„Tígris-teymið“ skoðar viðbrögð vegna efna- og kjarnorkuvopnaárása Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2022 06:51 Joe Biden Bandaríkjaforseti kom til Brussel í gærkvöldi. AP/Olivier Matthys Hvíta húsið hefur kallað saman teymi sérfræðinga á sviði þjóðaröryggismála til að skoða möguleg viðbrögð við því ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti grípur til þess að nota efna, lífefna eða kjarnorkuvopn í Úkraínu. Ásakanir Rússa um að Bandaríkjamenn og Úkraínumenn hafi verið að þróa slík vopn í Úkraínu og erfiðleikar innrásarhersins og hægur gangur stríðsins hafa orðið til þess að menn telja Pútín mögulega munu grípa til slíkra örþrifaráða. Hópurinn, sem gengur undir viðurnefninu Tígris-teymið, skoðar einnig hvernig Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra ættu að bregðast við ef átökin teygðu anga sína inn á yfirráðasvæði Nató, til dæmis með árásum á vopnasendingar. Þá er einnig unnið að því að leggja drög að viðbrögðum ef Pútín lætur ekki staðar numið í Úkraínu og ræðst inn í til að mynda Móldóvu eða Georgíu. Samkvæmt New York Times verða þessir möguleikar ræddir á fundi Atlantshafsbandalagsríkjanna í dag en ríkin hafa enn ekki komist að samkomulagi um það hvernig þau munu bregðast við ef átökin í Úkraínu þróast með þessum hætti. Eitt af því sem þarf að ákveða er hvað Nató-ríkin myndu gera ef Rússar beittu kjarnorkuvopnum yfir höfuð og hvernig þau ættu að bregðast við ef þeir beittu kjarnorku- eða efnavopnum innan landamæra Úkraínu, sem gætu haft skaðvænleg áhrif í nágrannríkjum, það er að segja hvort það væri nóg til að kalla á hernaðarleg viðbrögð Nató. Umfjöllun New York Times. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Kjarnorka Bandaríkin NATO Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Ásakanir Rússa um að Bandaríkjamenn og Úkraínumenn hafi verið að þróa slík vopn í Úkraínu og erfiðleikar innrásarhersins og hægur gangur stríðsins hafa orðið til þess að menn telja Pútín mögulega munu grípa til slíkra örþrifaráða. Hópurinn, sem gengur undir viðurnefninu Tígris-teymið, skoðar einnig hvernig Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra ættu að bregðast við ef átökin teygðu anga sína inn á yfirráðasvæði Nató, til dæmis með árásum á vopnasendingar. Þá er einnig unnið að því að leggja drög að viðbrögðum ef Pútín lætur ekki staðar numið í Úkraínu og ræðst inn í til að mynda Móldóvu eða Georgíu. Samkvæmt New York Times verða þessir möguleikar ræddir á fundi Atlantshafsbandalagsríkjanna í dag en ríkin hafa enn ekki komist að samkomulagi um það hvernig þau munu bregðast við ef átökin í Úkraínu þróast með þessum hætti. Eitt af því sem þarf að ákveða er hvað Nató-ríkin myndu gera ef Rússar beittu kjarnorkuvopnum yfir höfuð og hvernig þau ættu að bregðast við ef þeir beittu kjarnorku- eða efnavopnum innan landamæra Úkraínu, sem gætu haft skaðvænleg áhrif í nágrannríkjum, það er að segja hvort það væri nóg til að kalla á hernaðarleg viðbrögð Nató. Umfjöllun New York Times.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Kjarnorka Bandaríkin NATO Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira