,“ segir Pogba. Mourinho stýrði United frá sumrinu 2016 og þar til að hann var rekinn í lok árs 2018. Pogba sneri aftur til United árið 2016 eftir fjögurra ára dvöl hjá Juventus á Ítalíu. „Við erum ekki ofurhetjur“ Þessi 29 ára franski landsliðsmaður, og ein skærasta knattspyrnustjarna heims, telur að allt íþróttafólk finni fyrir þunglyndi en að það aukist á ákveðnum tímum: „Við þénum mikla peninga og höfum ekki yfir neinu að kvarta en það kemur ekki í veg fyrir að við upplifum stundir sem eru erfiðari en aðrar, eins og allir aðrir. Á maður alltaf að geta verið hamingjusamur ef maður þénar peninga? Þannig virkar lífið ekki. Það á ekki við í fótboltanum. Við erum ekki ofurhetjur, við erum bara manneskjur,“ segir Pogba. Pogba varð heimsmeistari með Frökkum árið 2018 en innbrotsþjófar stálu gullverðlaununum á dögunum. Hann er nú með franska landsliðinu sem leikur vináttulandsleiki gegn Fílabeinsströndinni og Suður-Afríku á næstu dögum. Það gæti verið kærkomið hlé frá erfiðum tímum hjá Manchester United. „Er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United?“ Pogba missti af stórum hluta leiktíðarinnar vegna meiðsla og hefur aldrei fundið sig eins vel hjá liðinu eins og franska landsliðinu. Hann fer ekki í grafgötur með það að hann njóti sín ekki hjá United í augnablikinu: „Í landsliðinu er þetta einfalt: Ég spila, og ég spila í minni stöðu. Ég þekki mitt hlutverk og ég finn traust frá þjálfaranum og leikmönnum. Það er eðlilegt að maður finni mun hjá Manchester United því það er erfitt að ná stöðugleika þegar það er oft verið að breyta um leikstöðu manns, leikkerfi og leikmönnum sem maður spilar með,“ segir Pogba og bætir við: „Ég næ mjög vel saman við landsliðsþjálfarann, hann gaf mér hlutverk sem ég þekki, en er ég með eitthvað hlutverk hjá Manchester United? Ég spyr en ég er ekki með neitt svar.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira