Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2022 15:37 Hildur Sverrisdóttir og Berglind Ósk Guðmunsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja frumvarp heilbrigðisráðherra um bann á nikótínvörum með ávaxtabragði ganga of langt. Vísir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. Frumvarpið hefur vakið mikla athygli aðallega fyrir þær sakir að þar er lagt til að ekki megi selja nikótínvörur, þá rafrettur og nikótínpúða, með ávaxta- og nammibragði. Málið vakti mikla umræðu á samfélagsmiðum eftir að Vísir birti frétt um málið fyrir tveimur vikum síðan. Þetta er auglýsingn sem triggeraði Willum og lét hann vilja banna ávaxtabragð:🍉🍓🍍🍎 pic.twitter.com/5MaUeyKLH5— Röskvufannar (@fannarapi) March 23, 2022 NÁKVÆMLEGA! "Hann segir bannið þó nauðsynlegt enda sé nammi- og ávaxtabragð það sem börn sækja helst í." - Bönnum bara allt sem er gott og sætt, það er nauðsynlegt enda sækja börn grimmt í þetta. https://t.co/1pSDmgpZHx— Siggeir F. Ævarsson (@siggeirslayer) March 11, 2022 Mér finnst þetta flott framtak hjá Willum, banna þetta ávaxtabragð. Löngu kominn tími á að fólk horfist í augu við viðbjóðinn og finni freeze bragðið— Bulky (@Johannesoli1) March 11, 2022 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast þó ekki samþykkir frumvarpi Willums um bannið ef marka má framsögu þeirra í fyrstu umræðu frumvarpsins í þinginu sem fór fram á þriðjudag. Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist þeirrar skoðunar að gengið væri of langt í frumvarpinu. „Mér finnst það ganga of langt. Hér er vert að hafa í huga að hér er um að ræða vöru sem var búin til fyrst og fremst til að stemma stigu við neyslu tóbaks, sem allir eru sammála um að er miklu verra. Samt á að nota svipaðan regluramma og takmarkanir þrátt fyrir að gæði nikótínvara sé nauðsynlegur þáttur í því að minnka tóbaksnotkun,“ sagði Hildur. Telur of langt gengið gagnvart sjálfsákvörðunarrétti fullorðinna Hún benti á að í greinargerð frumvarpsins kæmi fram að ráðstafanirnar væru gerðar til að sporna við því að börn neyttu nikótínvara og benti þar að auki á að í frumvarpinu væri auk þess lagt til að banna sölu þessara vara til einstaklinga undir átján ára aldri. „Einhverjum gæti þótt það vera nóg, börn mega ekki kaupa þessar vörur en svo er ekki, það er gengið mun lengra með takmörkunum á bragðefnum og öðru sem hafa með sjálfsákvörðunarrétt fullorðins fólks að gera fyrir utan atvinnufrelsi stjórnarskrár og fleira. Ég vil því leyfa mér að spyrja forseti, finnst ráðherra þetta ekkert of langt gengið gagnvart sjálfsákvörðunarrétti fullorðins fólks?“ spurði Hildur. Willum Þór svaraði því til að allur þingheimur hlyti að vera því sammála að það sem mestu máli skipti væri að huga að lýðheilsu, ekki síst að lýðheilsu barna og ungmenna og neyslu þeirra á nikótíni, sem væri skaðlegt efni. Spurði hvort bragðgott áfengi yrði næst Hildur sagði þá að bannið við þessum einstöku bragðtegundum væri rökstutt þannig að ekki væri verið að banna innflutning, sölu og framleiðslu á nikótínvörum. „Frekari rökstuðning er ekki að finna gagnvart fullorðnu fólki sem notar þessar vörur með ákveðnum bragðefnum, sem sagt noti bara eitthvað annað,“ sagði Hildur. „Þar sem um er að ræða vöru sem bönnuð er börnum, og það er enginn að gera lítið úr því, leyfi ég mér að velta því upp við hæstvirtan ráðherra hvar línan verður næst dregin. Verða áfengir ávaxtadrykkir kannsk inæst eða Baileys-inn?“ Fleiri tóku undir með því og spurðu hvort, fyrst banna ætti nikótínvörur með ávaxta- og nammibragði, banna ætti næst áfenga drykki sem væru bragðgóðir eða sælgæti, sem jú er óhollt. Bragðbannið myndi fyrst og fremst hafa áhrif á fullorðna Berglind Ósk Guðmunsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins virtist mjög sammála samflokkskonu sinni en bætti því við að þeirri spurningu væri ósvarað hvað félli undir þessa skilgreiningu um nammmi- og ávaxtabragð. „Engin frekari útlistun er á því hvað kunni að falla þar undir og er slíkt mat háð huglægum mælikvörðum sem liggja ekki ljóst fyrir. Frumvarpið kveður hins vegar skýrt á um bann á afhendingu og sölu nikótínvara til einstaklinga yngri en átján ára og bann við nammi- og ávaxtabragði myndi því fyrst og fremst hafa áhrif og takmarka það úrval sem stendur fullorðnum einstaklingum til boða,“ sagði Berglind. „Af hverju má fólk sem náð hefur lögaldri ekki velja vöru sem er bragðgóð? Áfengi, drykkir og gosbjórar eru margir með góðu ávaxtabragði og engum dettur í hug að banna þá. Skyndibiti er jafnan óhollur og meginorsök offitu sem er meiriháttar heilbrigðisvandamál en er engu að síður heilbrigðisvandamál og engum dettur í hug að banna hamborgara, franskar eða pítsur. Slíkar vörur eru líka grímulaust markaðssettar fyrir börn.“ Sjálfstæðisflokkurinn sett fyrirvara við frumvarpið Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði þá Berglindi að því hver afstaða þingflokks Sjálfstæðisflokksins væri í þessu máli, sem væri í stjórnarmeirihluta meða heilbrigðisráðherra sem lagði frumvarpið fram. „Getur hún upplýst okkur um afstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins til þessa máls og hversu mikið það hefur verið rætt á vettvangi þingflokksins og hvort sá flokkur sem kennir sig mikið við frelsi einstaklingsins muni vinna í því sem hópur að koma í veg fyrir það að verstu greinarnar nái í gegn,“ spurði Sigmar. Svarið var að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu sett fyrirvara um málið til dæmis er vörðuðu bragðbannið og heimild ráðherra til að ákvarða útlit varanna. „Við höfum gert fyrirvara um málið, það er ástæða fyrir ræðu minni hér í dag að við gerum mjög skýra fyrirvara við málið. Ekki eins og kom fram í minni ræðu, ekki varðandi bann yngri en átján ára en það er þetta með huglægu mælikvarðana á bragðinu, á umbúðunum sem auðvitað ná ekki nokkri átt. Það er mjög auðvelt að svara þessu, við höfum sett fyrirvara og ég treysti velferðarnefnd að fjalla um málið af yfirvegun.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Rafrettur Nikótínpúðar Tengdar fréttir Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01 Vill að fólk fætt 2010 og seinna fái aldrei að kaupa nikótín Heilbrigðisráðherra Danmerkur kynnti í dag áætlun sem ætlað er að koma í veg fyrir að einstaklingar fæddir árið 2010 og seinna nái nokkurn tímann tilskildum aldri til kaupa á vörum sem innihalda nikótín. 15. mars 2022 22:31 Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Frumvarpið hefur vakið mikla athygli aðallega fyrir þær sakir að þar er lagt til að ekki megi selja nikótínvörur, þá rafrettur og nikótínpúða, með ávaxta- og nammibragði. Málið vakti mikla umræðu á samfélagsmiðum eftir að Vísir birti frétt um málið fyrir tveimur vikum síðan. Þetta er auglýsingn sem triggeraði Willum og lét hann vilja banna ávaxtabragð:🍉🍓🍍🍎 pic.twitter.com/5MaUeyKLH5— Röskvufannar (@fannarapi) March 23, 2022 NÁKVÆMLEGA! "Hann segir bannið þó nauðsynlegt enda sé nammi- og ávaxtabragð það sem börn sækja helst í." - Bönnum bara allt sem er gott og sætt, það er nauðsynlegt enda sækja börn grimmt í þetta. https://t.co/1pSDmgpZHx— Siggeir F. Ævarsson (@siggeirslayer) March 11, 2022 Mér finnst þetta flott framtak hjá Willum, banna þetta ávaxtabragð. Löngu kominn tími á að fólk horfist í augu við viðbjóðinn og finni freeze bragðið— Bulky (@Johannesoli1) March 11, 2022 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast þó ekki samþykkir frumvarpi Willums um bannið ef marka má framsögu þeirra í fyrstu umræðu frumvarpsins í þinginu sem fór fram á þriðjudag. Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagðist þeirrar skoðunar að gengið væri of langt í frumvarpinu. „Mér finnst það ganga of langt. Hér er vert að hafa í huga að hér er um að ræða vöru sem var búin til fyrst og fremst til að stemma stigu við neyslu tóbaks, sem allir eru sammála um að er miklu verra. Samt á að nota svipaðan regluramma og takmarkanir þrátt fyrir að gæði nikótínvara sé nauðsynlegur þáttur í því að minnka tóbaksnotkun,“ sagði Hildur. Telur of langt gengið gagnvart sjálfsákvörðunarrétti fullorðinna Hún benti á að í greinargerð frumvarpsins kæmi fram að ráðstafanirnar væru gerðar til að sporna við því að börn neyttu nikótínvara og benti þar að auki á að í frumvarpinu væri auk þess lagt til að banna sölu þessara vara til einstaklinga undir átján ára aldri. „Einhverjum gæti þótt það vera nóg, börn mega ekki kaupa þessar vörur en svo er ekki, það er gengið mun lengra með takmörkunum á bragðefnum og öðru sem hafa með sjálfsákvörðunarrétt fullorðins fólks að gera fyrir utan atvinnufrelsi stjórnarskrár og fleira. Ég vil því leyfa mér að spyrja forseti, finnst ráðherra þetta ekkert of langt gengið gagnvart sjálfsákvörðunarrétti fullorðins fólks?“ spurði Hildur. Willum Þór svaraði því til að allur þingheimur hlyti að vera því sammála að það sem mestu máli skipti væri að huga að lýðheilsu, ekki síst að lýðheilsu barna og ungmenna og neyslu þeirra á nikótíni, sem væri skaðlegt efni. Spurði hvort bragðgott áfengi yrði næst Hildur sagði þá að bannið við þessum einstöku bragðtegundum væri rökstutt þannig að ekki væri verið að banna innflutning, sölu og framleiðslu á nikótínvörum. „Frekari rökstuðning er ekki að finna gagnvart fullorðnu fólki sem notar þessar vörur með ákveðnum bragðefnum, sem sagt noti bara eitthvað annað,“ sagði Hildur. „Þar sem um er að ræða vöru sem bönnuð er börnum, og það er enginn að gera lítið úr því, leyfi ég mér að velta því upp við hæstvirtan ráðherra hvar línan verður næst dregin. Verða áfengir ávaxtadrykkir kannsk inæst eða Baileys-inn?“ Fleiri tóku undir með því og spurðu hvort, fyrst banna ætti nikótínvörur með ávaxta- og nammibragði, banna ætti næst áfenga drykki sem væru bragðgóðir eða sælgæti, sem jú er óhollt. Bragðbannið myndi fyrst og fremst hafa áhrif á fullorðna Berglind Ósk Guðmunsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins virtist mjög sammála samflokkskonu sinni en bætti því við að þeirri spurningu væri ósvarað hvað félli undir þessa skilgreiningu um nammmi- og ávaxtabragð. „Engin frekari útlistun er á því hvað kunni að falla þar undir og er slíkt mat háð huglægum mælikvörðum sem liggja ekki ljóst fyrir. Frumvarpið kveður hins vegar skýrt á um bann á afhendingu og sölu nikótínvara til einstaklinga yngri en átján ára og bann við nammi- og ávaxtabragði myndi því fyrst og fremst hafa áhrif og takmarka það úrval sem stendur fullorðnum einstaklingum til boða,“ sagði Berglind. „Af hverju má fólk sem náð hefur lögaldri ekki velja vöru sem er bragðgóð? Áfengi, drykkir og gosbjórar eru margir með góðu ávaxtabragði og engum dettur í hug að banna þá. Skyndibiti er jafnan óhollur og meginorsök offitu sem er meiriháttar heilbrigðisvandamál en er engu að síður heilbrigðisvandamál og engum dettur í hug að banna hamborgara, franskar eða pítsur. Slíkar vörur eru líka grímulaust markaðssettar fyrir börn.“ Sjálfstæðisflokkurinn sett fyrirvara við frumvarpið Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar spurði þá Berglindi að því hver afstaða þingflokks Sjálfstæðisflokksins væri í þessu máli, sem væri í stjórnarmeirihluta meða heilbrigðisráðherra sem lagði frumvarpið fram. „Getur hún upplýst okkur um afstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins til þessa máls og hversu mikið það hefur verið rætt á vettvangi þingflokksins og hvort sá flokkur sem kennir sig mikið við frelsi einstaklingsins muni vinna í því sem hópur að koma í veg fyrir það að verstu greinarnar nái í gegn,“ spurði Sigmar. Svarið var að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu sett fyrirvara um málið til dæmis er vörðuðu bragðbannið og heimild ráðherra til að ákvarða útlit varanna. „Við höfum gert fyrirvara um málið, það er ástæða fyrir ræðu minni hér í dag að við gerum mjög skýra fyrirvara við málið. Ekki eins og kom fram í minni ræðu, ekki varðandi bann yngri en átján ára en það er þetta með huglægu mælikvarðana á bragðinu, á umbúðunum sem auðvitað ná ekki nokkri átt. Það er mjög auðvelt að svara þessu, við höfum sett fyrirvara og ég treysti velferðarnefnd að fjalla um málið af yfirvegun.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Áfengi og tóbak Rafrettur Nikótínpúðar Tengdar fréttir Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01 Vill að fólk fætt 2010 og seinna fái aldrei að kaupa nikótín Heilbrigðisráðherra Danmerkur kynnti í dag áætlun sem ætlað er að koma í veg fyrir að einstaklingar fæddir árið 2010 og seinna nái nokkurn tímann tilskildum aldri til kaupa á vörum sem innihalda nikótín. 15. mars 2022 22:31 Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. 15. mars 2022 23:01
Vill að fólk fætt 2010 og seinna fái aldrei að kaupa nikótín Heilbrigðisráðherra Danmerkur kynnti í dag áætlun sem ætlað er að koma í veg fyrir að einstaklingar fæddir árið 2010 og seinna nái nokkurn tímann tilskildum aldri til kaupa á vörum sem innihalda nikótín. 15. mars 2022 22:31
Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18