Vaktin: Úkraínumenn berjast gegn hersveitum Rússa Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 24. mars 2022 14:25 Úkraínskir hermenn í Odessa búa sig undir átök. AP/Petros Giannakouris Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag en þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var á leiðtogafundi NATO gegnum fjarfundarbúnað. „Þið getið gefið okkur eitt prósent af flugvélunum ykkar. Eitt prósent af skriðdrekunum ykkar. Eitt prósent. Þið eigið þúsundir orrustuþota en hafið ekki gefið okkur eina,“ sagði hann meðal annars. Leiðtogar NATO, ESB og G7 ríkjanna tilkynntu um stóraukin framlög til mannúðaraðstoðar og hernaðar í Úkraínu að fundi loknum í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu vöruðu G7 ríkin Rússa harðlega við notkun efnavopna. Mannfall í röðum innrásarhersins hefur valdið því að Rússar hafa sent varaliða að landamærum Úkraínu, segja þarlend yfirvöld. Nató telur 7 til 15 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum á fjórum vikum og 30 til 40 þúsund hafa særst. Talið er að um tíu milljónir Úkraínumanna hafi þurft að flýja heimili sín frá því að innrásin hófst, þar á meðal 4,3 milljónir barna. Uppljóstrari innan rússnesku leyniþjónustunnar segir líkurnar á „innanhúss“ uppreisn gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta aukast með hverri vikunni sem líður. Rússnesk stjórnvöld eru sögð hyggjast vísa bandarískum diplómötum úr landi eftir að Bandaríkjamenn gerðu slíkt hið sama við tólf rússneska sendifulltrúa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var á leiðtogafundi NATO gegnum fjarfundarbúnað. „Þið getið gefið okkur eitt prósent af flugvélunum ykkar. Eitt prósent af skriðdrekunum ykkar. Eitt prósent. Þið eigið þúsundir orrustuþota en hafið ekki gefið okkur eina,“ sagði hann meðal annars. Leiðtogar NATO, ESB og G7 ríkjanna tilkynntu um stóraukin framlög til mannúðaraðstoðar og hernaðar í Úkraínu að fundi loknum í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu vöruðu G7 ríkin Rússa harðlega við notkun efnavopna. Mannfall í röðum innrásarhersins hefur valdið því að Rússar hafa sent varaliða að landamærum Úkraínu, segja þarlend yfirvöld. Nató telur 7 til 15 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum á fjórum vikum og 30 til 40 þúsund hafa særst. Talið er að um tíu milljónir Úkraínumanna hafi þurft að flýja heimili sín frá því að innrásin hófst, þar á meðal 4,3 milljónir barna. Uppljóstrari innan rússnesku leyniþjónustunnar segir líkurnar á „innanhúss“ uppreisn gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta aukast með hverri vikunni sem líður. Rússnesk stjórnvöld eru sögð hyggjast vísa bandarískum diplómötum úr landi eftir að Bandaríkjamenn gerðu slíkt hið sama við tólf rússneska sendifulltrúa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira