Gildismat vísinda Rakel Anna Boulter skrifar 24. mars 2022 12:00 Í nýju ráðuneyti háskólamála fer nú fram vinna við heildarendurskoðun á reiknilíkani háskólanna, sem klárast von bráðar. Það er líkan sem ákvarðar fjárframlög til opinberu háskólanna út frá m.a. frammistöðu þeirra í kennslu og rannsóknum en lítur aðallega að fjölgun nemenda og er því fremur einsleitt. Stúdentaráð, með Röskvu í meirihluta, hefur lagt áherslu á að fjölga þurfi þeim matsþáttum sem hafðir eru til hliðsjónar við þá útreikninga. Við endurskoðun þessa líkans er mikilvægt að hafa í huga að hlutverk háskólastofnana er töluvert meira en það eitt að skila starfsfólki inn í arðsemisdrifna geira samfélagsins. Hlutverk háskólanáms er að skila þekkingu út í samfélagið. Menntun er þannig alltaf mikilvæg og þarf ekki að hafa skýran tilgang, annan en þann að vera einstaklingnum til bóta. Ef háskólanám er sniðið eftir því að snúa hjólum atvinnulífsins verður námið bæði einhæft og tækifærum fækkar. Hugvísindi hafa löngum fallið í skugga annarra vísinda. Ófáir hugvísindanemar kannast eflaust við spurninguna „Hvernig ætlarðu að nýta þá menntun?“ þegar þau segja í hvaða námi þau eru. Í hugvísindum er megináhersla lögð á gagnrýna hugsun og hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir slíkt og nú, þegar straumhvörf eru svo hröð að vart er hægt að fylgjast með. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að leggja hlutlægt mat á mikilvægi gagnrýnar hugsunar. Mikilvægt er að fjármagni í ríkisrekinn háskóla sé ekki áætlað eftir þörf tiltekinna starfsgreina á vinnumarkaði. Ef svo fer, setur ríkið sig í þá stöðu að beina stúdentum í eina átt frekar en aðra, sem er óásættanlegt. Íslenskir stjórnmálamenn árið 1970 hefðu aldrei getað spáð fyrir um að vinnumarkaðurinn í dag myndi líta út eins og hann gerir nú. Eins er það ekki góðs viti að reyna að beina námsfólki í hinar og þessar námsleiðir byggt á hugmyndum núverandi stjórnvalda um hvernig íslenskt samfélag mun líta út árið 2060 og hvers konar hugvit og starfskraftur mun koma að bestum notum þá. Röskva berst fyrir að öll hafi jafnan aðgang að námi og fellur þar undir að nemendur geti, án afskipta ríkis með fjárveitingum, valið það nám sem þau hafa áhuga á. Mikilvægt er að gera öllum vísindum jafn hátt undir höfði. Ef ofuráhersla er lögð á einhver tiltekin fræði er hætt á aukinni undirfjármögnun annara og getur það leitt til þess að námsframboði hraki. Landslag háskólakerfisins hefur tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina. Því taka matsþættir í reiknilíkaninu ekki mið af raunkostnaði mismunandi fræðasviða og deilda innan háskólans. Mismunandi námsleiðir þurfa ólíka fjárveitingu af eðlilegum ástæðum. Með jafnri dreifingu fjármagns er ekki átt við að nákvæmlega jafn há upphæð berist hverju sviði heldur er átt við að öllum nemendum séu veitt jöfn tækifæri til menntunar af sömu gæðum óháð sviði. Í ríkisreknum háskóla ættu allir stúdentar að hafa frelsi til að velja sér nám á sínu áhugasviði og því brýnt að ójöfn fjárveiting komi ekki í veg fyrir það. Huglæg vísindi eru í stöðugri framþróun. Nýsköpun er þverfagleg og tækifærin má finna alls staðar. Á hverju ári birtast nýjar kenningar sem færa okkur ný sjónarhorn, e.t.v. sjónarhorn sem gjörbreyta hugsun okkar og hegðun. Það er nauðsynlegt að háskólastofnanir séu vettvangur til að skapa frjóan jarðveg fyrir þessar hugmyndir og til þess þarf tryggja örugga og nægilega fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er oddviti Röskvu á framboðslista hugvísindasviðs fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu í dag til 18:00 dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Í nýju ráðuneyti háskólamála fer nú fram vinna við heildarendurskoðun á reiknilíkani háskólanna, sem klárast von bráðar. Það er líkan sem ákvarðar fjárframlög til opinberu háskólanna út frá m.a. frammistöðu þeirra í kennslu og rannsóknum en lítur aðallega að fjölgun nemenda og er því fremur einsleitt. Stúdentaráð, með Röskvu í meirihluta, hefur lagt áherslu á að fjölga þurfi þeim matsþáttum sem hafðir eru til hliðsjónar við þá útreikninga. Við endurskoðun þessa líkans er mikilvægt að hafa í huga að hlutverk háskólastofnana er töluvert meira en það eitt að skila starfsfólki inn í arðsemisdrifna geira samfélagsins. Hlutverk háskólanáms er að skila þekkingu út í samfélagið. Menntun er þannig alltaf mikilvæg og þarf ekki að hafa skýran tilgang, annan en þann að vera einstaklingnum til bóta. Ef háskólanám er sniðið eftir því að snúa hjólum atvinnulífsins verður námið bæði einhæft og tækifærum fækkar. Hugvísindi hafa löngum fallið í skugga annarra vísinda. Ófáir hugvísindanemar kannast eflaust við spurninguna „Hvernig ætlarðu að nýta þá menntun?“ þegar þau segja í hvaða námi þau eru. Í hugvísindum er megináhersla lögð á gagnrýna hugsun og hefur sjaldan verið meiri þörf fyrir slíkt og nú, þegar straumhvörf eru svo hröð að vart er hægt að fylgjast með. Staðreyndin er sú að ekki er hægt að leggja hlutlægt mat á mikilvægi gagnrýnar hugsunar. Mikilvægt er að fjármagni í ríkisrekinn háskóla sé ekki áætlað eftir þörf tiltekinna starfsgreina á vinnumarkaði. Ef svo fer, setur ríkið sig í þá stöðu að beina stúdentum í eina átt frekar en aðra, sem er óásættanlegt. Íslenskir stjórnmálamenn árið 1970 hefðu aldrei getað spáð fyrir um að vinnumarkaðurinn í dag myndi líta út eins og hann gerir nú. Eins er það ekki góðs viti að reyna að beina námsfólki í hinar og þessar námsleiðir byggt á hugmyndum núverandi stjórnvalda um hvernig íslenskt samfélag mun líta út árið 2060 og hvers konar hugvit og starfskraftur mun koma að bestum notum þá. Röskva berst fyrir að öll hafi jafnan aðgang að námi og fellur þar undir að nemendur geti, án afskipta ríkis með fjárveitingum, valið það nám sem þau hafa áhuga á. Mikilvægt er að gera öllum vísindum jafn hátt undir höfði. Ef ofuráhersla er lögð á einhver tiltekin fræði er hætt á aukinni undirfjármögnun annara og getur það leitt til þess að námsframboði hraki. Landslag háskólakerfisins hefur tekið mörgum breytingum í gegnum tíðina. Því taka matsþættir í reiknilíkaninu ekki mið af raunkostnaði mismunandi fræðasviða og deilda innan háskólans. Mismunandi námsleiðir þurfa ólíka fjárveitingu af eðlilegum ástæðum. Með jafnri dreifingu fjármagns er ekki átt við að nákvæmlega jafn há upphæð berist hverju sviði heldur er átt við að öllum nemendum séu veitt jöfn tækifæri til menntunar af sömu gæðum óháð sviði. Í ríkisreknum háskóla ættu allir stúdentar að hafa frelsi til að velja sér nám á sínu áhugasviði og því brýnt að ójöfn fjárveiting komi ekki í veg fyrir það. Huglæg vísindi eru í stöðugri framþróun. Nýsköpun er þverfagleg og tækifærin má finna alls staðar. Á hverju ári birtast nýjar kenningar sem færa okkur ný sjónarhorn, e.t.v. sjónarhorn sem gjörbreyta hugsun okkar og hegðun. Það er nauðsynlegt að háskólastofnanir séu vettvangur til að skapa frjóan jarðveg fyrir þessar hugmyndir og til þess þarf tryggja örugga og nægilega fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er oddviti Röskvu á framboðslista hugvísindasviðs fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu í dag til 18:00 dag.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun