Tæplega þrjú þúsund manns leiti daglega til heilsugæslu vegna flensu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2022 20:05 Óskar Reykdalsson forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir fólk smita mest þegar það er lasið. Vísir/Vilhelm Forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir öndunarfærasýkingar virkilega áberandi í samfélaginu þessa dagana. Milli tvö og þrjú þúsund manns leiti daglega á heilsugæslu, ýmist vegna hita, hósta og almennra kvefeinkenna. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir að mikið hafi verið haft samband við heilsugæsluna síðustu daga og árlega inflúensan virðist ganga yfir samfélagið af fullum krafti. „Inflúensan er svolítið svona hröð veikindi, maður fær háan hita, höfuðverk, vöðvaverki og beinverki sem að koma tiltölulega snögglega. Á meðan að flestar öndunarsýkingar aðrar koma svona hægar inn,“ segir Óskar. Best að halda sig heima Óskar segir að bólusetningar gegn inflúensu hafi hafist í haust en keyptir voru 95 þúsund skammtar til landsins. Bólusettir séu nú um 68 þúsund manns og Óskar segir að nóg sé til af bóluefni: „Maður er í sjálfu sér ekkert of seinn að fara í inflúensubólusetningu á meðan maður er ekki útsettur fyrir smiti.“ Óskar mælir með því að fólk haldi sig heima ef það er veikt, sama hver ástæðan sé. Ef veikindin eru hefðbundin, og fólk finnur ekki fyrir alvarlegum veikindaeinkennum, er einfaldlega best að halda sig til hlés og hvílast. Inflúensan smitist með úðasmiti og snertismiti, líkt og kórónuveiran, og fólk sé mest smitandi á meðan það er lasið. „Langoftast er þetta bara þannig að maður lætur þetta ganga yfir. Fólk er svona meðvitaðra um sýkingar núna, þannig að við sjáum að það er mjög mikið álag á öllum vaktstöðvum og þá sérstaklega held ég vegna þess að fólk er bara svo meðvitað um sýkingar. Það er oft að leita álits á einkennum, hvort þetta sé eitthvað alvarlegt,“ segir Óskar. Með alvarlegum veikindum á hann við meðvitundarskerðingu, mikla erfiðleika við öndun eða önnur óhefðbundin flensueinkenni. Milli tvö og þrjú þúsund hafi samband Óskar segir að heilbrigðiskerfið finni vel fyrir inflúensunni. „Við erum að taka bara á upplýsingamiðstöðinni að afgreiða 1300-1500 manns á dag og það er fyrir utan allar heilsugæslustöðvar á landinu og 1700 númerið. Þannig að fólk með öndunarfærasýkingar er að hringja til okkar og hafa samband við heilsugæsluna í landinu - örugglega tvö eða þrjú þúsund manns á dag,“ segir Óskar. Ráðin til almennings eru einföld: „Fara varlega, fara vel með sig þegar maður veikist. Maður drekkur vatn og hvílir sig og það þýðir ekkert að reyna á sig eða pína sig í vinnu þegar maður er lasinn. Það er bara að jafna sig og þá gengur þetta yfir í langflestum tilvikum.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar Reykdal. Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í viðtali í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hann segir að mikið hafi verið haft samband við heilsugæsluna síðustu daga og árlega inflúensan virðist ganga yfir samfélagið af fullum krafti. „Inflúensan er svolítið svona hröð veikindi, maður fær háan hita, höfuðverk, vöðvaverki og beinverki sem að koma tiltölulega snögglega. Á meðan að flestar öndunarsýkingar aðrar koma svona hægar inn,“ segir Óskar. Best að halda sig heima Óskar segir að bólusetningar gegn inflúensu hafi hafist í haust en keyptir voru 95 þúsund skammtar til landsins. Bólusettir séu nú um 68 þúsund manns og Óskar segir að nóg sé til af bóluefni: „Maður er í sjálfu sér ekkert of seinn að fara í inflúensubólusetningu á meðan maður er ekki útsettur fyrir smiti.“ Óskar mælir með því að fólk haldi sig heima ef það er veikt, sama hver ástæðan sé. Ef veikindin eru hefðbundin, og fólk finnur ekki fyrir alvarlegum veikindaeinkennum, er einfaldlega best að halda sig til hlés og hvílast. Inflúensan smitist með úðasmiti og snertismiti, líkt og kórónuveiran, og fólk sé mest smitandi á meðan það er lasið. „Langoftast er þetta bara þannig að maður lætur þetta ganga yfir. Fólk er svona meðvitaðra um sýkingar núna, þannig að við sjáum að það er mjög mikið álag á öllum vaktstöðvum og þá sérstaklega held ég vegna þess að fólk er bara svo meðvitað um sýkingar. Það er oft að leita álits á einkennum, hvort þetta sé eitthvað alvarlegt,“ segir Óskar. Með alvarlegum veikindum á hann við meðvitundarskerðingu, mikla erfiðleika við öndun eða önnur óhefðbundin flensueinkenni. Milli tvö og þrjú þúsund hafi samband Óskar segir að heilbrigðiskerfið finni vel fyrir inflúensunni. „Við erum að taka bara á upplýsingamiðstöðinni að afgreiða 1300-1500 manns á dag og það er fyrir utan allar heilsugæslustöðvar á landinu og 1700 númerið. Þannig að fólk með öndunarfærasýkingar er að hringja til okkar og hafa samband við heilsugæsluna í landinu - örugglega tvö eða þrjú þúsund manns á dag,“ segir Óskar. Ráðin til almennings eru einföld: „Fara varlega, fara vel með sig þegar maður veikist. Maður drekkur vatn og hvílir sig og það þýðir ekkert að reyna á sig eða pína sig í vinnu þegar maður er lasinn. Það er bara að jafna sig og þá gengur þetta yfir í langflestum tilvikum.“ Hér er hægt að hlusta á viðtalið við Óskar Reykdal.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira