Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt Þorstenn Hjálmsson skrifar 23. mars 2022 23:10 Patrekur var langt í frá sáttur eftir leik. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan tapaði í kvöld sínum fimmta leik í röð þegar liðið tapaði 30-27 á heimavelli gegn Gróttu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunar fannst lið sitt spila nokkuð vel í fyrri hálfleik en missa sjálfstraustið í þeim síðari. „Fyrri hálfleikur 18-18, sóknarleikurinn mjög góður. Gott flot, héldum skipulagi, markvarslan ekkert sérstök en varnarlega hefðum við getað verið fastari. Það breyttist aðeins eftir að Hrannar kom inn. Það sem náttúrulega gerist í byrjun seinni hálfleiks, fimm núll kafli eða eitthvað og þá er bara svolítið eins og menn fari inn í sig og ekki í fyrsta skipti núna að menn svona verði pínu litlir og það er vandamálið og síðan erum við að elta og prófum ýmislegt varnarlega. Fáum kannski aðeins betri markvörslu, en bara það er ekki nóg. Hrannar Bragi var sterkur í dag, var með mikið sjálfstraust og áræðni en aðrir, útilínan var bara týnd.“ „Við lágum svoleiðis yfir síðustu tveimur leikjum hjá Gróttu, við höfðum nægan tíma, það eru engar afsakanir. Andinn þannig séð, strákarnir hafa æft vel en auðvitað þegar þú ert inn á handboltavelli þá þarftu bara að vera klár í kollinum og það er ástæðan fyrir því að við gefum eftir. Að menn fara svolítið að hörfa, fara að fá einhver dripl og eitthvað svona kjaftæði og það er bara eitthvað sem við þurfum að vinna í. Ég ber ábyrgð á liðinu alltaf og þetta er bara pakki og maður verður að taka því þegar það er mótlæti og við þurfum bara að vinna okkur út úr þessu. Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt.“ Aðspurður hvort Stjarnan fari í úrslitakeppnina svaraði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar því játandi. „Já, klárlega. Þetta snýst um hvar þú ert á endanum og við vorum með 24-25 stig í fyrra. Stjarnan hefur yfirleitt verið að enda í kringum 18-20 stig og við erum með 18 núna og við getum náð betra en það. Það er ekki eins og Stjarnan hafi alltaf verið í topp fjórum hérna síðustu árin. Ég veit það samt að það eru bara ákveðnir leikmenn sem ég geri kröfu um að þeir verði bara að vera meiri naglar og meiri kallar inn á vellinum. Þeir eru allir í fínu standi og æfa vel og eru að sinna þessu, en í handbolta þá þarftu bara að vera klár. Það eru vonbrigði hvernig við höfum verið að spila núna á þessu ári og ég man ekki eftir að hafa lent í svona tapseríu, en við getum alveg náð góðum úrslitum enn þá. Það eru fjórir leikir eftir og ég fer ekkert að skæla yfir þessu. Ég bara held áfram að greina andstæðingana, vera með góðar æfingar og styðja strákana og við snúum þessu við.“ Næsti leikur Stjörnunnar er gegn FH. „Leggst vel í mig. Alltaf gaman að spila í Kaplakrika og þeir eru með hörku lið.“ „Ég þekki það að vinna og ætla ekkert að vera væla núna. Nú er bara að halda áfram og styðja strákana og finna lausnir. Við vitum allir að við getum gert betur. En þegar leikir eru þá ertu bara í prófi og þá þarftu bara að vera kúl og hafa trú á sjálfum þér og horfa á markið og skora og skjóta.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Fyrri hálfleikur 18-18, sóknarleikurinn mjög góður. Gott flot, héldum skipulagi, markvarslan ekkert sérstök en varnarlega hefðum við getað verið fastari. Það breyttist aðeins eftir að Hrannar kom inn. Það sem náttúrulega gerist í byrjun seinni hálfleiks, fimm núll kafli eða eitthvað og þá er bara svolítið eins og menn fari inn í sig og ekki í fyrsta skipti núna að menn svona verði pínu litlir og það er vandamálið og síðan erum við að elta og prófum ýmislegt varnarlega. Fáum kannski aðeins betri markvörslu, en bara það er ekki nóg. Hrannar Bragi var sterkur í dag, var með mikið sjálfstraust og áræðni en aðrir, útilínan var bara týnd.“ „Við lágum svoleiðis yfir síðustu tveimur leikjum hjá Gróttu, við höfðum nægan tíma, það eru engar afsakanir. Andinn þannig séð, strákarnir hafa æft vel en auðvitað þegar þú ert inn á handboltavelli þá þarftu bara að vera klár í kollinum og það er ástæðan fyrir því að við gefum eftir. Að menn fara svolítið að hörfa, fara að fá einhver dripl og eitthvað svona kjaftæði og það er bara eitthvað sem við þurfum að vinna í. Ég ber ábyrgð á liðinu alltaf og þetta er bara pakki og maður verður að taka því þegar það er mótlæti og við þurfum bara að vinna okkur út úr þessu. Eins og við erum að spila núna þá erum við ekki líklegir til þess að gera neitt.“ Aðspurður hvort Stjarnan fari í úrslitakeppnina svaraði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar því játandi. „Já, klárlega. Þetta snýst um hvar þú ert á endanum og við vorum með 24-25 stig í fyrra. Stjarnan hefur yfirleitt verið að enda í kringum 18-20 stig og við erum með 18 núna og við getum náð betra en það. Það er ekki eins og Stjarnan hafi alltaf verið í topp fjórum hérna síðustu árin. Ég veit það samt að það eru bara ákveðnir leikmenn sem ég geri kröfu um að þeir verði bara að vera meiri naglar og meiri kallar inn á vellinum. Þeir eru allir í fínu standi og æfa vel og eru að sinna þessu, en í handbolta þá þarftu bara að vera klár. Það eru vonbrigði hvernig við höfum verið að spila núna á þessu ári og ég man ekki eftir að hafa lent í svona tapseríu, en við getum alveg náð góðum úrslitum enn þá. Það eru fjórir leikir eftir og ég fer ekkert að skæla yfir þessu. Ég bara held áfram að greina andstæðingana, vera með góðar æfingar og styðja strákana og við snúum þessu við.“ Næsti leikur Stjörnunnar er gegn FH. „Leggst vel í mig. Alltaf gaman að spila í Kaplakrika og þeir eru með hörku lið.“ „Ég þekki það að vinna og ætla ekkert að vera væla núna. Nú er bara að halda áfram og styðja strákana og finna lausnir. Við vitum allir að við getum gert betur. En þegar leikir eru þá ertu bara í prófi og þá þarftu bara að vera kúl og hafa trú á sjálfum þér og horfa á markið og skora og skjóta.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira